Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. mars 2025 00:00 Ahmad al-Sharaa mun gegna embætti forseta og forsætisráðherra. AP/Mosa'ab Elshamy Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. Eftir fall Bashars al-Assad einræðisherra landsins til margra ára og flótta hans til Rússlands hefur uppreisnarhópurinn HTS farið með völd í Sýrlandi. Hópnum tókst loks að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld þegar hann gerði skyndisókn gegn stjórnarhernum í desember í fyrra. Ahmed al-Sharaa er leiðtogi HTS og hyggst sitja áfram sem forseti Sýrlands á meðan bráðabirgðastjórnin er við völd. Hann hefur heitið því að mynduð verði stjórn í landinu sem endurspeglar betur fjölbreytni íbúa landsins. Hann hefur sagt að það gæti verið allt að fimm ár í að unnt verði að halda kosningar í landinu. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af því að öryggissveitir nýrra stjórnvalda hafi staðið að tugum fjöldaaftaka í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa geisað í vesturhluta landsins þar sem uppreisnarmenn úr hópi Alavíta, þeim minnihlutahópi múslima sem Assad og fjölskylda tilheyra, takast á við stjórnvöld í Latakíu- og Tartúshéruðum. Hundruðir hafa verið drepnir og fleiri neyðst til að yfirgefa hemili sín. Ahmed al-Sharaa hefur lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en einnig heitið því að þeir sem tóku þátt í ódæðum ógnarstjórnar Assads gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Ahmed al-Sharaa mun, samkvæmt umfjöllun Reuters, gegna embætti forsætisráðherra til hliðar við forsetastólinn en það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn hans er Alavítinn Yarub Badr samgönguráðherra og Amgad Badr landbúnaðarráðherra en hinn síðarnefndi tilheyrir öðrum minnihlutatrúarhópi Drúsa. Þá gegnir einnig kona ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, Hind Kabawat, sem er kristin í þokkabót. Hún verður félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Eftir fall Bashars al-Assad einræðisherra landsins til margra ára og flótta hans til Rússlands hefur uppreisnarhópurinn HTS farið með völd í Sýrlandi. Hópnum tókst loks að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld þegar hann gerði skyndisókn gegn stjórnarhernum í desember í fyrra. Ahmed al-Sharaa er leiðtogi HTS og hyggst sitja áfram sem forseti Sýrlands á meðan bráðabirgðastjórnin er við völd. Hann hefur heitið því að mynduð verði stjórn í landinu sem endurspeglar betur fjölbreytni íbúa landsins. Hann hefur sagt að það gæti verið allt að fimm ár í að unnt verði að halda kosningar í landinu. Undanfarnar vikur hafa fréttir borist af því að öryggissveitir nýrra stjórnvalda hafi staðið að tugum fjöldaaftaka í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa geisað í vesturhluta landsins þar sem uppreisnarmenn úr hópi Alavíta, þeim minnihlutahópi múslima sem Assad og fjölskylda tilheyra, takast á við stjórnvöld í Latakíu- og Tartúshéruðum. Hundruðir hafa verið drepnir og fleiri neyðst til að yfirgefa hemili sín. Ahmed al-Sharaa hefur lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum en einnig heitið því að þeir sem tóku þátt í ódæðum ógnarstjórnar Assads gegnum árin verði dregnir til ábyrgðar. Ahmed al-Sharaa mun, samkvæmt umfjöllun Reuters, gegna embætti forsætisráðherra til hliðar við forsetastólinn en það vekur athygli að í nýrri ríkisstjórn hans er Alavítinn Yarub Badr samgönguráðherra og Amgad Badr landbúnaðarráðherra en hinn síðarnefndi tilheyrir öðrum minnihlutatrúarhópi Drúsa. Þá gegnir einnig kona ráðherraembætti í nýrri ríkisstjórn, Hind Kabawat, sem er kristin í þokkabót. Hún verður félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. 9. desember 2024 11:13
Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. 7. mars 2025 14:13
Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. 13. mars 2025 15:39
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent