Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 19:56 Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands. Vísir/Sara Varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir nýtt gervigreindaræði vekja upp ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. Netverjar keppast við að láta gervigreindina skapa myndir sem annar ekki eftirspurn. Ný uppfærsla hjá gervigreindarrisanum OpenAI hefur hleypt af stað æði hjá netverjum sem keppast við að umbreyta myndum svo þær líkjist stílbragði frægra teiknimynda. Æðið hefur verið svo mikið að forstjóri fyrirtækisins hefur hvatt netverja til að hætta. Dæmi um notkun á ChatGPT til að skapa myndefni má sjá í spilaranum hér að neðan. Listamenn fái enga greiðslu fyrir þjálfun hugbúnaðarins Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands, segir að þó að þessi nýja tækni bjóði upp á ýmsa möguleika þurfi ýmislegt að varast. „Annars vegar eru þau verk sem eru ryksuguð upp af netinu sem við vitum að hafi verið gert og eru notuð til að þjálfa þetta forrit. Það er engin greiðsla fengin fyrir það. Hins vegar er það síðan hvernig fólk notar þessi forrit. Eins og kannski ef ég keyri inn mynd eftir Kjarval og læt forritið búa til mynd sem er 90 prósent eins og mynd eftir Kjarval, sem ég get gert. Þá erum við líka komin með annað vandamál því Kjarval er höfundarréttarvarinn listamaður.“ Ekki megi nota forritið í hagnaðarskyni Það skipti máli hvort hugbúnaðurinn sé starfræktur í hagnaðarskyni eður ei. „Það væri í raun og veru alveg réttmætt að krefjast þess að allt sem færi inn í þessi kerfi að þau borgi einhvers konar þóknun fyrir það. Það er alveg hægt að greina hvaða listaverk hafa verið keyrð inn í þessa gagnagrunna. Það er eðli tölvukerfa.“ Sama eigi við um notendur. Óhætt sé að skapa myndir í listrænu skyni eða til tómstunda en annað gildi ef það er gert í hagnaðarskyni. „Ef ég hins vegar bý til hönnunarvöru út frá þessu og fer að selja Simpsons-myndir eða í Simpsons-stíl. Þá er ég kominn á mjög grátt svæði. Þá ætti að vera hægt að krefja fyrirtækið mitt um greiðslu fyrir að nýta einkennandi listaverk.“ Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokuð Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira
Ný uppfærsla hjá gervigreindarrisanum OpenAI hefur hleypt af stað æði hjá netverjum sem keppast við að umbreyta myndum svo þær líkjist stílbragði frægra teiknimynda. Æðið hefur verið svo mikið að forstjóri fyrirtækisins hefur hvatt netverja til að hætta. Dæmi um notkun á ChatGPT til að skapa myndefni má sjá í spilaranum hér að neðan. Listamenn fái enga greiðslu fyrir þjálfun hugbúnaðarins Hlynur Helgason, varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og dósent við Háskóla Íslands, segir að þó að þessi nýja tækni bjóði upp á ýmsa möguleika þurfi ýmislegt að varast. „Annars vegar eru þau verk sem eru ryksuguð upp af netinu sem við vitum að hafi verið gert og eru notuð til að þjálfa þetta forrit. Það er engin greiðsla fengin fyrir það. Hins vegar er það síðan hvernig fólk notar þessi forrit. Eins og kannski ef ég keyri inn mynd eftir Kjarval og læt forritið búa til mynd sem er 90 prósent eins og mynd eftir Kjarval, sem ég get gert. Þá erum við líka komin með annað vandamál því Kjarval er höfundarréttarvarinn listamaður.“ Ekki megi nota forritið í hagnaðarskyni Það skipti máli hvort hugbúnaðurinn sé starfræktur í hagnaðarskyni eður ei. „Það væri í raun og veru alveg réttmætt að krefjast þess að allt sem færi inn í þessi kerfi að þau borgi einhvers konar þóknun fyrir það. Það er alveg hægt að greina hvaða listaverk hafa verið keyrð inn í þessa gagnagrunna. Það er eðli tölvukerfa.“ Sama eigi við um notendur. Óhætt sé að skapa myndir í listrænu skyni eða til tómstunda en annað gildi ef það er gert í hagnaðarskyni. „Ef ég hins vegar bý til hönnunarvöru út frá þessu og fer að selja Simpsons-myndir eða í Simpsons-stíl. Þá er ég kominn á mjög grátt svæði. Þá ætti að vera hægt að krefja fyrirtækið mitt um greiðslu fyrir að nýta einkennandi listaverk.“
Gervigreind Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokuð Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira