„Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Aron Guðmundsson skrifar 3. apríl 2025 12:32 Hlín Eiriksdóttur líkar lífið vel á Englandi hjá Leicester City Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir steig í raun inn í nýjan veruleika er hún samdi við enska liðið Leicester City fyrr á árinu. Hún er enn að venjast þeim veruleika en finnur fyrir mikilli trú í sinn garð frá þjálfurum liðsins. Hlín hafði gert frábæra hluti með sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad áður en að kallið kom frá Leicester City á Englandi. Hlín hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum og segir lífið á Englandi gott. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun fyrir mig, að fara úr svona vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem að ég var með mjög mikið traust og fékk að spila hverja einustu mínútu yfir í meiri samkeppni og stærra umhverfi. Það er búið að vera mjög gott hingað til, mér líður vel og er komast hægt og rólega betur af stað með liðinu.“ Klippa: Hlín Eiríks um lífið í Leicester City Hlín snertir á samkeppninni. Það er barist um hverja einustu mínútu í liðinu og smávægileg meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá landsliðskonunni fyrstu mánuðina. „Mér finnst ég alveg vera búin að fá traust frá þjálfaranum en svo meiðist ég aðeins og hef því ekki búin að vera spila mikið síðustu vikurnar en þjálfararnir hafa sýnt mér mikið traust og það er augljóst að þeir hafa mikla trú á mér og það er ástæðan fyrir því að þau náðu í mig á miðju tímabili. Þau vildu virkilega fá mig og ég hef ekki áhyggjur af mínútufjölda eins og staðan er núna. Þetta er risastórt stökk upp á við fyrir mig og maður finnur það alveg að ég hef minni tíma á boltanum í leikjunum, það er meiri samkeppni um að komast í liðið, þetta er krefjandi en geggjað. Ég lenti í vægri tognun í læri. Ekkert alvarlegt, bara smá vöðvameiðsli og ég er orðin góð núna. Ég held það hafi tengst því að vera komin inn í nýtt umhverfi, meira tempó og líkaminn að aðlagast því.“ Í leik með Leicester CityVísir/Getty England, vagga fótboltans á heimsvísu að mati margra og áhugi heimamanna á íþróttinni fer ekki fram hjá Hlín í Leicester. „Það er ekki mýta að Englendingar séu fótboltasjúkir. Maður labbar niður í bæ og það er annar hver maður í Leicester City treyju. Svo er ég í rosalega fagmannlegu umhverfi. Það er allt gert fyrir okkur þarna. Maður þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálfur í leiki. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. Ég er enn að venjast gæðastiginu innan vallar og komast inn í hlutina en það kemur.“ Viðtalið við Hlín í heild sinni, þar sem að hún ræðir meðal annars landsleik morgundagsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni sem og fjarveru fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, má sjá hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Hlín hafði gert frábæra hluti með sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad áður en að kallið kom frá Leicester City á Englandi. Hlín hefur verið að fóta sig á nýjum slóðum og segir lífið á Englandi gott. „Þetta er náttúrulega mikil áskorun fyrir mig, að fara úr svona vernduðu umhverfi í Svíþjóð þar sem að ég var með mjög mikið traust og fékk að spila hverja einustu mínútu yfir í meiri samkeppni og stærra umhverfi. Það er búið að vera mjög gott hingað til, mér líður vel og er komast hægt og rólega betur af stað með liðinu.“ Klippa: Hlín Eiríks um lífið í Leicester City Hlín snertir á samkeppninni. Það er barist um hverja einustu mínútu í liðinu og smávægileg meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá landsliðskonunni fyrstu mánuðina. „Mér finnst ég alveg vera búin að fá traust frá þjálfaranum en svo meiðist ég aðeins og hef því ekki búin að vera spila mikið síðustu vikurnar en þjálfararnir hafa sýnt mér mikið traust og það er augljóst að þeir hafa mikla trú á mér og það er ástæðan fyrir því að þau náðu í mig á miðju tímabili. Þau vildu virkilega fá mig og ég hef ekki áhyggjur af mínútufjölda eins og staðan er núna. Þetta er risastórt stökk upp á við fyrir mig og maður finnur það alveg að ég hef minni tíma á boltanum í leikjunum, það er meiri samkeppni um að komast í liðið, þetta er krefjandi en geggjað. Ég lenti í vægri tognun í læri. Ekkert alvarlegt, bara smá vöðvameiðsli og ég er orðin góð núna. Ég held það hafi tengst því að vera komin inn í nýtt umhverfi, meira tempó og líkaminn að aðlagast því.“ Í leik með Leicester CityVísir/Getty England, vagga fótboltans á heimsvísu að mati margra og áhugi heimamanna á íþróttinni fer ekki fram hjá Hlín í Leicester. „Það er ekki mýta að Englendingar séu fótboltasjúkir. Maður labbar niður í bæ og það er annar hver maður í Leicester City treyju. Svo er ég í rosalega fagmannlegu umhverfi. Það er allt gert fyrir okkur þarna. Maður þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálfur í leiki. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. Ég er enn að venjast gæðastiginu innan vallar og komast inn í hlutina en það kemur.“ Viðtalið við Hlín í heild sinni, þar sem að hún ræðir meðal annars landsleik morgundagsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni sem og fjarveru fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur, má sjá hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira