Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2025 13:30 Baldur segir ljóst að Bandaríkin muni ekki sætta sig við að önnur ríki geti haft áhrif á varnar- og hernaðaruppbyggingu hérlendis. Stóra spurningin sé hvort Bandaríkjamenn muni vilja ráða för þegar kemur að efnahagsmálum og viðskiptum þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu, segir tímaspursmál hvenær Bandaríkjastjórn fer að tala með sama hætti um Ísland og hún hefur gert um Grænland. Mikilvægi Íslands fyrir varnir Bandaríkjanna sé óumdeilt. „Það er samstaða um það í Washington að líta þannig á að Ísland sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Þannig að í ljósi útþenslustefnu nýrrar stjórnar, sem hún fer ekkert leynt með, munu þeir vilja tryggja það að íslensk stjórnvöld fari í einu og öllu að vilja þeirra,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Hann segir hins vegar ekki ljóst hversu langt Trump-stjórnin sé tilbúin að ganga, til þess að tryggja að ríki innan áhrifasvæðisins lúti vilja Bandaríkjanna. „Það eigum við eftir að sjá á Grænlandi. En þeir eru að ganga æði langt, og nærri bæði dönskum og grænlenskum stjórnvöldum.“ Hagsmunir margra smáríkja undir Ekki sé hægt að túlka atburðarás síðustu daga og vikna sem annað en tilraun Trump-stjórnarinnar til að taka yfir Grænland. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska herstöð á Grænlandi í gær, og lét hafa eftir sér að Danir hefðu ekki staðið sig nægilega vel í fjárfestingum í innviðum á eyjunni, sem er sjálfsstjórnarsvæði undir dönsku krúnunni. Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá forsætisráðherra Danmerkur, né heldur utanríkisráðherranum. „Ísland á allt undir því að stór ríki virði fullveldi lítilla ríkja, virði alþjóðalög og virði landamæri ríkja. Ef heimurinn þróast í þá átt að stóru ríkin, eins og Rússland er að gera og Bandaríkin líka, hætta að virða landamæri ríkja, þá er illa komið fyrir smáríkjum. Ekki bara okkur heldur mörgum öðrum.“ Spurningin hversu mikla stjórn Bandaríkin vilja Baldur er fullviss um að Bandaríkin muni aldrei sætta sig við að önnur ríki geti íhlutast um hernaðaruppbyggingu á Íslandi. Stærsta spurningin sem eftir standi sé hvort bandarísk stjórnvöld muni vilja hlutast til um hvert Ísland hallar sér í viðskiptum og efnahagsmálum. „Og hvort að Bandaríkin muni skipta sér af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er stóra spurningin, hvort Bandaríkin vilji bara ráða ferðinni þegar kemur að utanríkisstefnu Íslands. Ekki bara þegar kemur að varnarmálum heldur líka viðskiptum og efnahagssamvinnu,“ segir Baldur. Grænland Danmörk Bandaríkin Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22 Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
„Það er samstaða um það í Washington að líta þannig á að Ísland sé á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Þannig að í ljósi útþenslustefnu nýrrar stjórnar, sem hún fer ekkert leynt með, munu þeir vilja tryggja það að íslensk stjórnvöld fari í einu og öllu að vilja þeirra,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í samtali við fréttastofu. Hann segir hins vegar ekki ljóst hversu langt Trump-stjórnin sé tilbúin að ganga, til þess að tryggja að ríki innan áhrifasvæðisins lúti vilja Bandaríkjanna. „Það eigum við eftir að sjá á Grænlandi. En þeir eru að ganga æði langt, og nærri bæði dönskum og grænlenskum stjórnvöldum.“ Hagsmunir margra smáríkja undir Ekki sé hægt að túlka atburðarás síðustu daga og vikna sem annað en tilraun Trump-stjórnarinnar til að taka yfir Grænland. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti bandaríska herstöð á Grænlandi í gær, og lét hafa eftir sér að Danir hefðu ekki staðið sig nægilega vel í fjárfestingum í innviðum á eyjunni, sem er sjálfsstjórnarsvæði undir dönsku krúnunni. Ummælin féllu ekki vel í kramið hjá forsætisráðherra Danmerkur, né heldur utanríkisráðherranum. „Ísland á allt undir því að stór ríki virði fullveldi lítilla ríkja, virði alþjóðalög og virði landamæri ríkja. Ef heimurinn þróast í þá átt að stóru ríkin, eins og Rússland er að gera og Bandaríkin líka, hætta að virða landamæri ríkja, þá er illa komið fyrir smáríkjum. Ekki bara okkur heldur mörgum öðrum.“ Spurningin hversu mikla stjórn Bandaríkin vilja Baldur er fullviss um að Bandaríkin muni aldrei sætta sig við að önnur ríki geti íhlutast um hernaðaruppbyggingu á Íslandi. Stærsta spurningin sem eftir standi sé hvort bandarísk stjórnvöld muni vilja hlutast til um hvert Ísland hallar sér í viðskiptum og efnahagsmálum. „Og hvort að Bandaríkin muni skipta sér af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Það er stóra spurningin, hvort Bandaríkin vilji bara ráða ferðinni þegar kemur að utanríkisstefnu Íslands. Ekki bara þegar kemur að varnarmálum heldur líka viðskiptum og efnahagssamvinnu,“ segir Baldur.
Grænland Danmörk Bandaríkin Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22 Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25 Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 29. mars 2025 13:22
Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28. mars 2025 23:25
Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28. mars 2025 21:17