Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 07:47 Cory Booker var ansi hreint uppgefinn þegar hann mætti blaðamönnum fyrir utan þingsal eftir 25 tíma ræðu sína. Getty Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur. Þegar hinn 55 ára Booker, sem hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 2013, steig upp í ræðustól sagðist hann ætla að vera þar eins lengi og hann þyldi líkamlega. Ræða Bookers snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem þingmaðurinn sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Meðal þess sem Booker gagnrýndi var tollastríð Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans um að taka yfir bæði Grænland og Kanada og hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins. Fastaði í marga daga fyrir ræðuna „Þetta eru ekki venjulegir tímar í landi okkar,“ sagði Booker í upphafi ræðu sinnar. „Og við eigum ekki að láta eins og svo sé í Bandaríska þinginu. Ógnir við Bandarísku þjóðina og bandarískt lýðræði eru alvarlegar og aðkallandi, og við þurfum öll að gera meira til að bregðast við þeim.“ Booker fékk aðstoð frá kollegum sínum í Demókrataflokknum sem spurðu hann spurninga til að hann gæti hvílt sig tímabundið frá ræðuhöldum. Booker blaðraði lengi í ræðustól. Ekki var um beint málþóf að ræða heldur frekar um táknrænan gjörning.AP Eftir 25 klukkutíma og fimm mínútur sagði Booker: „Þetta er stund siðferðis. Þetta er ekki vinstri eða hægri. Þetta er rétt eða rangt. Frú forseti, ég gef eftir gólfið,“ áður en hann haltraði úr þingsalnum. Á meðan á ræðunni stóð drakk Booker aðeins nokkur glös af vatni. Eftir að ræðunni lauk sagði Booker við fréttamenn að hann hefði fastað í nokkra daga fyrir ræðuna. Áður en Booker sló metið í nótt hafði Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Suður-Karólínu, átt ræðumetið. Thurmond hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn. Ólíkt ræðu Thurmond var markmið Booker ekki að tefja frumvarp stjórnarinnar heldur var fremur um táknræna yfirlýsingu að ræða. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Þegar hinn 55 ára Booker, sem hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 2013, steig upp í ræðustól sagðist hann ætla að vera þar eins lengi og hann þyldi líkamlega. Ræða Bookers snerist um aðgerðir stjórnar Donalds Trump forseta sem þingmaðurinn sagði brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Meðal þess sem Booker gagnrýndi var tollastríð Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans um að taka yfir bæði Grænland og Kanada og hlutverk Elons Musk, ráðgjafa Trumps, í niðurskurði fjölda opinberra verkefna án aðkomu þingsins. Fastaði í marga daga fyrir ræðuna „Þetta eru ekki venjulegir tímar í landi okkar,“ sagði Booker í upphafi ræðu sinnar. „Og við eigum ekki að láta eins og svo sé í Bandaríska þinginu. Ógnir við Bandarísku þjóðina og bandarískt lýðræði eru alvarlegar og aðkallandi, og við þurfum öll að gera meira til að bregðast við þeim.“ Booker fékk aðstoð frá kollegum sínum í Demókrataflokknum sem spurðu hann spurninga til að hann gæti hvílt sig tímabundið frá ræðuhöldum. Booker blaðraði lengi í ræðustól. Ekki var um beint málþóf að ræða heldur frekar um táknrænan gjörning.AP Eftir 25 klukkutíma og fimm mínútur sagði Booker: „Þetta er stund siðferðis. Þetta er ekki vinstri eða hægri. Þetta er rétt eða rangt. Frú forseti, ég gef eftir gólfið,“ áður en hann haltraði úr þingsalnum. Á meðan á ræðunni stóð drakk Booker aðeins nokkur glös af vatni. Eftir að ræðunni lauk sagði Booker við fréttamenn að hann hefði fastað í nokkra daga fyrir ræðuna. Áður en Booker sló metið í nótt hafði Strom Thurmond, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir Suður-Karólínu, átt ræðumetið. Thurmond hélt uppi málþófi í rúman sólarhring árið 1957 gegn frumvarpi stjórnarinnar um borgaraleg réttindi fyrir svarta Bandaríkjamenn. Ólíkt ræðu Thurmond var markmið Booker ekki að tefja frumvarp stjórnarinnar heldur var fremur um táknræna yfirlýsingu að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira