Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2025 14:31 Ásökunum á hendur Tate fjölgar enn. EPA Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. Brianna Stern fyrirsæta er fyrrverandi kærastan sem um ræðir. Í stefnu sem lögð var fram í Los Angeles-borg í Kaliforníu lýsir hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hans hálfu. Joseph McBride, lögmaður Tate, segir í yfirlýsingu að umbjóðandi hans neiti sök og að ásakanirnar séu tilhæfulaust ráðabrugg sem eigi ekki við rök að styðjast. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Í stefnunni er Tate sakaður um að hafa ráðist að Stern á hóteli í Beverly Hills í mars eftir að þau hófu að sofa saman. Hann hafi byrjað að niðurlægja Stern, eins og hann gerði reglulega, en á verri og ofbeldisfyllri hátt en yfirleitt. Þá hafi hann tekið um háls hennar og þrengt að öndunarvegi hennar. Hún hafi grátið og beðið hann um að hætta en hann tekið fastar um háls hennar með þeim afleiðingum að hún hafi nærri misst meðvitund. Í gögnum úr dómsal sem Guardian hefur undir höndum kemur fram að Tate hafi slegið Stern ítrekað utan undir og í hvirfilinn. Á meðan hafi hann hótað að drepa hana ef hún móðgaði hann aftur. Loks sakar Stern Tate um ítrekað andlegt ofbeldi yfir það tíu mánaða tímabil sem þau voru par, meðal annars með því að kalla hana eign sína og fávita. Leiðir þeirra lágu saman í fyrra þegar Stern ferðaðist til Rúmeníu til að vinna sem fyrirsæta. Tate var handtekinn ásamt bróður sínum, Tristan Tate, í Rúmeníu fyrir þremur árum og voru þeir bræður ákærðir fyrir nauðganir, mansal og peningaþvætti. Þeir eru að auki eftirlýstir í Bretlandi vegna gruns um nauðgun og mansal þar. Þá stefndi kona í Bandaríkjunum þeim í síðasta mánuði fyrir að hafa þvingað sig til kynlífsverka. Mál Andrew Tate Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. 27. febrúar 2025 07:52 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. 14. janúar 2025 16:55 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Brianna Stern fyrirsæta er fyrrverandi kærastan sem um ræðir. Í stefnu sem lögð var fram í Los Angeles-borg í Kaliforníu lýsir hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hans hálfu. Joseph McBride, lögmaður Tate, segir í yfirlýsingu að umbjóðandi hans neiti sök og að ásakanirnar séu tilhæfulaust ráðabrugg sem eigi ekki við rök að styðjast. Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar. Í stefnunni er Tate sakaður um að hafa ráðist að Stern á hóteli í Beverly Hills í mars eftir að þau hófu að sofa saman. Hann hafi byrjað að niðurlægja Stern, eins og hann gerði reglulega, en á verri og ofbeldisfyllri hátt en yfirleitt. Þá hafi hann tekið um háls hennar og þrengt að öndunarvegi hennar. Hún hafi grátið og beðið hann um að hætta en hann tekið fastar um háls hennar með þeim afleiðingum að hún hafi nærri misst meðvitund. Í gögnum úr dómsal sem Guardian hefur undir höndum kemur fram að Tate hafi slegið Stern ítrekað utan undir og í hvirfilinn. Á meðan hafi hann hótað að drepa hana ef hún móðgaði hann aftur. Loks sakar Stern Tate um ítrekað andlegt ofbeldi yfir það tíu mánaða tímabil sem þau voru par, meðal annars með því að kalla hana eign sína og fávita. Leiðir þeirra lágu saman í fyrra þegar Stern ferðaðist til Rúmeníu til að vinna sem fyrirsæta. Tate var handtekinn ásamt bróður sínum, Tristan Tate, í Rúmeníu fyrir þremur árum og voru þeir bræður ákærðir fyrir nauðganir, mansal og peningaþvætti. Þeir eru að auki eftirlýstir í Bretlandi vegna gruns um nauðgun og mansal þar. Þá stefndi kona í Bandaríkjunum þeim í síðasta mánuði fyrir að hafa þvingað sig til kynlífsverka.
Í þessari frétt er fjallað um ofbeldi í nánu sambandi. Verðir þú fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þá má nálgast leiðarvísi fyrir þolendur slíks ofbeldis á vef Neyðarlínunnar.
Mál Andrew Tate Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. 27. febrúar 2025 07:52 Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04 Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. 14. janúar 2025 16:55 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu BBC greinir frá því að Andrew og Tristan Tate hafi yfirgefið Rúmeníu í einkaþotu snemma í morgun og séu á leið til Bandaríkjanna. 27. febrúar 2025 07:52
Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs. 11. febrúar 2025 14:04
Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. 14. janúar 2025 16:55