Vill fartölvu í fangelsið Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 22:17 Luigi Mangione i dómsal í New York í febrúar. AP/Steven Hirsch Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu gegn ákæru í New York en hann stendur einnig frammi fyrir alríkisákæru þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaínu, þar sem hann var handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Enn sem komið er hefur Mangione eingöngu tekið afstöðu til ákæranna í New York. Sjá einnig: Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Margir Bandaríkjamenn virðast líta á Mangione sem hetju og hefur fólk gefið peninga í varnarsjóð hans, mætt í dómsal til að styðja hann og sent honum bréf. Sjá einnig: Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Lögmenn hans lögðu fram kröfu í gær um að hann fengi fartölvu til að geta farið betur yfir gögn málsins fyrir réttarhöldin. Um er að ræða mikið magn skjala, myndbanda og annarra gagna. Alls eru þetta rúmlega fimmtán þúsund blaðsíður af skjölum og lögmennirnir segja að þeir fái ekki nægilega mikinn tíma með Mangione svo hann geti undirbúið sig almennilega fyrir réttarhöldin. Þess vegna þurfi hann að geta farið yfir gögnin utan heimsóknartíma. Samkvæmt frétt CNN hafa sambærilegar kröfur verið samþykktar í öðrum svipuðum málum. Saksóknarar í málinu hafa mótmælt kröfunni og hafa þeir samkvæmt lögmönnum Mangione vísað til þess að vitnum í málinu hafi verið hótað. Lögmennirnir segja að Mangione muni ekki geta tengst netinu í tölvunni, spilað leiki eða gert nokkuð annað en að skoða gögn málsins. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu gegn ákæru í New York en hann stendur einnig frammi fyrir alríkisákæru þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaínu, þar sem hann var handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Enn sem komið er hefur Mangione eingöngu tekið afstöðu til ákæranna í New York. Sjá einnig: Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Margir Bandaríkjamenn virðast líta á Mangione sem hetju og hefur fólk gefið peninga í varnarsjóð hans, mætt í dómsal til að styðja hann og sent honum bréf. Sjá einnig: Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Lögmenn hans lögðu fram kröfu í gær um að hann fengi fartölvu til að geta farið betur yfir gögn málsins fyrir réttarhöldin. Um er að ræða mikið magn skjala, myndbanda og annarra gagna. Alls eru þetta rúmlega fimmtán þúsund blaðsíður af skjölum og lögmennirnir segja að þeir fái ekki nægilega mikinn tíma með Mangione svo hann geti undirbúið sig almennilega fyrir réttarhöldin. Þess vegna þurfi hann að geta farið yfir gögnin utan heimsóknartíma. Samkvæmt frétt CNN hafa sambærilegar kröfur verið samþykktar í öðrum svipuðum málum. Saksóknarar í málinu hafa mótmælt kröfunni og hafa þeir samkvæmt lögmönnum Mangione vísað til þess að vitnum í málinu hafi verið hótað. Lögmennirnir segja að Mangione muni ekki geta tengst netinu í tölvunni, spilað leiki eða gert nokkuð annað en að skoða gögn málsins.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira