Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. mars 2025 10:40 Lars Løkke Rasmussen er utanríkisráðherra Danmerkur. EPA Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. Ráðherrann birti myndskeið á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera með skilaboð fyrir „bandarísku vini okkar og alla aðra sem eru að hlusta.“ „Mikið hefur verið sagt undanfarna daga. Margar ásakanir hafa verið gerðar og mikið gefið í skyn,“ segir Rasmussen. Myndskeiðið kemur í kjölfar heimsóknar JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, til Grænlands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Bandaríkin ættu að vera með stjórn yfir Grænlandi. Á blaðamannafundi í gær á herstöð Bandaríkjamanna í norðurhluta Grænlands gagnrýndi Vance Dani og sagði þá ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði Vance. „Og auðvitað erum við opin fyrir gagnrýni. En leyfið mér að vera alveg hreinskilinn. Við kunnum ekki að meta tóninn. Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína, og mér finnst enn Danmörk og Bandaríkin vera nánir bandamenn,“ segir danski ráðherrann. Bandaríkjamenn geti gert mun meira á Grænlandi „Við berum virðingu fyrir því að Bandaríkin þurfi meiri hernaðarviðveru á Grænlandi eins og Vance varaforseti minntist á í kvöld. Við, Danmörk og Grænland, erum mjög opin fyrir því að ræða þetta við ykkur. Með opnum huga,“ segir Rasmussen. Rasmussen bendir á að enn sé í gildi varnarsamningur frá árinu 1951 sem heimilar Bandaríkjamönnum að vera með sterkari hernaðarviðveru á Grænlandi. Hins vegar hafi herstöðvum Bandaríkjanna fækkað frá árinu 1945 en þá voru sautján herstöðvar í landinu og þúsundir hermanna. Í dag er ein bandarísk herstöð eftir og um tvö hundruð hermenn að sögn ráðherrans. Ein herstöð er nú eftir á Grænlandi.AP/Jim Watson „Við getum gert meira, miklu meira, innan rammans sem er í gildi í dag. Við skulum nýta það og við skulum gera það saman,“ segir hann. Óbreytt ástand sé ekki í boði Rasmussen segir Vance einnig hafa sagt að Danir væru að gera of lítið á Norðurskautinu en fyrir nokkrum vikum hafi hann einnig sagt að Bandaríkin væru að gera of lítið á Norðurskautið. Staðreyndin sé sú að allir hafa verið að vinna að friði á svæðinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði.“ JD Vance heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance.AP/Jim Watson Danir hafi, til að bregðast við vendingum á alþjóðavettvangi, úthlutað milljörðum danskra króna í öryggisráðstafanir á Norðurskautinu. Fjármagnið fari til að mynda í fleiri dróna, skip og mannafla. „Í dag, nær öryggisábyrgð Atlantshafsbandalagsins einnig til Grænlands. En við fögnum því ef meðlimir Atlantshafsbandalagsins og bandamenn myndu taka að sér stærra hlutverk á Norðurskautinu. Við munum sjá um okkar hluta af samkomulaginu. Enginn þarf að efast um það,“ segir Rasmussen. Full tilhlökkunar um áframhaldandi samstarf Í hádeginu í gær undirritaði ný landsstjórn á Grænlandi stjórnarsáttmála sem er leidd af Jens-Frederik Nielsen. „Ég er ánægður að varaforsetinn setti áherslu á rétt grænlensku þjóðarinnar til að ákveða sjálf sína eigin framtíð,“ segir Rasmussen. Landsstjórnin hafi hlotið mikinn stuðning frá grænlensku þjóðinni. Að sögn Rasmussen hlakki dönsk yfirvöld til að starfa með nýrri landsstjórn Grænlands. Danmörk Grænland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Ráðherrann birti myndskeið á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagðist vera með skilaboð fyrir „bandarísku vini okkar og alla aðra sem eru að hlusta.“ „Mikið hefur verið sagt undanfarna daga. Margar ásakanir hafa verið gerðar og mikið gefið í skyn,“ segir Rasmussen. Myndskeiðið kemur í kjölfar heimsóknar JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, til Grænlands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Bandaríkin ættu að vera með stjórn yfir Grænlandi. Á blaðamannafundi í gær á herstöð Bandaríkjamanna í norðurhluta Grænlands gagnrýndi Vance Dani og sagði þá ekki hafa staðið sig gagnvart grænlensku þjóðinni. „Skilaboð okkar til Danmerkur eru skýr: þið hafið ekki staðið ykkur gagnvart grænlensku þjóðinni. Þið hafið vanfjárfest í grænlensku þjóðinni, þið hafið vanfjárfest í öryggisinnviðum þessa ótrúlega, gullfallega landflæmis sem er fullt af ótrúlegu fólki,“ sagði Vance. „Og auðvitað erum við opin fyrir gagnrýni. En leyfið mér að vera alveg hreinskilinn. Við kunnum ekki að meta tóninn. Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína, og mér finnst enn Danmörk og Bandaríkin vera nánir bandamenn,“ segir danski ráðherrann. Bandaríkjamenn geti gert mun meira á Grænlandi „Við berum virðingu fyrir því að Bandaríkin þurfi meiri hernaðarviðveru á Grænlandi eins og Vance varaforseti minntist á í kvöld. Við, Danmörk og Grænland, erum mjög opin fyrir því að ræða þetta við ykkur. Með opnum huga,“ segir Rasmussen. Rasmussen bendir á að enn sé í gildi varnarsamningur frá árinu 1951 sem heimilar Bandaríkjamönnum að vera með sterkari hernaðarviðveru á Grænlandi. Hins vegar hafi herstöðvum Bandaríkjanna fækkað frá árinu 1945 en þá voru sautján herstöðvar í landinu og þúsundir hermanna. Í dag er ein bandarísk herstöð eftir og um tvö hundruð hermenn að sögn ráðherrans. Ein herstöð er nú eftir á Grænlandi.AP/Jim Watson „Við getum gert meira, miklu meira, innan rammans sem er í gildi í dag. Við skulum nýta það og við skulum gera það saman,“ segir hann. Óbreytt ástand sé ekki í boði Rasmussen segir Vance einnig hafa sagt að Danir væru að gera of lítið á Norðurskautinu en fyrir nokkrum vikum hafi hann einnig sagt að Bandaríkin væru að gera of lítið á Norðurskautið. Staðreyndin sé sú að allir hafa verið að vinna að friði á svæðinu. „Við tókum öll ákvarðanir út frá þeim forsendum að Norðurskautið væri og ætti að vera lágspennusvæði. En sá tími er liðinn. Óbreytt ástand er ekki í boði.“ JD Vance heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance.AP/Jim Watson Danir hafi, til að bregðast við vendingum á alþjóðavettvangi, úthlutað milljörðum danskra króna í öryggisráðstafanir á Norðurskautinu. Fjármagnið fari til að mynda í fleiri dróna, skip og mannafla. „Í dag, nær öryggisábyrgð Atlantshafsbandalagsins einnig til Grænlands. En við fögnum því ef meðlimir Atlantshafsbandalagsins og bandamenn myndu taka að sér stærra hlutverk á Norðurskautinu. Við munum sjá um okkar hluta af samkomulaginu. Enginn þarf að efast um það,“ segir Rasmussen. Full tilhlökkunar um áframhaldandi samstarf Í hádeginu í gær undirritaði ný landsstjórn á Grænlandi stjórnarsáttmála sem er leidd af Jens-Frederik Nielsen. „Ég er ánægður að varaforsetinn setti áherslu á rétt grænlensku þjóðarinnar til að ákveða sjálf sína eigin framtíð,“ segir Rasmussen. Landsstjórnin hafi hlotið mikinn stuðning frá grænlensku þjóðinni. Að sögn Rasmussen hlakki dönsk yfirvöld til að starfa með nýrri landsstjórn Grænlands.
Danmörk Grænland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25