Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 11:51 Morðum fækkaði mikið í Svíþjóð í fyrra, borið saman við árin þar áður. Þetta ár fór þó ekki vel af stað en tíu manns voru skotin til bana í skóla þar í landi í febrúar. EPA/CHRISTINE OLSSON Manndrápum fækkaði mjög í Svíþjóð í fyrra og hefur morðtíðni þar í landi ekki verið lægri í áratug. Í heildina var 92 banað í Svíþjóð í fyrra en árið 2023 var 121 myrtur. Heilt yfir hefur ofbeldisglæpum fækkað töluvert milli ára. Þetta kemur fram í opinberum gögnum sem birt voru af yfirvöldum í Svíþjóð í dag. Færri menn, færri konur og færri börn voru myrt í Svíþjóð í fyrra en sérfræðingar vonast til að þetta marki vatnaskil í Svíþjóð. Lækkunin hefur að hluta til verið rakin til átaks hjá lögreglunni og aukins eftirlits, með fjölgun öryggismyndavéla, hertra laga og aukins valds lögreglu. Í frétt SVT um málið er tekið fram að morðum fjölgaði nokkuð árið 2023 en þá voru ofbeldisverk milli glæpamanna, eins og skotárásir, nokkuð tíð. Það ár voru einnig fleiri konur og börn myrt en á árunum þar áður. Flestir voru myrtir með skotvopnum, eins og á undanförnum árum, en tilfelli þar sem einhver var myrtur með byssu í Svíþjóð í fyrra voru 2,5 sinnum algengari í Svíþjóð en annarsstaðar í Evrópusambandinu, samkvæmt frétt Reuters. Árið 2023 var 121 myrtur en þar áður voru þeir 116 og árið 2021 voru þeir 113 og hafa morðin verið á svipuðum slóðum síðasta áratuginn. Árið 2014 voru 87 myrtir í Svíþjóð og var fjöldinn sá sami árið 2013. Morðin 92 í Svíþjóð í fyrra samsvara um 8,8 morðum á hverja milljón íbúa. Hér á Íslandi var staðan þveröfug í fyrra. Þá var átta manns banað og samsvarar það um 20,6 morðum á hverja milljón íbúa. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. 12. febrúar 2025 13:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þetta kemur fram í opinberum gögnum sem birt voru af yfirvöldum í Svíþjóð í dag. Færri menn, færri konur og færri börn voru myrt í Svíþjóð í fyrra en sérfræðingar vonast til að þetta marki vatnaskil í Svíþjóð. Lækkunin hefur að hluta til verið rakin til átaks hjá lögreglunni og aukins eftirlits, með fjölgun öryggismyndavéla, hertra laga og aukins valds lögreglu. Í frétt SVT um málið er tekið fram að morðum fjölgaði nokkuð árið 2023 en þá voru ofbeldisverk milli glæpamanna, eins og skotárásir, nokkuð tíð. Það ár voru einnig fleiri konur og börn myrt en á árunum þar áður. Flestir voru myrtir með skotvopnum, eins og á undanförnum árum, en tilfelli þar sem einhver var myrtur með byssu í Svíþjóð í fyrra voru 2,5 sinnum algengari í Svíþjóð en annarsstaðar í Evrópusambandinu, samkvæmt frétt Reuters. Árið 2023 var 121 myrtur en þar áður voru þeir 116 og árið 2021 voru þeir 113 og hafa morðin verið á svipuðum slóðum síðasta áratuginn. Árið 2014 voru 87 myrtir í Svíþjóð og var fjöldinn sá sami árið 2013. Morðin 92 í Svíþjóð í fyrra samsvara um 8,8 morðum á hverja milljón íbúa. Hér á Íslandi var staðan þveröfug í fyrra. Þá var átta manns banað og samsvarar það um 20,6 morðum á hverja milljón íbúa.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. 12. febrúar 2025 13:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. 12. febrúar 2025 13:30