Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2025 14:14 Rússneskur hermaður hleður sprengjuvörpu á ónefndum stað í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina. Úkraínskir hermenn lögðu hald á persónuskilríki Kínverjanna, greiðslukort og aðrar persónuupplýsingar í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu, að sögn Volodýmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu. „Við höfum upplýsingar um að það séu mun fleiri kínverskir borgarar í hersveitum hernámsliðsins en bara þessir tveir. Við erum núna að komast að því sanna,“ sagði forsetinn í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Sagðist hann ennfremur hafa skipað utanríkisráðherra sínum að krefja stjórnvöld í Beijing strax svara. Hvatti hann bandalagsríki Úkraínu til þess að mótmæla við kínversk stjórnvöld. Bein eða óbein þátttaka Kínverja í stríðinu eru skýrt merki um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sé allt annað í huga en að binda enda á stríðið, að mati Selenskíj. Rússar hafa í reynd hafnað vopnahléstillögu sem Bandaríkjastjórn lagði fyrir á dögunum og Úkraínumenn samþykktu fyrir sitt leyti. CNN-fréttastöðin segir ekki ljóst hvort að Kínverjarnir séu kínverskir hermenn eða sjálfboðaliðar í rússneska hernum. Kínversk stjórnvöld hafa stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu óbeint með því að sjá þeim fyrir tækni og búnaði þrátt fyrir viðskiptaþvinganir sem vestræn ríki beita þá vegna innrásarinnar. Alræðisstjórn kommúnistaríkisins Norður-Kóreu hefur sent hersveitir til Úkraínu til þess að berjast við hliða Rússa. Þá hefur klerkastjórnin í Íran séð Rússum fyrir árásardrónum sem hafa verið notaðir á vígvellinum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kína Hernaður Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Úkraínskir hermenn lögðu hald á persónuskilríki Kínverjanna, greiðslukort og aðrar persónuupplýsingar í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu, að sögn Volodýmýrs Selenskíj, forseta Úkraínu. „Við höfum upplýsingar um að það séu mun fleiri kínverskir borgarar í hersveitum hernámsliðsins en bara þessir tveir. Við erum núna að komast að því sanna,“ sagði forsetinn í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Sagðist hann ennfremur hafa skipað utanríkisráðherra sínum að krefja stjórnvöld í Beijing strax svara. Hvatti hann bandalagsríki Úkraínu til þess að mótmæla við kínversk stjórnvöld. Bein eða óbein þátttaka Kínverja í stríðinu eru skýrt merki um að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sé allt annað í huga en að binda enda á stríðið, að mati Selenskíj. Rússar hafa í reynd hafnað vopnahléstillögu sem Bandaríkjastjórn lagði fyrir á dögunum og Úkraínumenn samþykktu fyrir sitt leyti. CNN-fréttastöðin segir ekki ljóst hvort að Kínverjarnir séu kínverskir hermenn eða sjálfboðaliðar í rússneska hernum. Kínversk stjórnvöld hafa stutt stríðsrekstur Rússa í Úkraínu óbeint með því að sjá þeim fyrir tækni og búnaði þrátt fyrir viðskiptaþvinganir sem vestræn ríki beita þá vegna innrásarinnar. Alræðisstjórn kommúnistaríkisins Norður-Kóreu hefur sent hersveitir til Úkraínu til þess að berjast við hliða Rússa. Þá hefur klerkastjórnin í Íran séð Rússum fyrir árásardrónum sem hafa verið notaðir á vígvellinum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kína Hernaður Tengdar fréttir Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Sjá meira
Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Úkraínskir hermenn í Kúrskhéraði í Rússlandi segja dáta Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa lært mikið af reynslu síðustu vikna. Þeir sækja fram í stærri hópum en Rússar og án stuðnings skrið- og bryndreka og stoppa þeir ekki eða hörfa vegna mikils mannfalls. 23. janúar 2025 08:02