„Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 7. apríl 2025 22:31 Karólína Lea ræddi við Stöð 2 og Vísi fyrir leik Íslands og Sviss. Vísir/Stöð 2 „Bara vel. Þetta er búið að vera jákvætt eftir Noregsleikinn, mikið af ljósum punktum og við verðum að byggja ofan á þetta,“ sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir aðspurð hvernig sér liði í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Karólína Lea var í eldlínunni þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Næsti leikur liðsins er gegn Sviss. Miðjumaðurinn öflugi var spurð út í hvað hefur mest verið rætt síðan leiknum gegn Noregi lauk. „Það sem við getum byggt ofan á. Við gerðum mikið af góðum hlutum. Vorum þéttar varnarlega og vorum að skapa mikið sóknarlega. Fengum flott færi og það eina sem vantaði var þetta mark. Þurfum að ná því inn og þá er ég bjartsýn.“ Það kom blaðamanni á óvart hversu heimilislegt allt er á hóteli landsliðsins. Þjálfarinn á inniskónum og fleira í þeim dúr. „Við fórum aðeins út í gær, fengum þá smá frítíma annars erum við bara hér að jafna okkur á milli leikja. Fjölskyldan kemur stundum á hótelið en það er þá bara eitthvað stutt á milli æfinga.“ Síðast þegar Ísland mætti Sviss lauk leiknum með markalausu jafntefli. „Sviss er hörkulið með mikið af frábærum leikmönnum þannig að við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika á sigri,“ sagði Karólína Lea og bætti jafnframt við að ef liðið myndi byggja á Noregsleiknum þá ættu möguleikarnir að vera góðir. „Maður þarf að skora til að vinna leiki og við ætlum að gera það á morgun, þriðjudag.“ Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16.45 á morgun, þriðjudag. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Klippa: Karólína Lea: „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Karólína Lea var í eldlínunni þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Næsti leikur liðsins er gegn Sviss. Miðjumaðurinn öflugi var spurð út í hvað hefur mest verið rætt síðan leiknum gegn Noregi lauk. „Það sem við getum byggt ofan á. Við gerðum mikið af góðum hlutum. Vorum þéttar varnarlega og vorum að skapa mikið sóknarlega. Fengum flott færi og það eina sem vantaði var þetta mark. Þurfum að ná því inn og þá er ég bjartsýn.“ Það kom blaðamanni á óvart hversu heimilislegt allt er á hóteli landsliðsins. Þjálfarinn á inniskónum og fleira í þeim dúr. „Við fórum aðeins út í gær, fengum þá smá frítíma annars erum við bara hér að jafna okkur á milli leikja. Fjölskyldan kemur stundum á hótelið en það er þá bara eitthvað stutt á milli æfinga.“ Síðast þegar Ísland mætti Sviss lauk leiknum með markalausu jafntefli. „Sviss er hörkulið með mikið af frábærum leikmönnum þannig að við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika á sigri,“ sagði Karólína Lea og bætti jafnframt við að ef liðið myndi byggja á Noregsleiknum þá ættu möguleikarnir að vera góðir. „Maður þarf að skora til að vinna leiki og við ætlum að gera það á morgun, þriðjudag.“ Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16.45 á morgun, þriðjudag. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Klippa: Karólína Lea: „Maður þarf að skora til að vinna leiki“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira