Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. mars 2025 21:09 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Olena Selenska, eiginkona hans, minnast fórnarlamba Rússa í Bucha. AP Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa framið tugi þúsunda stríðsglæpa síðan þeir hófu innrás sína í landið fyrir þremur árum. Hann minntist fórnarlamba Rússa í borginni Bucha. „Fleiri en 183 þúsund glæpir sem tengjast yfirgangi Rússa gegn Úkraínu hafa verið skráðir opinberlega,“ sagði Vólódímír Selenskí, á leiðtogafundi evrópskra embættismanna í borginni Bucha. Þá sagði hann að tölurnar næðu ekki yfir glæpina framda á svæðunum sem Rússar hernema nú. Rússar hertóku borgina snemma eftir innrás þeirra og mættu hermennirnir með nafnalista frá leyniþjónustu Rússlands af fólki sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn voru pyntaðir og teknir af lífi. Minnst 450 lík fundust, sum sem höfðu verið skilin eftir undir berum himni dögum saman. Níu þúsund stríðsglæpir eiga að hafa verið framdir í Bucha, þar meðtalið átján hundruð morð, samkvæmt Oleksiy Khomenko, ríkissaksóknara Úkraínu. Mikill meirihluti stríðsglæpanna er til rannsóknar í Úkraínu. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur einnig rannsakað stærri mál. Rússar og Bandaríkjamenn viðurkenna hins vegar ekki lögsögu sakamáladómstólsins. „Við þurfum skilvirk alþjóðalög til að tryggja öryggi fólksins okkar og evrópsks samfélags í heild gegn slíkum ógnum,“ sagði Selenskí samkvæmt umfjöllun Reuters. Úkraínskir dómstólar hafa einnig tekið fyrir mál og hafa 178 einstaklingar verið ákærðir og 21 verið sakfelldir að sögn Khomenko. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
„Fleiri en 183 þúsund glæpir sem tengjast yfirgangi Rússa gegn Úkraínu hafa verið skráðir opinberlega,“ sagði Vólódímír Selenskí, á leiðtogafundi evrópskra embættismanna í borginni Bucha. Þá sagði hann að tölurnar næðu ekki yfir glæpina framda á svæðunum sem Rússar hernema nú. Rússar hertóku borgina snemma eftir innrás þeirra og mættu hermennirnir með nafnalista frá leyniþjónustu Rússlands af fólki sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn voru pyntaðir og teknir af lífi. Minnst 450 lík fundust, sum sem höfðu verið skilin eftir undir berum himni dögum saman. Níu þúsund stríðsglæpir eiga að hafa verið framdir í Bucha, þar meðtalið átján hundruð morð, samkvæmt Oleksiy Khomenko, ríkissaksóknara Úkraínu. Mikill meirihluti stríðsglæpanna er til rannsóknar í Úkraínu. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur einnig rannsakað stærri mál. Rússar og Bandaríkjamenn viðurkenna hins vegar ekki lögsögu sakamáladómstólsins. „Við þurfum skilvirk alþjóðalög til að tryggja öryggi fólksins okkar og evrópsks samfélags í heild gegn slíkum ógnum,“ sagði Selenskí samkvæmt umfjöllun Reuters. Úkraínskir dómstólar hafa einnig tekið fyrir mál og hafa 178 einstaklingar verið ákærðir og 21 verið sakfelldir að sögn Khomenko.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira