Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 18:59 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, ávarpaði blaðamann fyrir utan þinghús landsins í dag. Þar gagnrýndi hann harðlega hæstarétt fyrir ákvörðunina. AP/Luis Nova Réttað verður yfir Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, vegna meintra tilrauna hans til að fremja valdarán. Hann neitar þeim ásökunum sem á hann eru bornar og segist fórnarlamb pólitískra ofsókna. Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu voru sammála um þessa ákvörðun en með því lýkur rúmlega tveggja ára löngu ferli frá því rannsókn lögreglu á ásökununum gegn Bolsonaro hófust. Lögreglan kærði Bolsonaro og meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar á sínum tíma og þaðan fór málið til ríkissaksóknara. Þar var ákveðið að ákæra Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, hans, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Þaðan fór málið aftur á borð hæstaréttar sem hefur nú tekið lokaákvörðun um að rétta megi yfir Bolsonaro og félögum. Forsetinn fyrrverandi er meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. BBC segir Mares hafa verið fyrstan til að greiða atkvæði um ákvörðunina í dag. Bolsonaro gekkst aldrei við ósigri sínum. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Verði Bolsonaro, sem er sjötugur, fundinn sekur stendur hann frammi fyrir langri fangelsisvist. Auk hans verður réttað yfir Alexandre Ramagem fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Brasilíu, Almir Garnier Santos fyrrverandi yfirmanni í sjóher Brasilíu, Anderson Torres fyrrverandi öryggismálaráðherra, Augusto Heleno fyrrverandi herforingja og ráðherra stofnanaöryggis, Marcu Cid fyrrverandi aðstoðarmanni Bolsonaro, Walter Braga Netto fyrrverandi varnarmálaráðherra og Paulo Sérgio Nogueira de Oliveira sem er einnig fyrrverandi varnarmálaráðherra. Brasilía Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Fimm dómarar hæstaréttar Brasilíu voru sammála um þessa ákvörðun en með því lýkur rúmlega tveggja ára löngu ferli frá því rannsókn lögreglu á ásökununum gegn Bolsonaro hófust. Lögreglan kærði Bolsonaro og meinta samverkamenn hans til Hæstaréttar á sínum tíma og þaðan fór málið til ríkissaksóknara. Þar var ákveðið að ákæra Bolsonaro og Walter Braga Netto, herforingja og varaforsetaefni, hans, fyrir að leiða glæpasamtök sem vildu taka völdin í Brasilíu. Þaðan fór málið aftur á borð hæstaréttar sem hefur nú tekið lokaákvörðun um að rétta megi yfir Bolsonaro og félögum. Forsetinn fyrrverandi er meðal annars ákærður fyrir að hafa ætla að eitra fyrir Luiz Inácio Lula da Silva, sem sigraði Bolsonaro í forsetakosningum 2022, og að skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana. BBC segir Mares hafa verið fyrstan til að greiða atkvæði um ákvörðunina í dag. Bolsonaro gekkst aldrei við ósigri sínum. Hann fór nokkrum dögum síðar til Bandaríkjanna en þann 8. janúar 2023 ruddust stuðningsmenn hans inn í opinberar byggingar og frömdu þar skemmdarverk og þjófnað. Um 1.500 menn voru handteknir. Var það eftir að þúsundir stuðningsmanna hans höfðu reist tjaldbúðir við herstöð og reynt að fá herinn til að koma í veg fyrir embættistöku Lula. Verði Bolsonaro, sem er sjötugur, fundinn sekur stendur hann frammi fyrir langri fangelsisvist. Auk hans verður réttað yfir Alexandre Ramagem fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Brasilíu, Almir Garnier Santos fyrrverandi yfirmanni í sjóher Brasilíu, Anderson Torres fyrrverandi öryggismálaráðherra, Augusto Heleno fyrrverandi herforingja og ráðherra stofnanaöryggis, Marcu Cid fyrrverandi aðstoðarmanni Bolsonaro, Walter Braga Netto fyrrverandi varnarmálaráðherra og Paulo Sérgio Nogueira de Oliveira sem er einnig fyrrverandi varnarmálaráðherra.
Brasilía Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira