Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 07:30 Arnar og Bjarki voru á þessum tíma afar áberandi í auglýsingum og viðtölum, þegar þeir komu aftur í íslenska boltann í nokkra mánuði árið 1995. Skjáskot/A&B „Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B. Brot úr fyrsta þætti, sem frumsýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld, má sjá hér að neðan. Um er að ræða fjögurra þátta seríu og strax ljóst að um afar áhugaverða þætti er að ræða. Klippa: Heim til Íslands eins og súperstjörnur „Þegar þeir koma heim ’95 þá koma tvær súperstjörnur heim, það er ekki mikið flóknara,“ segir Bjarni Guðjónsson sem er sex árum yngri en tvíburarnir og man vel eftir því þegar þeir komu 22 ára í nokkuð stutt stopp heim á Akranes úr atvinnumennsku, áður en þeir héldu svo aftur út til Þýskalands. „Skagaliðið á þeim tíma var frábært, á þvílíkri siglingu í gegnum deildina, gaman á vellinum, en þeir koma samt heim og lyfta öllu. Ég held að þeir hafi ekki bara lyft fótboltanum uppi á Skaga heldur allri deildinni. Arnar var á þeim tíma sérstaklega áberandi og skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum en svo var líka allt hitt. Auglýsingarnar, viðtölin í Séð og heyrt og þetta allt saman,“ segir Bjarni. „Fundum að við vorum í tísku“ „Það var ekkert leiðinlegt að fá athygli, ég viðurkenni það alveg. Við klæddum okkur vel upp og fundum fyrir því að við vorum í tísku,“ segir Arnar sjálfur í þættinum. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það er nánast svona Hollywood-stjarna í íslensku deildinni,“ bendir Bjarni á. „Árið áður fóru þeir út að borða með æskuvinunum en ’95 var farið út að borða með Baltasar, Ingvari Þórðar og Helga Björns,“ segir Rósant og rifjar upp að skemmtistaðurinn Astró hafi verið aðalstaðurinn á þessum tíma. Það þótti merkilegt að komast á súluna á Astró, segir Arnar Gunnlaugs, en þar mátti meðal annars sjá nöfn söngkonunnar Mel B og grínistans Jerry Seinfeld, sem og nöfn Arnars og Bjarka.Skjáskot/A&B „Astró var einhvers konar klúbbur sem við munum aldrei sjá aftur á Íslandi. Það var að koma þessi nýja VIP-stemning. Þú keyptir stóra kampavínsflösku og fékkst nafnið þitt upp á vegg,“ segir Rósant. „Vildum ekki vera minni menn“ Jerry Seinfeld, Mel B, Fjölnir Þorgeirs og Skítamórall voru á meðal þeirra sem fengu nafnið sitt upp á súlu á Astró, með kaupum á veglegri kampavínsflösku, og að sjálfsögðu bættust nöfn Arnars og Bjarka við: „Það þótti merkilegt að komast á þessa súlu. Við vildum ekki vera minni menn en aðrar „stjörnur“ á þessum tíma. Við vorum fljótir að kaupa eina slíka [kampavínsflösku] og gott ef Eyjólfur Sverris fylgdi ekki með í kaupbæti,“ segir Arnar. „Enginn þeirra drakk sopa af þessu kampavíni en þetta var stemningin,“ segir Rósant og Bjarki tekur undir það: „Við vorum aldrei í neinu rugli. Engin drykkja á okkur eða neitt þannig. Við sóttum auðvitað skemmtistaði en fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú.“ Þættirnir um Arnar og Bjarka verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn ÍA A&B Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Brot úr fyrsta þætti, sem frumsýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld, má sjá hér að neðan. Um er að ræða fjögurra þátta seríu og strax ljóst að um afar áhugaverða þætti er að ræða. Klippa: Heim til Íslands eins og súperstjörnur „Þegar þeir koma heim ’95 þá koma tvær súperstjörnur heim, það er ekki mikið flóknara,“ segir Bjarni Guðjónsson sem er sex árum yngri en tvíburarnir og man vel eftir því þegar þeir komu 22 ára í nokkuð stutt stopp heim á Akranes úr atvinnumennsku, áður en þeir héldu svo aftur út til Þýskalands. „Skagaliðið á þeim tíma var frábært, á þvílíkri siglingu í gegnum deildina, gaman á vellinum, en þeir koma samt heim og lyfta öllu. Ég held að þeir hafi ekki bara lyft fótboltanum uppi á Skaga heldur allri deildinni. Arnar var á þeim tíma sérstaklega áberandi og skoraði fimmtán mörk í sjö leikjum en svo var líka allt hitt. Auglýsingarnar, viðtölin í Séð og heyrt og þetta allt saman,“ segir Bjarni. „Fundum að við vorum í tísku“ „Það var ekkert leiðinlegt að fá athygli, ég viðurkenni það alveg. Við klæddum okkur vel upp og fundum fyrir því að við vorum í tísku,“ segir Arnar sjálfur í þættinum. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem það er nánast svona Hollywood-stjarna í íslensku deildinni,“ bendir Bjarni á. „Árið áður fóru þeir út að borða með æskuvinunum en ’95 var farið út að borða með Baltasar, Ingvari Þórðar og Helga Björns,“ segir Rósant og rifjar upp að skemmtistaðurinn Astró hafi verið aðalstaðurinn á þessum tíma. Það þótti merkilegt að komast á súluna á Astró, segir Arnar Gunnlaugs, en þar mátti meðal annars sjá nöfn söngkonunnar Mel B og grínistans Jerry Seinfeld, sem og nöfn Arnars og Bjarka.Skjáskot/A&B „Astró var einhvers konar klúbbur sem við munum aldrei sjá aftur á Íslandi. Það var að koma þessi nýja VIP-stemning. Þú keyptir stóra kampavínsflösku og fékkst nafnið þitt upp á vegg,“ segir Rósant. „Vildum ekki vera minni menn“ Jerry Seinfeld, Mel B, Fjölnir Þorgeirs og Skítamórall voru á meðal þeirra sem fengu nafnið sitt upp á súlu á Astró, með kaupum á veglegri kampavínsflösku, og að sjálfsögðu bættust nöfn Arnars og Bjarka við: „Það þótti merkilegt að komast á þessa súlu. Við vildum ekki vera minni menn en aðrar „stjörnur“ á þessum tíma. Við vorum fljótir að kaupa eina slíka [kampavínsflösku] og gott ef Eyjólfur Sverris fylgdi ekki með í kaupbæti,“ segir Arnar. „Enginn þeirra drakk sopa af þessu kampavíni en þetta var stemningin,“ segir Rósant og Bjarki tekur undir það: „Við vorum aldrei í neinu rugli. Engin drykkja á okkur eða neitt þannig. Við sóttum auðvitað skemmtistaði en fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú.“ Þættirnir um Arnar og Bjarka verða sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn ÍA A&B Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira