Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2025 12:29 Mál Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, var mikið til umræðu á síðasta ári. Vísir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. Kourani byggði mál sitt á því að það hefði verulega þýðingu fyrir hann auk þess að mat hans væri að niðurstaða Landsréttar væri röng að efni og formi til. Í beiðninni vísaði hinn dæmdi til þess að við þinghald í Landsrétti hafi fimm lögreglumenn gætt hans í salnum hverja stund og að það hafi leitt til þess að dómendur hafi hræðst hann. Vildi hann því meina að þeir hafi verið vanhæfir til að dæma í málinu. Þar að auki vildi hann meina að niðurstaða Landsréttar hafi verið efnislega röng og að borin von væri til að fangelsisrefsing myndi skila árangri. Einsýnt sé að fangelsisdvöl muni ýta undir andleg veikindi, vistin sé honum verulega skaðleg og brjóti gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hæstiréttur mat það að virtum gögnum að það verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Beiðninni er því hafnað. Landréttur kvað upp dóm í máli Kouranis 6. febrúar og staðfesti þar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa reynt að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars á síðasta, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Mál mannsins hefur mikið verið til umræðu í samfélaginu frá því að það kom upp, meðal annars þar sem hann hafði ítrekað hótað saksóknara og svo þegar hann hann breytti nafni sínu í Mohamad Th. Jóhannesson. Hann var sagður hafa litið til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, þegar hann valdi nafnið og því var tekið illa af ýmsum. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Tengdar fréttir Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Kourani byggði mál sitt á því að það hefði verulega þýðingu fyrir hann auk þess að mat hans væri að niðurstaða Landsréttar væri röng að efni og formi til. Í beiðninni vísaði hinn dæmdi til þess að við þinghald í Landsrétti hafi fimm lögreglumenn gætt hans í salnum hverja stund og að það hafi leitt til þess að dómendur hafi hræðst hann. Vildi hann því meina að þeir hafi verið vanhæfir til að dæma í málinu. Þar að auki vildi hann meina að niðurstaða Landsréttar hafi verið efnislega röng og að borin von væri til að fangelsisrefsing myndi skila árangri. Einsýnt sé að fangelsisdvöl muni ýta undir andleg veikindi, vistin sé honum verulega skaðleg og brjóti gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hæstiréttur mat það að virtum gögnum að það verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Beiðninni er því hafnað. Landréttur kvað upp dóm í máli Kouranis 6. febrúar og staðfesti þar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa reynt að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars á síðasta, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Mál mannsins hefur mikið verið til umræðu í samfélaginu frá því að það kom upp, meðal annars þar sem hann hafði ítrekað hótað saksóknara og svo þegar hann hann breytti nafni sínu í Mohamad Th. Jóhannesson. Hann var sagður hafa litið til fyrrverandi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, þegar hann valdi nafnið og því var tekið illa af ýmsum.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Tengdar fréttir Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10