Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 17:12 Andrew Tate fyrir utan dómshúsið í Búkarest. AP/Andreea Alexandru Andrew Tate beindi byssu að andliti konu og skipaði henni að hlýða sér eða annars gjalda fyrir það. Þetta segir ein af fjórum breskum konum sem kært hafa áhrifavaldinn. Atvikinu er lýst í dómskjölum sem eru sögð innihalda ítarlegar lýsingar á nauðgunum, líkamsárásum og þvingunarstjórn. Ein kona sakar Tate um að hóta að drepa sig og önnur segir hann hafa tjáð henni að hann myndi drepa hvern þann sem myndi tala við hana. Þá segir sú þriðja Tate hafa fullyrt að hann hafi áður myrt fólk. Tate hafnar ásökununum og kallar þær „lygar“ og „grófan uppspuna“. Hann hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og fjallar ítarlega um ásakanirnar. Refsimál og einkamál hafa einnig verið höfðuð gegn Tate í Bandaríkjunum og Rúmeníu. Störfuðu hjá Tate Áðurnefnt einkamál í Bretlandi varðar atvik sem konurnar fjórar segja að hafi átt sér stað í Luton og Hitchin í Englandi á árunum 2013 til 2015. Tvær kvennanna unnu fyrir vefmyndavélafyrirtæki Tate árið 2015 en hinar tvær voru í sambandi með honum árin 2013 og 2014. BBC greinir frá því að Andrew Tate sé meðal annars sakaður um eftirfarandi: Nauðga og kyrkja konu sem var að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið hans árið 2015 Ráðast á aðra konu sem var einnig að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið á sama tíma Kyrkja áðurnefndar konur svo oft að þær fengu rauða bletti á augun en þetta er sagt afleiðing sprunginna háræða og algeng aukaverkun köfnunar Segja við þriðja aðila málsins: „ég er bara að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nauðga þér eða ekki“ áður en hann nauðgaði henni og kyrkti hana Kyrkja fjórða aðila málsins á meðan kynlífi stóð þar til hún missti meðvitund, og halda síðan áfram að stunda kynlíf með henni Þrjár kvennanna höfðu áður tilkynnt Tate til lögreglunnar en árið 2019 ákvað breska ákæruvaldið að höfða ekki sakamál. Konurnar fara fram á skaðabætur. Mál Andrew Tate Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Atvikinu er lýst í dómskjölum sem eru sögð innihalda ítarlegar lýsingar á nauðgunum, líkamsárásum og þvingunarstjórn. Ein kona sakar Tate um að hóta að drepa sig og önnur segir hann hafa tjáð henni að hann myndi drepa hvern þann sem myndi tala við hana. Þá segir sú þriðja Tate hafa fullyrt að hann hafi áður myrt fólk. Tate hafnar ásökununum og kallar þær „lygar“ og „grófan uppspuna“. Hann hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og fjallar ítarlega um ásakanirnar. Refsimál og einkamál hafa einnig verið höfðuð gegn Tate í Bandaríkjunum og Rúmeníu. Störfuðu hjá Tate Áðurnefnt einkamál í Bretlandi varðar atvik sem konurnar fjórar segja að hafi átt sér stað í Luton og Hitchin í Englandi á árunum 2013 til 2015. Tvær kvennanna unnu fyrir vefmyndavélafyrirtæki Tate árið 2015 en hinar tvær voru í sambandi með honum árin 2013 og 2014. BBC greinir frá því að Andrew Tate sé meðal annars sakaður um eftirfarandi: Nauðga og kyrkja konu sem var að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið hans árið 2015 Ráðast á aðra konu sem var einnig að vinna fyrir vefmyndavélafyrirtækið á sama tíma Kyrkja áðurnefndar konur svo oft að þær fengu rauða bletti á augun en þetta er sagt afleiðing sprunginna háræða og algeng aukaverkun köfnunar Segja við þriðja aðila málsins: „ég er bara að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nauðga þér eða ekki“ áður en hann nauðgaði henni og kyrkti hana Kyrkja fjórða aðila málsins á meðan kynlífi stóð þar til hún missti meðvitund, og halda síðan áfram að stunda kynlíf með henni Þrjár kvennanna höfðu áður tilkynnt Tate til lögreglunnar en árið 2019 ákvað breska ákæruvaldið að höfða ekki sakamál. Konurnar fara fram á skaðabætur.
Mál Andrew Tate Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. 29. mars 2025 14:31
Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04