Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 23. mars 2025 19:57 Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu eftir að Ekrem Imamoglu var settur í gæsluvarðhald. Getty/Burak Kara Helsti andstæðingur Tyrklandsforseta hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni undanfarnar nætur. Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Ístanbúl, var handtekinn á miðvikudag eftir að lögregla gerði leit á heimili hans. Imamoglu er sakaður um spillingu og tengsl við hryðjuverkasamtök. Hundrað stjórnarandstæðigar til viðbótar hafa verið handteknir á síðustu dögum. Stjórnvöld lokuðu nokkrum stórum vegum í höfuðborginni og bönnuðu mótmæli í nokkra daga. Almenningur hefur þó lítið hlustað á það bann og hafa mótmælt síðustu fjórar nætur. Lögegla hefur haft mikið viðbragð, beitt bæði táragasi, reyksprengjum og piparúða á meðan mótmælendur hafa kastað steinum, blysum og öðrum hlutum að lögreglu. Alvarlegt ábyrgðaleysi að leita út á göturnar Tyrklandsforseti hefur verið harðorður í garð mótmælenda. Á fimmta hundað hafa verið handteknir í mótmælunum, sem farið hafa fram í Istanbúl, Ankara, Izmir, Adana, Antalya og fleiri borgum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var harðorður í garð mótmælenda.AP/Pavel Golovkin „Rétt eins og við höfum ekki gefist upp fyrir götuhryðjuverkum hingað til, munm við ekki beygja okkur fyrir skemmdarverkum í framtíðinni,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í ræðu sinni á tyrkneska þinginu í dag. „Að leita út á göturnar í stað dómstóla til að verja þjófnað, gripdeildir, lögleysu og fjársvik er alvarlegt ábyrgðarleysi,“ sagði hann einnig. Handtekinn í miðju prófkjöri Imamoglu var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald auk þess sem hann hefur verið ákærður fyrir meinta glæpi. Prófkjör hefur farið fram í flokki hans, CHP, þar sem velja á frambjóðanda flokksins fyrir forsetakosningarnar 2028. Fjölmargir greiddu honum atkvæði sitt, þrátt fyrir handtökuna. „Ég er í miklu uppnámi. Þetta er ekki lengur bara vandamál flokksins heldur vandamál lýðræðis í Tyrklandi. Við sættum okkur ekki við að réttindi okkar séu hrifsuð af okkur. Við munum berjast allt til enda. Við treystum Imamoglu og stöndum með honum,“ sagði Fusun Erben, kjósandi CHP. Tyrkland Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Ístanbúl, var handtekinn á miðvikudag eftir að lögregla gerði leit á heimili hans. Imamoglu er sakaður um spillingu og tengsl við hryðjuverkasamtök. Hundrað stjórnarandstæðigar til viðbótar hafa verið handteknir á síðustu dögum. Stjórnvöld lokuðu nokkrum stórum vegum í höfuðborginni og bönnuðu mótmæli í nokkra daga. Almenningur hefur þó lítið hlustað á það bann og hafa mótmælt síðustu fjórar nætur. Lögegla hefur haft mikið viðbragð, beitt bæði táragasi, reyksprengjum og piparúða á meðan mótmælendur hafa kastað steinum, blysum og öðrum hlutum að lögreglu. Alvarlegt ábyrgðaleysi að leita út á göturnar Tyrklandsforseti hefur verið harðorður í garð mótmælenda. Á fimmta hundað hafa verið handteknir í mótmælunum, sem farið hafa fram í Istanbúl, Ankara, Izmir, Adana, Antalya og fleiri borgum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var harðorður í garð mótmælenda.AP/Pavel Golovkin „Rétt eins og við höfum ekki gefist upp fyrir götuhryðjuverkum hingað til, munm við ekki beygja okkur fyrir skemmdarverkum í framtíðinni,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í ræðu sinni á tyrkneska þinginu í dag. „Að leita út á göturnar í stað dómstóla til að verja þjófnað, gripdeildir, lögleysu og fjársvik er alvarlegt ábyrgðarleysi,“ sagði hann einnig. Handtekinn í miðju prófkjöri Imamoglu var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald auk þess sem hann hefur verið ákærður fyrir meinta glæpi. Prófkjör hefur farið fram í flokki hans, CHP, þar sem velja á frambjóðanda flokksins fyrir forsetakosningarnar 2028. Fjölmargir greiddu honum atkvæði sitt, þrátt fyrir handtökuna. „Ég er í miklu uppnámi. Þetta er ekki lengur bara vandamál flokksins heldur vandamál lýðræðis í Tyrklandi. Við sættum okkur ekki við að réttindi okkar séu hrifsuð af okkur. Við munum berjast allt til enda. Við treystum Imamoglu og stöndum með honum,“ sagði Fusun Erben, kjósandi CHP.
Tyrkland Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“