Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 10:32 Þjóðverjinn tekur gjarnan fram stóra bjórinn þegar vel gengur. Markvörðurinn Jonas Kersken sturtar hér ofan í liðsfélaga sinn Felix Hagmann. Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bikarævintýri Arminia Bielefeld í þýska fótboltanum heldur áfram. Liðið sló bikarmeistara Bayer Leverkusen úr leik í gærkvöld og er á leið í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins. Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 2021-22 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð. Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um að komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega. Liðið vann óvæntan 2-1 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til að tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku. Margur hélt að ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara. Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár. Stuðningsfólk Bielefeld gat sannarlega fagnað vel í gær.Christof Koepsel/Getty Images Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum. Union Berlin vannst 2-0 í annarri umferð, Freiburg 3-1 í 16-liða úrslitum, Werder Bremen 2-1 í 8-liða úrslitum og nú síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld. Patrik Schick var niðurlútur líkt og aðrir leikmenn Leverkusen.Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, að dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel að fá alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur. Ljóst er að næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert að sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld. Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær má sjá hér. Gleði, gleði!Christof Koepsel/Getty Images Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 2021-22 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð. Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um að komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega. Liðið vann óvæntan 2-1 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til að tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku. Margur hélt að ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara. Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár. Stuðningsfólk Bielefeld gat sannarlega fagnað vel í gær.Christof Koepsel/Getty Images Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum. Union Berlin vannst 2-0 í annarri umferð, Freiburg 3-1 í 16-liða úrslitum, Werder Bremen 2-1 í 8-liða úrslitum og nú síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld. Patrik Schick var niðurlútur líkt og aðrir leikmenn Leverkusen.Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, að dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel að fá alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur. Ljóst er að næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert að sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld. Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær má sjá hér. Gleði, gleði!Christof Koepsel/Getty Images
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira