„Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 08:03 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis áhyggjuefni. Nýlega var fyrirliði Bestu deildar liðs dæmdur í bann vegna veðmála. Í ljósi þess hyggst sambandið auka fræðslu. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var á dögunum dæmdur í bann vegna veðmála á leiki í Bestu deildinni og mun hann missa af hluta komandi Íslandsmóts sem hefst á laugardag. Hann er þriðji leikmaðurinn sem dæmdur er í bann fyrir slíkt á þremur árum. Erlendur eftirlitsaðili sér um að fylgjast með mögulegum brotum, sem fer í gegnum Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Við erum með vöktunaraðila á öllum leikjum KSÍ og fáum ábendingu þegar eitthvað óeðlilegt er í gangi. Þá eru virkjaðir ferlar hér innandyra og það fer sína leið í kerfinu eins og fyrri dæmi hafa sýnt,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við íþróttadeild um eftirlitið. „Þetta er í gegnum UEFA, í raun og veru, og í gegnum okkar samninga við aðila úti sem vakta þessa leiki,“ segir Eysteinn og bætir við: „Við fáum alltaf inn á borð, eitthvað reglubundið. Því miður eru þannig mál sem þarf að vísa áfram. Hvert mál er einu máli og mikið í því samhengi.“ Davíð hafi rétt á sinni skoðun Veðmálaauglýsingar hafa færst í aukana í kringum hlaðvarpsþætti um fótbolta sem og á samfélagsmiðlum. Eysteinn segir veðmálastarfsemina viðfangsefni sem þurfi að nálgast frá nokkrum hliðum og endurskoða heilstætt. „Í umræðunni heyrir maður að það sé aukning og menn vilja meina. Við erum meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál. Við þurfum einhvern veginn að bregðast við því,“ segir Eysteinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði við Vísi, eftir að Elmar var dæmdur í bannið, að líklega önduðu margir leikmenn í Bestu deildinni léttar. Það væri vegna þess að þeir hefðu ekki náðst, þar sem töluvert meira væri um veðmál leikmanna í deildinni en þegar hefði komið í ljós. Um ummæli Davíðs segir Eysteinn: „Hann hefur rétt á sinni skoðun, þetta er skoðunin hans. Það getur vel verið að það sé meira um þetta en við áttum okkur á. Þess vegna þurfum við að efla fræðsluna. Það breytir því ekki að við náum kannski ekki öllum, lögreglan nær ekki öllum sem keyra of hratt á þjóðvegum landsins, en vonandi náum við að fyrirbyggja sem mest.“ Staðan áhyggjuefni Hlutaðeigandi aðilar, til að mynda leikmannasamtökin og hagsmunasamtökin ÍTF muni þá koma að átaki KSÍ hvað þessi mál varðar. Staðan sé áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni, myndi ég segja. Við þurfum einhvern veginn að reyna að fara meira í fræðslu og forvarnir. Við erum að fara í samtarfsverkefni með SÁÁ, varðandi veðmálafíkn, og ég veit að ÍTF er líka að taka á fræðslu og forvörnum í Bestu deildunum, sem og Leikmannasamtökin líka. Þannig að við erum að sameinast um það að reyna að sporna við þessu eins og hægt,“ segir Eysteinn. KSÍ auglýsir Lengjuna Auglýsingar veðmála eru ekki löglegar í íslenskum fjölmiðlum, að undanskildum þeim frá Lengjunni. Í hlaðvörpum og á samfélagsmiðlum má aftur á móti sjá töluvert um auglýsingar erlendra veðmálasíðna á við EpicBet og Coolbet. Vegna þess hve samofnar veðmálaauglýsingar eru orðnar íþróttaumfjöllun segir Eysteinn þurfi að móta heildræna stefnu hvað þessi mál varðar. „Ég held að íþróttahreyfingin og stjórnvöld þurfi náttúrulega bara að taka á þessu og móta stefnu. Það er eitthvað sem þarf að gerast. Það breytir því ekki að við erum með ákveðnar reglur í fótboltanum og þurfum að fara eftir þeim. Eitt af því er að allir skrifa undir leikmannasamninga, þar er skýrt að það er bannað að veðja á leiki KSÍ, þannig að það á ekki að koma neinum á óvart að sem skrifar undir leikmannasamning KSÍ,“ segir Eysteinn. Nú er KSÍ með bæði Lengjudeildina og Lengjubikarinn á sínum vegum. Orkar tvímælis að KSÍ tali gegn veðmálum en auglýsi starfsemina með þeim hætti? „Ég veit ekki hvað segja skal um það. Auðvitað þarf að taka heildstæða umræðu, í hvaða átt við viljum fara og hvernig við viljum hafa regluverkið í kringum þetta,“ segir Eysteinn. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Áhyggjuefni og samfélagslegt vandamál KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fjárhættuspil Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, var á dögunum dæmdur í bann vegna veðmála á leiki í Bestu deildinni og mun hann missa af hluta komandi Íslandsmóts sem hefst á laugardag. Hann er þriðji leikmaðurinn sem dæmdur er í bann fyrir slíkt á þremur árum. Erlendur eftirlitsaðili sér um að fylgjast með mögulegum brotum, sem fer í gegnum Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA. „Við erum með vöktunaraðila á öllum leikjum KSÍ og fáum ábendingu þegar eitthvað óeðlilegt er í gangi. Þá eru virkjaðir ferlar hér innandyra og það fer sína leið í kerfinu eins og fyrri dæmi hafa sýnt,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við íþróttadeild um eftirlitið. „Þetta er í gegnum UEFA, í raun og veru, og í gegnum okkar samninga við aðila úti sem vakta þessa leiki,“ segir Eysteinn og bætir við: „Við fáum alltaf inn á borð, eitthvað reglubundið. Því miður eru þannig mál sem þarf að vísa áfram. Hvert mál er einu máli og mikið í því samhengi.“ Davíð hafi rétt á sinni skoðun Veðmálaauglýsingar hafa færst í aukana í kringum hlaðvarpsþætti um fótbolta sem og á samfélagsmiðlum. Eysteinn segir veðmálastarfsemina viðfangsefni sem þurfi að nálgast frá nokkrum hliðum og endurskoða heilstætt. „Í umræðunni heyrir maður að það sé aukning og menn vilja meina. Við erum meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál. Við þurfum einhvern veginn að bregðast við því,“ segir Eysteinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði við Vísi, eftir að Elmar var dæmdur í bannið, að líklega önduðu margir leikmenn í Bestu deildinni léttar. Það væri vegna þess að þeir hefðu ekki náðst, þar sem töluvert meira væri um veðmál leikmanna í deildinni en þegar hefði komið í ljós. Um ummæli Davíðs segir Eysteinn: „Hann hefur rétt á sinni skoðun, þetta er skoðunin hans. Það getur vel verið að það sé meira um þetta en við áttum okkur á. Þess vegna þurfum við að efla fræðsluna. Það breytir því ekki að við náum kannski ekki öllum, lögreglan nær ekki öllum sem keyra of hratt á þjóðvegum landsins, en vonandi náum við að fyrirbyggja sem mest.“ Staðan áhyggjuefni Hlutaðeigandi aðilar, til að mynda leikmannasamtökin og hagsmunasamtökin ÍTF muni þá koma að átaki KSÍ hvað þessi mál varðar. Staðan sé áhyggjuefni. „Þetta er áhyggjuefni, myndi ég segja. Við þurfum einhvern veginn að reyna að fara meira í fræðslu og forvarnir. Við erum að fara í samtarfsverkefni með SÁÁ, varðandi veðmálafíkn, og ég veit að ÍTF er líka að taka á fræðslu og forvörnum í Bestu deildunum, sem og Leikmannasamtökin líka. Þannig að við erum að sameinast um það að reyna að sporna við þessu eins og hægt,“ segir Eysteinn. KSÍ auglýsir Lengjuna Auglýsingar veðmála eru ekki löglegar í íslenskum fjölmiðlum, að undanskildum þeim frá Lengjunni. Í hlaðvörpum og á samfélagsmiðlum má aftur á móti sjá töluvert um auglýsingar erlendra veðmálasíðna á við EpicBet og Coolbet. Vegna þess hve samofnar veðmálaauglýsingar eru orðnar íþróttaumfjöllun segir Eysteinn þurfi að móta heildræna stefnu hvað þessi mál varðar. „Ég held að íþróttahreyfingin og stjórnvöld þurfi náttúrulega bara að taka á þessu og móta stefnu. Það er eitthvað sem þarf að gerast. Það breytir því ekki að við erum með ákveðnar reglur í fótboltanum og þurfum að fara eftir þeim. Eitt af því er að allir skrifa undir leikmannasamninga, þar er skýrt að það er bannað að veðja á leiki KSÍ, þannig að það á ekki að koma neinum á óvart að sem skrifar undir leikmannasamning KSÍ,“ segir Eysteinn. Nú er KSÍ með bæði Lengjudeildina og Lengjubikarinn á sínum vegum. Orkar tvímælis að KSÍ tali gegn veðmálum en auglýsi starfsemina með þeim hætti? „Ég veit ekki hvað segja skal um það. Auðvitað þarf að taka heildstæða umræðu, í hvaða átt við viljum fara og hvernig við viljum hafa regluverkið í kringum þetta,“ segir Eysteinn. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Áhyggjuefni og samfélagslegt vandamál
KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fjárhættuspil Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira