Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. mars 2025 21:17 Pawel Bartoszek er formaður utanríkisnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. „Okkar stefna hefur alltaf verið mjög skýr í þessum efnum. Við verðum að sjá til þess að það sé borin virðing fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Við höfum litla tryggingu fyrir okkar fullveldi ef þessi sjónarmið eru að engu höfð,“ segir hann. Heimsókn varaforsetans vottur um virðingarleysi Ný landstjórn tók við völdum á Grænlandi í dag, eftir að fjórir af fimm flokkum á grænlenska þinginu náðu saman í gær. Jens-Frederik Nielsen verður formaður landstjórnarinnar, sem er mynduð í skugga mikils áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að ná yfirráðum yfir Grænlandi, dönskum og grænlenskum stjórnvöldum til lítillar gleði. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hélt til Grænlands í dag þar sem hann heimsótti bandaríska herstöð. Nýr formaður landsstjórnarinnar sagðist vera með einföld skilaboð til varaforsetans þegar hann var inntur eftir þeim. „Við sjáum hvaða óöryggi það hefur skapað og þess vegna er kominn tími til að ríkisstjórn taki við keflinu sem getur síðan leitt það starf sem þarf að inna af hendi í tengslum við utanríkisstefnuna,“ sagði nýr landstjórnarformaður við fjölmiðla eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála. „J.D. Vance er að lenda á herstöð sem tilheyrir þeim. Ég tel að sú stefna að koma í heimsókn þegar engin ríkisstjórn situr í landinu sé umhugsunarverð. Það ber ekki vott um virðingu gagnvart bandamanni. Mér finnst það synd. En nú höfum við ríkisstjórn sem hefst strax handa,“ sagði hann. Skýr stefna íslenskra stjórnvalda Pawel segist taka undir með nýjum landstjórnarformanni að tímasetning heimsókn Vance varaforseta beri vott um virðingarleysi. „Við munum alltaf standa með alþjóðalögum og sjálfákvörðunarrétti þjóða. Það er á þann hátt sem við getum beitt okkur. Að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn mikilvægir bandamenn okkar og við treystum á gott samstarf við þá. En þegar kemur á þessu höfum við alltaf verið skýr að það sé ekkert að vera um Grænland án þess að Grænlendingar séu með í ráðum,“ segir hann. „Það er nokkuð skýrt í þessum kosningum. Flokkur sem er systurflokkur viðreisnar og er frjálslyndur flokkur leiðir núna breiða fjögurra flokka stjórn. Mér sýnist niðurstaðan vera að fara svolítið hægt í sakirnar, ekki til dæmis að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði eins og hugmyndir voru uppi um. Þetta virðist mér vera stefnan og við styðjum auðvitað við Grænlendinga´i því,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkisnefndar Alþingis. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira
„Okkar stefna hefur alltaf verið mjög skýr í þessum efnum. Við verðum að sjá til þess að það sé borin virðing fyrir alþjóðalögum og sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Við höfum litla tryggingu fyrir okkar fullveldi ef þessi sjónarmið eru að engu höfð,“ segir hann. Heimsókn varaforsetans vottur um virðingarleysi Ný landstjórn tók við völdum á Grænlandi í dag, eftir að fjórir af fimm flokkum á grænlenska þinginu náðu saman í gær. Jens-Frederik Nielsen verður formaður landstjórnarinnar, sem er mynduð í skugga mikils áhuga Bandaríkjastjórnar á Grænlandi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að ná yfirráðum yfir Grænlandi, dönskum og grænlenskum stjórnvöldum til lítillar gleði. J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hélt til Grænlands í dag þar sem hann heimsótti bandaríska herstöð. Nýr formaður landsstjórnarinnar sagðist vera með einföld skilaboð til varaforsetans þegar hann var inntur eftir þeim. „Við sjáum hvaða óöryggi það hefur skapað og þess vegna er kominn tími til að ríkisstjórn taki við keflinu sem getur síðan leitt það starf sem þarf að inna af hendi í tengslum við utanríkisstefnuna,“ sagði nýr landstjórnarformaður við fjölmiðla eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála. „J.D. Vance er að lenda á herstöð sem tilheyrir þeim. Ég tel að sú stefna að koma í heimsókn þegar engin ríkisstjórn situr í landinu sé umhugsunarverð. Það ber ekki vott um virðingu gagnvart bandamanni. Mér finnst það synd. En nú höfum við ríkisstjórn sem hefst strax handa,“ sagði hann. Skýr stefna íslenskra stjórnvalda Pawel segist taka undir með nýjum landstjórnarformanni að tímasetning heimsókn Vance varaforseta beri vott um virðingarleysi. „Við munum alltaf standa með alþjóðalögum og sjálfákvörðunarrétti þjóða. Það er á þann hátt sem við getum beitt okkur. Að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn mikilvægir bandamenn okkar og við treystum á gott samstarf við þá. En þegar kemur á þessu höfum við alltaf verið skýr að það sé ekkert að vera um Grænland án þess að Grænlendingar séu með í ráðum,“ segir hann. „Það er nokkuð skýrt í þessum kosningum. Flokkur sem er systurflokkur viðreisnar og er frjálslyndur flokkur leiðir núna breiða fjögurra flokka stjórn. Mér sýnist niðurstaðan vera að fara svolítið hægt í sakirnar, ekki til dæmis að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði eins og hugmyndir voru uppi um. Þetta virðist mér vera stefnan og við styðjum auðvitað við Grænlendinga´i því,“ segir Pawel Bartoszek, formaður utanríkisnefndar Alþingis.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grænland Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira