Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Lovísa Arnardóttir skrifar 3. apríl 2025 22:32 Maðurinn gekk upp að 14 ára stúlku í verslun 10-11 og greip um kynfærasvæði hennar. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sakfelldur í Landsrétti í dag fyrir að hafa áreitt stúlku í verslun 10-11 í miðbænum og fyrir að bera kynfæri sín í tvígang, annars vegar á Háskólatorgi og hins vegar í Mini market. Maðurinn var dæmdur til tólf mánaða fangelsis og til að greiða börnunum miskabætur. Maðurinn er 34 ára gamall og á að baki dóma fyrir svipuð brot samkvæmt dómi. Í dómi Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi áreitt eitt barnið í janúar 2021 með því að segja henni að hún væri falleg, tekið í og kysst hönd hennar, kysst hana á munninn auk þess sem hann snerti og nuddaði kynfærasvæði stúlkunnar. Þá spurði hann hana einnig hvort þau ættu „að gera „þetta“ á eftir“ en stúlkan var á þeim tíma aðeins 13 ára gömul. Ekki kemur annað fram en að atvikið hafi átt sér stað í anddyri. Þá kemur einnig fram að maðurinn áreitti annað barn í verslun 10-11 í Austurstræti í Reykjavík. Þar greip hann um kynfærasvæði stúlkunnar sem var 14 ára á þeim tíma. Fram kemur í dómi að fyrir liggi myndbandsupptaka þar sem megi sjá manninn litast um í versluninni og þegar aðrir viðskiptavinir hafi verið farnir framhjá hafi hann gengið hröðum skrefum að stúlkunni, beygt sig niður og sett höndina á kynfærasvæði hennar. Stúlkan hljóp frá honum og var mjög brugðið. Hún leitaði strax til starfsmanns verslunarinnar sem kallaði á lögregluna. Hvað varðar þau atvik þar sem maðurinn beraði átti fyrra atvikið sér stað í mars árið 2023 innan Háskólatorgs. Maðurinn gekk þá að glugga og bæði beraði og handlék kynfæri sín. Í október sama ár gekk maðurinn upp að viðskiptavini í versluninni Mini Market, spurði hvað klukkan væri og beraði svo kynfæri sín í beinu framhaldi. Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Í dómi Landsréttar kemur fram að maðurinn hafi áreitt eitt barnið í janúar 2021 með því að segja henni að hún væri falleg, tekið í og kysst hönd hennar, kysst hana á munninn auk þess sem hann snerti og nuddaði kynfærasvæði stúlkunnar. Þá spurði hann hana einnig hvort þau ættu „að gera „þetta“ á eftir“ en stúlkan var á þeim tíma aðeins 13 ára gömul. Ekki kemur annað fram en að atvikið hafi átt sér stað í anddyri. Þá kemur einnig fram að maðurinn áreitti annað barn í verslun 10-11 í Austurstræti í Reykjavík. Þar greip hann um kynfærasvæði stúlkunnar sem var 14 ára á þeim tíma. Fram kemur í dómi að fyrir liggi myndbandsupptaka þar sem megi sjá manninn litast um í versluninni og þegar aðrir viðskiptavinir hafi verið farnir framhjá hafi hann gengið hröðum skrefum að stúlkunni, beygt sig niður og sett höndina á kynfærasvæði hennar. Stúlkan hljóp frá honum og var mjög brugðið. Hún leitaði strax til starfsmanns verslunarinnar sem kallaði á lögregluna. Hvað varðar þau atvik þar sem maðurinn beraði átti fyrra atvikið sér stað í mars árið 2023 innan Háskólatorgs. Maðurinn gekk þá að glugga og bæði beraði og handlék kynfæri sín. Í október sama ár gekk maðurinn upp að viðskiptavini í versluninni Mini Market, spurði hvað klukkan væri og beraði svo kynfæri sín í beinu framhaldi.
Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira