Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 13:38 Ofnæmisvakar úr dýrum geta borist á milli íbúða í fjölbýlishúsum. Félag ofnæmis- og ónæmislækna mótmælir því frumvarpi sem felldi úr gildi skilyrði um samþykki íbúa fyrir gæludýrahaldi í fjölbýlishúsum. Vísir/Vilhelm Nýtt frumvarp sem gerði fólki auðveldara að halda gæludýr í fjölbýlishúsum skerðir verulega réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum um að vera að vera ekki útsett fyrir heilsutjóni á eigin heimili, að mati ofnæmis- og ónæmislækna. Félag þeirra leggst algerlega gegn því að frumvarpið verði að lögum. Ekki þyrfti lengur samþykki íbúa í fjölbýlishúsi fyrir hunda- og kattahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum inngangi, samkvæmt frumvarpi sem Inga Sæland, húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Markmið lagabreytingarinnar er sagt að liðka fyrir gæludýrahaldi fólks óháð efnahag og búsetu. Félag íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna leggst alfarið gegn frumvarpinu í umsögn sem það sendi inn um það. Það skerði verulega sjálfsögð réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum að vera að óþörfu útsett á eigin heimili fyrir þeim ofnæmisvaka sem valdi þeim heilsutjóni. „Fólk með ofnæmi gegn dýrum hefur mikinn heilsufarslegan ávinning af því að verða ekki útsett fyrir ofnæmisvökum frá dýrum í híbýlum sínum eða við að ganga um híbýli sín,“ segir í umsögninni. Inga Sæland vill koma núgildandi ákvæðum um gæludýrahald í lögum um fjöleignarhús fyrir kattarnef.Vísir/Anton Brink Getur skert lífsgæði verulega Bent er á að ofnæmissjúkdómar hafi farið vaxandi víða um heim á undanförnum áratugum. Á Íslandi séu um sex prósent fullorðinna og níu prósent skólabarna með astma. Um fjórðungur barna og fullorðinna sé með ofnæmi, meðal annars fyrir hundum og köttum. Margir séu einnig með astma. Fólk með ofnæmi er sagt eiga á hættu að fá astmaeinkenni sé það útsett fyrir ofnæmisvaka. Slík einkenni geti verið andþyngsli, hósti, surg fyrir brjósti og mæði. Þau geti verið alvarleg ef ofnæmisvakinn sé í einhverju magni eða þrálátur. Ef útsetningin er ítrekuð eða viðvarandi geti einkennin verið dagleg jafnvel þótt magn vakans sé lítið. Einkenni frá augum eða nefi séu algeng og geti skert lífsgæði verulega. Einstaklingar með ofnæmi séu mismunandi næmir fyrir ofnæmisvökum og því geti sumir fengið meiri einkenni en aðrir við lítið magn af ofnæmisvaka Dýr gefi frá sér ofnæmisvaka sem sitji á húðflögum, í hári, munnvatni, þvagi og öðrum vessum frá þeim. Oftast séu þeir ekki sýnilegir með berum augum. Ofnæmisvakarnir safnist fyrir í húsgögnum, fötum og á gólfi og geti þannig borist á milli staða, þar á meðal á milli íbúða yfir stigagang. Líkurnar séu enn meiri ef dýrin sjálf fara um stigaganga. Dýr Gæludýr Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hundar Kettir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Ekki þyrfti lengur samþykki íbúa í fjölbýlishúsi fyrir hunda- og kattahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum inngangi, samkvæmt frumvarpi sem Inga Sæland, húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Markmið lagabreytingarinnar er sagt að liðka fyrir gæludýrahaldi fólks óháð efnahag og búsetu. Félag íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna leggst alfarið gegn frumvarpinu í umsögn sem það sendi inn um það. Það skerði verulega sjálfsögð réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum að vera að óþörfu útsett á eigin heimili fyrir þeim ofnæmisvaka sem valdi þeim heilsutjóni. „Fólk með ofnæmi gegn dýrum hefur mikinn heilsufarslegan ávinning af því að verða ekki útsett fyrir ofnæmisvökum frá dýrum í híbýlum sínum eða við að ganga um híbýli sín,“ segir í umsögninni. Inga Sæland vill koma núgildandi ákvæðum um gæludýrahald í lögum um fjöleignarhús fyrir kattarnef.Vísir/Anton Brink Getur skert lífsgæði verulega Bent er á að ofnæmissjúkdómar hafi farið vaxandi víða um heim á undanförnum áratugum. Á Íslandi séu um sex prósent fullorðinna og níu prósent skólabarna með astma. Um fjórðungur barna og fullorðinna sé með ofnæmi, meðal annars fyrir hundum og köttum. Margir séu einnig með astma. Fólk með ofnæmi er sagt eiga á hættu að fá astmaeinkenni sé það útsett fyrir ofnæmisvaka. Slík einkenni geti verið andþyngsli, hósti, surg fyrir brjósti og mæði. Þau geti verið alvarleg ef ofnæmisvakinn sé í einhverju magni eða þrálátur. Ef útsetningin er ítrekuð eða viðvarandi geti einkennin verið dagleg jafnvel þótt magn vakans sé lítið. Einkenni frá augum eða nefi séu algeng og geti skert lífsgæði verulega. Einstaklingar með ofnæmi séu mismunandi næmir fyrir ofnæmisvökum og því geti sumir fengið meiri einkenni en aðrir við lítið magn af ofnæmisvaka Dýr gefi frá sér ofnæmisvaka sem sitji á húðflögum, í hári, munnvatni, þvagi og öðrum vessum frá þeim. Oftast séu þeir ekki sýnilegir með berum augum. Ofnæmisvakarnir safnist fyrir í húsgögnum, fötum og á gólfi og geti þannig borist á milli staða, þar á meðal á milli íbúða yfir stigagang. Líkurnar séu enn meiri ef dýrin sjálf fara um stigaganga.
Dýr Gæludýr Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hundar Kettir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17