Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 22. mars 2025 00:23 Diljá segir ýmsar spurningar hafa vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu eftir blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar undanfarna daga. Vísir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. „Ráðherra hefur auðvitað axlað ákveðna ábyrgð með afsögn sinni. En eftir stendur eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að það hafa vaknað ýmsar spurningar um aðkomu forsætisráðuneytisins,“ sagði Diljá Mist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við Diljá hefst eftir um þrjár og hálfa mínútu í klippunni hér að neðan: Fannst þér forsætisráðherra ekki svara þessu nægilega skýrt á blaðamannafundi bæði í dag og í gær? „Nei mér fannst fjölmargar spurningar vakna bæði við svör hennar og auðvitað yfirlýsingu og svör Ásthildar Lóu.“ Spurningar vakni um það hvernig tímalínan horfi við þeim, af hverju hafi ekki orðið við fundarbeiðni, og hverjir hafi fengið upplýsingarnar. Þá skipti máli að skera úr um það hvort trúnaður hafi verið rofinn. „Sem væri þá gríðarlega alvarlegt,“ segir Diljá. Ótrúlegt að hafa erindið að engu Ef þetta er eins og Kristrún sagði og aðstoðarmaður hafði samband við annan aðstoðarmann, og sagði að það hafi verið óskað eftir fundi og bara vika sem líður, er það ekki eðlilegur tími? „Nei það finnst mér ekki, og ég vil bara vekja athygli á því að það hefði verið hægt að skera úr um þessar upplýsingar með einföldu gúggli, með því að fara á Þjóðskrá eða Íslendingabók ef því er að skipta,“ sagði Diljá. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fá svona erindi á sitt borð, og einhvern veginn hafa það að engu, og eins og því hefur verið svarað til að það hafi bara verið skráð í málaskrá.“ „Það er ekki fyrr en að það er yfirvofandi fréttaflutningur að forsætisráðherra bregst við.“ Hvaða áhrif hefur þetta á ríkisstjórnarsamstarfið ef einhver? „Maður hefur áhyggjur af því að í stað þess að einhvern tímann verði dropi sem fyllir mælinn að það sé að myndast ákveðið þol fyrir þessum ítrekuðu hneykslismálum og vandræðagangi hjá ríkisstjórninni.“ „Það líður varla sú vika að maður fletti ekki í gegnum blöðin eða fréttirnar, og það sé eitthvað nýtt mál að koma upp sem vekur mann til umhugsunar.“ Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
„Ráðherra hefur auðvitað axlað ákveðna ábyrgð með afsögn sinni. En eftir stendur eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að það hafa vaknað ýmsar spurningar um aðkomu forsætisráðuneytisins,“ sagði Diljá Mist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við Diljá hefst eftir um þrjár og hálfa mínútu í klippunni hér að neðan: Fannst þér forsætisráðherra ekki svara þessu nægilega skýrt á blaðamannafundi bæði í dag og í gær? „Nei mér fannst fjölmargar spurningar vakna bæði við svör hennar og auðvitað yfirlýsingu og svör Ásthildar Lóu.“ Spurningar vakni um það hvernig tímalínan horfi við þeim, af hverju hafi ekki orðið við fundarbeiðni, og hverjir hafi fengið upplýsingarnar. Þá skipti máli að skera úr um það hvort trúnaður hafi verið rofinn. „Sem væri þá gríðarlega alvarlegt,“ segir Diljá. Ótrúlegt að hafa erindið að engu Ef þetta er eins og Kristrún sagði og aðstoðarmaður hafði samband við annan aðstoðarmann, og sagði að það hafi verið óskað eftir fundi og bara vika sem líður, er það ekki eðlilegur tími? „Nei það finnst mér ekki, og ég vil bara vekja athygli á því að það hefði verið hægt að skera úr um þessar upplýsingar með einföldu gúggli, með því að fara á Þjóðskrá eða Íslendingabók ef því er að skipta,“ sagði Diljá. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fá svona erindi á sitt borð, og einhvern veginn hafa það að engu, og eins og því hefur verið svarað til að það hafi bara verið skráð í málaskrá.“ „Það er ekki fyrr en að það er yfirvofandi fréttaflutningur að forsætisráðherra bregst við.“ Hvaða áhrif hefur þetta á ríkisstjórnarsamstarfið ef einhver? „Maður hefur áhyggjur af því að í stað þess að einhvern tímann verði dropi sem fyllir mælinn að það sé að myndast ákveðið þol fyrir þessum ítrekuðu hneykslismálum og vandræðagangi hjá ríkisstjórninni.“ „Það líður varla sú vika að maður fletti ekki í gegnum blöðin eða fréttirnar, og það sé eitthvað nýtt mál að koma upp sem vekur mann til umhugsunar.“
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira