Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2025 13:30 Baldur segir ljóst að Bandaríkin muni ekki sætta sig við að önnur ríki geti haft áhrif á varnar- og hernaðaruppbyggingu hérlendis. Stóra spurningin sé hvort Bandaríkjamenn muni vilja ráða för þegar kemur að efnahagsmálum og viðskiptum þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu, segir tímaspursmál hvenær Bandaríkjastjórn fer að tala með sama hætti um Ísland og hún hefur gert um Grænland. Mikilvægi Íslands fyrir varnir Bandaríkjanna sé óumdeilt. „Það er samstaða um það í Washington að líta þannig á að Ísland sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Þannig að í ljósi útþenslustefnu nýrrar stjórnar, sem hún fer ekkert leynt með, munu þeir vilja tryggja það að íslensk stjórnvöld fari í einu og öllu að vilja þeirra,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Hann segir hins vegar ekki ljóst hversu langt Trump-stjórnin sé tilbúin að ganga, til þess að tryggja að ríki innan áhrifasvæðisins lúti vilja Bandaríkjanna. „Það eigum við eftir að sjá á Grænlandi. En þeir eru að ganga æði langt, og nærri bæði dönskum og grænlenskum stjórnvöldum.“ Hagsmunir margra smáríkja undir Ekki sé hægt að túlka atburðarás síðustu daga og vikna sem annað en tilraun Trump-stjórnarinnar til að taka yfir Grænland. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska herstöð á Grænlandi í gær, og lét hafa eftir sér að Danir hefðu ekki staðið sig nægilega vel í fjárfestingum í innviðum á eyjunni, sem er sjálfsstjórnarsvæði undir dönsku krúnunni. Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá forsætisráðherra Danmerkur, né heldur utanríkisráðherranum. „Ísland á allt undir því að stór ríki virði fullveldi lítilla ríkja, virði alþjóðalög og virði landamæri ríkja. Ef heimurinn þróast í þá átt að stóru ríkin, eins og Rússland er að gera og Bandaríkin líka, hætta að virða landamæri ríkja, þá er illa komið fyrir smáríkjum. Ekki bara okkur heldur mörgum öðrum.“ Spurningin hversu mikla stjórn Bandaríkin vilja Baldur er fullviss um að Bandaríkin muni aldrei sætta sig við að önnur ríki geti íhlutast um hernaðaruppbyggingu á Íslandi. Stærsta spurningin sem eftir standi sé hvort bandarísk stjórnvöld muni vilja hlutast til um hvert Ísland hallar sér í viðskiptum og efnahagsmálum. „Og hvort að Bandaríkin muni skipta sér af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er stóra spurningin, hvort Bandaríkin vilji bara ráða ferðinni þegar kemur að utanríkisstefnu Íslands. Ekki bara þegar kemur að varnarmálum heldur líka viðskiptum og efnahagssamvinnu,“ segir Baldur. Grænland Danmörk Bandaríkin Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22 Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
„Það er samstaða um það í Washington að líta þannig á að Ísland sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Þannig að í ljósi útþenslustefnu nýrrar stjórnar, sem hún fer ekkert leynt með, munu þeir vilja tryggja það að íslensk stjórnvöld fari í einu og öllu að vilja þeirra,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Hann segir hins vegar ekki ljóst hversu langt Trump-stjórnin sé tilbúin að ganga, til þess að tryggja að ríki innan áhrifasvæðisins lúti vilja Bandaríkjanna. „Það eigum við eftir að sjá á Grænlandi. En þeir eru að ganga æði langt, og nærri bæði dönskum og grænlenskum stjórnvöldum.“ Hagsmunir margra smáríkja undir Ekki sé hægt að túlka atburðarás síðustu daga og vikna sem annað en tilraun Trump-stjórnarinnar til að taka yfir Grænland. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska herstöð á Grænlandi í gær, og lét hafa eftir sér að Danir hefðu ekki staðið sig nægilega vel í fjárfestingum í innviðum á eyjunni, sem er sjálfsstjórnarsvæði undir dönsku krúnunni. Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá forsætisráðherra Danmerkur, né heldur utanríkisráðherranum. „Ísland á allt undir því að stór ríki virði fullveldi lítilla ríkja, virði alþjóðalög og virði landamæri ríkja. Ef heimurinn þróast í þá átt að stóru ríkin, eins og Rússland er að gera og Bandaríkin líka, hætta að virða landamæri ríkja, þá er illa komið fyrir smáríkjum. Ekki bara okkur heldur mörgum öðrum.“ Spurningin hversu mikla stjórn Bandaríkin vilja Baldur er fullviss um að Bandaríkin muni aldrei sætta sig við að önnur ríki geti íhlutast um hernaðaruppbyggingu á Íslandi. Stærsta spurningin sem eftir standi sé hvort bandarísk stjórnvöld muni vilja hlutast til um hvert Ísland hallar sér í viðskiptum og efnahagsmálum. „Og hvort að Bandaríkin muni skipta sér af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er stóra spurningin, hvort Bandaríkin vilji bara ráða ferðinni þegar kemur að utanríkisstefnu Íslands. Ekki bara þegar kemur að varnarmálum heldur líka viðskiptum og efnahagssamvinnu,“ segir Baldur.
Grænland Danmörk Bandaríkin Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22 Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22
Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25
Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17