Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2025 13:38 Ofnæmisvakar úr dýrum geta borist á milli íbúða í fjölbýlishúsum. Félag ofnæmis- og ónæmislækna mótmælir því frumvarpi sem felldi úr gildi skilyrði um samþykki íbúa fyrir gæludýrahaldi í fjölbýlishúsum. Vísir/Vilhelm Nýtt frumvarp sem gerði fólki auðveldara að halda gæludýr í fjölbýlishúsum skerðir verulega réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum um að vera að vera ekki útsett fyrir heilsutjóni á eigin heimili, að mati ofnæmis- og ónæmislækna. Félag þeirra leggst algerlega gegn því að frumvarpið verði að lögum. Ekki þyrfti lengur samþykki íbúa í fjölbýlishúsi fyrir hunda- og kattahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum inngangi, samkvæmt frumvarpi sem Inga Sæland, húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Markmið lagabreytingarinnar er sagt að liðka fyrir gæludýrahaldi fólks óháð efnahag og búsetu. Félag íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna leggst alfarið gegn frumvarpinu í umsögn sem það sendi inn um það. Það skerði verulega sjálfsögð réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum að vera að óþörfu útsett á eigin heimili fyrir þeim ofnæmisvaka sem valdi þeim heilsutjóni. „Fólk með ofnæmi gegn dýrum hefur mikinn heilsufarslegan ávinning af því að verða ekki útsett fyrir ofnæmisvökum frá dýrum í híbýlum sínum eða við að ganga um híbýli sín,“ segir í umsögninni. Inga Sæland vill koma núgildandi ákvæðum um gæludýrahald í lögum um fjöleignarhús fyrir kattarnef.Vísir/Anton Brink Getur skert lífsgæði verulega Bent er á að ofnæmissjúkdómar hafi farið vaxandi víða um heim á undanförnum áratugum. Á Íslandi séu um sex prósent fullorðinna og níu prósent skólabarna með astma. Um fjórðungur barna og fullorðinna sé með ofnæmi, meðal annars fyrir hundum og köttum. Margir séu einnig með astma. Fólk með ofnæmi er sagt eiga á hættu að fá astmaeinkenni sé það útsett fyrir ofnæmisvaka. Slík einkenni geti verið andþyngsli, hósti, surg fyrir brjósti og mæði. Þau geti verið alvarleg ef ofnæmisvakinn sé í einhverju magni eða þrálátur. Ef útsetningin er ítrekuð eða viðvarandi geti einkennin verið dagleg jafnvel þótt magn vakans sé lítið. Einkenni frá augum eða nefi séu algeng og geti skert lífsgæði verulega. Einstaklingar með ofnæmi séu mismunandi næmir fyrir ofnæmisvökum og því geti sumir fengið meiri einkenni en aðrir við lítið magn af ofnæmisvaka Dýr gefi frá sér ofnæmisvaka sem sitji á húðflögum, í hári, munnvatni, þvagi og öðrum vessum frá þeim. Oftast séu þeir ekki sýnilegir með berum augum. Ofnæmisvakarnir safnist fyrir í húsgögnum, fötum og á gólfi og geti þannig borist á milli staða, þar á meðal á milli íbúða yfir stigagang. Líkurnar séu enn meiri ef dýrin sjálf fara um stigaganga. Dýr Gæludýr Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hundar Kettir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fleiri fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Sjá meira
Ekki þyrfti lengur samþykki íbúa í fjölbýlishúsi fyrir hunda- og kattahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum inngangi, samkvæmt frumvarpi sem Inga Sæland, húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Markmið lagabreytingarinnar er sagt að liðka fyrir gæludýrahaldi fólks óháð efnahag og búsetu. Félag íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna leggst alfarið gegn frumvarpinu í umsögn sem það sendi inn um það. Það skerði verulega sjálfsögð réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum að vera að óþörfu útsett á eigin heimili fyrir þeim ofnæmisvaka sem valdi þeim heilsutjóni. „Fólk með ofnæmi gegn dýrum hefur mikinn heilsufarslegan ávinning af því að verða ekki útsett fyrir ofnæmisvökum frá dýrum í híbýlum sínum eða við að ganga um híbýli sín,“ segir í umsögninni. Inga Sæland vill koma núgildandi ákvæðum um gæludýrahald í lögum um fjöleignarhús fyrir kattarnef.Vísir/Anton Brink Getur skert lífsgæði verulega Bent er á að ofnæmissjúkdómar hafi farið vaxandi víða um heim á undanförnum áratugum. Á Íslandi séu um sex prósent fullorðinna og níu prósent skólabarna með astma. Um fjórðungur barna og fullorðinna sé með ofnæmi, meðal annars fyrir hundum og köttum. Margir séu einnig með astma. Fólk með ofnæmi er sagt eiga á hættu að fá astmaeinkenni sé það útsett fyrir ofnæmisvaka. Slík einkenni geti verið andþyngsli, hósti, surg fyrir brjósti og mæði. Þau geti verið alvarleg ef ofnæmisvakinn sé í einhverju magni eða þrálátur. Ef útsetningin er ítrekuð eða viðvarandi geti einkennin verið dagleg jafnvel þótt magn vakans sé lítið. Einkenni frá augum eða nefi séu algeng og geti skert lífsgæði verulega. Einstaklingar með ofnæmi séu mismunandi næmir fyrir ofnæmisvökum og því geti sumir fengið meiri einkenni en aðrir við lítið magn af ofnæmisvaka Dýr gefi frá sér ofnæmisvaka sem sitji á húðflögum, í hári, munnvatni, þvagi og öðrum vessum frá þeim. Oftast séu þeir ekki sýnilegir með berum augum. Ofnæmisvakarnir safnist fyrir í húsgögnum, fötum og á gólfi og geti þannig borist á milli staða, þar á meðal á milli íbúða yfir stigagang. Líkurnar séu enn meiri ef dýrin sjálf fara um stigaganga.
Dýr Gæludýr Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hundar Kettir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fleiri fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Sjá meira
Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi sem felur í sér að samþykki annarra eigenda eigna í fjölbýlishúsi verði ekki lengur skilyrði fyrir því að einstaklingur megi halda hund eða kött í fjölbýli – sama þó að íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. 1. apríl 2025 06:17