Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Skjáskot úr myndbandi af vettvangi þar sem þyrlan hrapaði í Hudson-á. AP Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. AP hefur fjölda látinna eftir viðbragðsaðilum á vettvangi og CBS hefur eftir New York-lögreglu að búið sé að draga líka allra farþeganna sex úr vatninu. Slökkviliði New York-borgar barst tilkynning um að þyrla hefði lent í vatninu um 15:17 að staðartíma (19:17 að íslenskum tíma). Í kjölfarið var mikið viðbragð virkjað og er fjöldi viðbragðsaðilar á vettvangi, bæði á landi og bátar á ánni. Búið er að koma fólkinu úr ánni en þyrlan er þar enn. Brak sást falla úr þyrlunni áður en hún lenti í ánni Þyrlan er talin vera af gerðinni Bell 206L-4 LongRanger IV, sem getur rúmað allt að sjö farþega, og í einkaeign. Hún hrapaði við ströndina, við hlið bryggju 40, hinum megin við New Jersey. Eftir að þyrlan tók á loft flaug hún í átt að frelsisstyttunni, hélt síðan upp Hudson-ánna, sneri við eftir að hafa flogið yfir George Washington-brú og flaug þá meðfram Jersey-hlið árinnar áður en hún hrapaði til jarðar við Jersey-borg. Talið er að þyrlan hafi verið á lofti í um fimmtán mínútur áður en hún splundraðist og hrapaði til jarðar. Brak úr þyrlunni sást falla úr þyrlunni áður en hún brotlenti í ánni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur hafið rannsókn á slysinu. Fjöldi flugslysa í Bandaríkjunum síðustu mánuði Þyrlur og flugvélar eru ekki sjaldséðar yfir Manhattan, bæði einkaflugvélar og farþegaflugvélar. Fjöldi þyrlupalla er vítt og breitt um borgina og notfærir fjöldi forstjóra og efnameira fólks sér þyrlur til að komast á milli staða. Gegnum árin hafa þó nokkur flug- og þyrluslys orðið í borginni. Árið 2009 létust níu manns í árekstri flugvélar og ferðamannaþyrlu og fimm létust þegar þyrla hrapaði í Austurá í borginni. Þekktasta þyrluslys síðustu ára er án efa þegar einkaþyrla Kobe Bryant, fyrrverandi körfuboltamanns, hrapaði til jarðar í Calabassas í Kaliforníu með þeim afleiðingum að allir níu farþegar hennar létust, það á meðal Bryant og dóttir hans, Gigi. Töluvert hefur borið á flugslysum í Bandaríkjunum undanfarin misseri, 28 létust í flugslysi í Potomac-á í Washington-borg í janúar og sex létust þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu-borg. Samgönguslys Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
AP hefur fjölda látinna eftir viðbragðsaðilum á vettvangi og CBS hefur eftir New York-lögreglu að búið sé að draga líka allra farþeganna sex úr vatninu. Slökkviliði New York-borgar barst tilkynning um að þyrla hefði lent í vatninu um 15:17 að staðartíma (19:17 að íslenskum tíma). Í kjölfarið var mikið viðbragð virkjað og er fjöldi viðbragðsaðilar á vettvangi, bæði á landi og bátar á ánni. Búið er að koma fólkinu úr ánni en þyrlan er þar enn. Brak sást falla úr þyrlunni áður en hún lenti í ánni Þyrlan er talin vera af gerðinni Bell 206L-4 LongRanger IV, sem getur rúmað allt að sjö farþega, og í einkaeign. Hún hrapaði við ströndina, við hlið bryggju 40, hinum megin við New Jersey. Eftir að þyrlan tók á loft flaug hún í átt að frelsisstyttunni, hélt síðan upp Hudson-ánna, sneri við eftir að hafa flogið yfir George Washington-brú og flaug þá meðfram Jersey-hlið árinnar áður en hún hrapaði til jarðar við Jersey-borg. Talið er að þyrlan hafi verið á lofti í um fimmtán mínútur áður en hún splundraðist og hrapaði til jarðar. Brak úr þyrlunni sást falla úr þyrlunni áður en hún brotlenti í ánni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur hafið rannsókn á slysinu. Fjöldi flugslysa í Bandaríkjunum síðustu mánuði Þyrlur og flugvélar eru ekki sjaldséðar yfir Manhattan, bæði einkaflugvélar og farþegaflugvélar. Fjöldi þyrlupalla er vítt og breitt um borgina og notfærir fjöldi forstjóra og efnameira fólks sér þyrlur til að komast á milli staða. Gegnum árin hafa þó nokkur flug- og þyrluslys orðið í borginni. Árið 2009 létust níu manns í árekstri flugvélar og ferðamannaþyrlu og fimm létust þegar þyrla hrapaði í Austurá í borginni. Þekktasta þyrluslys síðustu ára er án efa þegar einkaþyrla Kobe Bryant, fyrrverandi körfuboltamanns, hrapaði til jarðar í Calabassas í Kaliforníu með þeim afleiðingum að allir níu farþegar hennar létust, það á meðal Bryant og dóttir hans, Gigi. Töluvert hefur borið á flugslysum í Bandaríkjunum undanfarin misseri, 28 létust í flugslysi í Potomac-á í Washington-borg í janúar og sex létust þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu-borg.
Samgönguslys Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira