Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 15:09 Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík síðasta sumar. Herfingin hjálpar trjáplöntum að vaxa og dafna. Áskell Jónsson Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu. Þrætt var um ágæti skógræktarverkefnis í landi Saltvíkur utan við Húsavík síðsumars í fyrra. Fyrirtækið Yggdrasill Carbon herfði þar rásir í mólendi til þess að undirbúa kolefnisbindingarverkefni fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Ýmsir íbúar gagnrýndu að grónu mólendi hefði verið spillt fyrir skógræktina. Nú hafa samtökin Fuglavernd kært framkvæmdirnar í fyrra til lögreglustjóran á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá samtökunum segja þau að framkvæmdirnar hafi falið í sér umtalsvert rask á náttúrulegu mólendi og varplendum fugla við Húsavík. Þær hafi átt sér stað á varptíma fugla. Segja samtökin að náttúruverndarlög, lög um villidýr og velferð dýra kunni að hafa verið brotin. Þannig séu varpsvæði heiðlóu og spóa vernduð samkvæmt lögum. Þau byggja einnig á að mögulega hafi framkvæmdirnar farið fram án nauðsynlegs mats eða leyfis. Skipulagsstofnun hafi framkvæmdir á tveimur jörðum í Norðurþingi nú til skoðunar, þar á meðal verkefni á vegum Yggdrasils. Yggdrasill Carbon vinnur að loftslagsverkefnum í íslenskri náttúru sem gefa vottaðar kolefniseiningar og hefur lagt aðaláherslu á kolefnisbindingu í skógi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Hilmar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði ekki heyrt af kærunni þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann segir að jarðvinnsla af þessu tagi fari helst ekki fram á viðkvæmum tíma fyrir fugla. Þegar það sé gert sé gengið úr skugga um að engin hreiður séu til staðar. Það hafi verið gert við skógræktina í Saltvík í fyrra. Fá hreiður hafi hins vegar verið á svæðinu. Hilmar telur skýringuna á því líklega mikinn fugladauða sem átti sér stað í snemmsumarhreti sem gekk yfir Norðurland í byrjun júní. Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda YGG Carbon.Aðsend Óreiðukennd umræða um kolefnisbindingu skóga Deilurnar um skógræktina fyrir norðan urðu kveikja að óreiðukenndri umræðu um kolefnisbindingu skóga þar sem sérfræðingum frá ólíkum stofnunum greindi á um hvort að lággróður eða skógur væri betur til þess fallinn að binda kolefni. Land og skógur, opinber stofnun sem fer með skógræktar- og landgræðslumál, gerði athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins um kolefnisbindingu skóga í febrúar. Frétt RÚV byggði á fullyrðingum Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi. Stofnunin benti á að móti að fullyrðingar hennar byggðust aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs en ekki vistkerfisins í heild. Heildarbinding í skógum væri þannig alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hefðu verið gerðar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum framkvæmdastjóra Yggdrasils Carbon. Norðurþing Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Þrætt var um ágæti skógræktarverkefnis í landi Saltvíkur utan við Húsavík síðsumars í fyrra. Fyrirtækið Yggdrasill Carbon herfði þar rásir í mólendi til þess að undirbúa kolefnisbindingarverkefni fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Ýmsir íbúar gagnrýndu að grónu mólendi hefði verið spillt fyrir skógræktina. Nú hafa samtökin Fuglavernd kært framkvæmdirnar í fyrra til lögreglustjóran á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá samtökunum segja þau að framkvæmdirnar hafi falið í sér umtalsvert rask á náttúrulegu mólendi og varplendum fugla við Húsavík. Þær hafi átt sér stað á varptíma fugla. Segja samtökin að náttúruverndarlög, lög um villidýr og velferð dýra kunni að hafa verið brotin. Þannig séu varpsvæði heiðlóu og spóa vernduð samkvæmt lögum. Þau byggja einnig á að mögulega hafi framkvæmdirnar farið fram án nauðsynlegs mats eða leyfis. Skipulagsstofnun hafi framkvæmdir á tveimur jörðum í Norðurþingi nú til skoðunar, þar á meðal verkefni á vegum Yggdrasils. Yggdrasill Carbon vinnur að loftslagsverkefnum í íslenskri náttúru sem gefa vottaðar kolefniseiningar og hefur lagt aðaláherslu á kolefnisbindingu í skógi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Hilmar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði ekki heyrt af kærunni þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann segir að jarðvinnsla af þessu tagi fari helst ekki fram á viðkvæmum tíma fyrir fugla. Þegar það sé gert sé gengið úr skugga um að engin hreiður séu til staðar. Það hafi verið gert við skógræktina í Saltvík í fyrra. Fá hreiður hafi hins vegar verið á svæðinu. Hilmar telur skýringuna á því líklega mikinn fugladauða sem átti sér stað í snemmsumarhreti sem gekk yfir Norðurland í byrjun júní. Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda YGG Carbon.Aðsend Óreiðukennd umræða um kolefnisbindingu skóga Deilurnar um skógræktina fyrir norðan urðu kveikja að óreiðukenndri umræðu um kolefnisbindingu skóga þar sem sérfræðingum frá ólíkum stofnunum greindi á um hvort að lággróður eða skógur væri betur til þess fallinn að binda kolefni. Land og skógur, opinber stofnun sem fer með skógræktar- og landgræðslumál, gerði athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins um kolefnisbindingu skóga í febrúar. Frétt RÚV byggði á fullyrðingum Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi. Stofnunin benti á að móti að fullyrðingar hennar byggðust aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs en ekki vistkerfisins í heild. Heildarbinding í skógum væri þannig alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hefðu verið gerðar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum framkvæmdastjóra Yggdrasils Carbon.
Norðurþing Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira