Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 14:31 Bræðurnir skelltu upp úr þegar pabbi þeirra, Andrés Guðmundsson, fór yfir það með hressandi hætti hvernig honum leið á KR-leikjum í fyrra. Stöð 2 Sport „Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður,“ segir Axel Óskar Andrésson. Axel og pabbi hans, kraftajötuninn Andrés Guðmundsson, ræddu um KR-tímann í fyrsta þætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Feðgarnir fóru yfir KR-tímann Axel og Jökull bróðir hans munu spila saman með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni eftir aðeins hálfan mánuð. Það verður fyrsta leiktíð liðsins í efstu deild karla í fótbolta. Axel sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta sumar og gekk þá í raðir KR, eftir að hafa spilað á Englandi, í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa fengið góðan liðsstyrk áttu KR-ingar afar erfitt uppdráttar og Axel hlaut sjálfur sömuleiðis sinn skerf af gagnrýni. „Leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann“ „Þetta var mjög erfiður tími. Sérstaklega í svona klúbbi sem er með háan standard og vill alltaf vera í toppbaráttunni, að berjast um titla. Þegar ég skrifaði undir var bara eitt markmið og það var að vinna djöfulsins mótið,“ segir Axel í þættinum en hann var þrátt fyrir allt ánægður með að aðrir hefðu einnig búist við meira af honum og öðrum sem komu inn í KR-liðið: „Ég get sagt ykkur það að ef þessi umræða hefði ekki verið um okkur, þá hefði ég verið mikið pirraðri, því við vorum mennirnir sem áttum að koma inn og hækka standardinn. Ég lít því dálítið á þetta þannig: „Djöfull hefði verið leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann, að maður væri ekki að standa sig.“ Þetta er ekkert létt, að koma til baka [úr atvinnumennsku]. Ég var svo sannarlega ekki að vanmeta deildina eða neitt svoleiðis þegar ég kom inn. Ég vissi alveg að þetta væri ekkert „walk in the park“. Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður en það gerir íslenska knattspyrnu fallega að það hafa allir áhuga á þessu,“ segir Axel. „Gat bara ekki horft meira á“ Baldur spurði þá pabba Axels, Andrés, hvort að hann tæki það inn á sig þegar sonum hans gengi erfiðlega: „Ég gerði það rosalega í KR. Ég fór heim af þremur leikjum því ég gat bara ekki horft meira á. Það sauð á hausnum,“ sagði Andrés einlægur og hló. „Svona eru bara íþróttir, er það ekki?“ Þáttinn má finna í heild sinni í vefsjónvarpi Stöðvar 2 en þættirnir eru sýndir á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldum. Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi KR Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Feðgarnir fóru yfir KR-tímann Axel og Jökull bróðir hans munu spila saman með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni eftir aðeins hálfan mánuð. Það verður fyrsta leiktíð liðsins í efstu deild karla í fótbolta. Axel sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta sumar og gekk þá í raðir KR, eftir að hafa spilað á Englandi, í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa fengið góðan liðsstyrk áttu KR-ingar afar erfitt uppdráttar og Axel hlaut sjálfur sömuleiðis sinn skerf af gagnrýni. „Leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann“ „Þetta var mjög erfiður tími. Sérstaklega í svona klúbbi sem er með háan standard og vill alltaf vera í toppbaráttunni, að berjast um titla. Þegar ég skrifaði undir var bara eitt markmið og það var að vinna djöfulsins mótið,“ segir Axel í þættinum en hann var þrátt fyrir allt ánægður með að aðrir hefðu einnig búist við meira af honum og öðrum sem komu inn í KR-liðið: „Ég get sagt ykkur það að ef þessi umræða hefði ekki verið um okkur, þá hefði ég verið mikið pirraðri, því við vorum mennirnir sem áttum að koma inn og hækka standardinn. Ég lít því dálítið á þetta þannig: „Djöfull hefði verið leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann, að maður væri ekki að standa sig.“ Þetta er ekkert létt, að koma til baka [úr atvinnumennsku]. Ég var svo sannarlega ekki að vanmeta deildina eða neitt svoleiðis þegar ég kom inn. Ég vissi alveg að þetta væri ekkert „walk in the park“. Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður en það gerir íslenska knattspyrnu fallega að það hafa allir áhuga á þessu,“ segir Axel. „Gat bara ekki horft meira á“ Baldur spurði þá pabba Axels, Andrés, hvort að hann tæki það inn á sig þegar sonum hans gengi erfiðlega: „Ég gerði það rosalega í KR. Ég fór heim af þremur leikjum því ég gat bara ekki horft meira á. Það sauð á hausnum,“ sagði Andrés einlægur og hló. „Svona eru bara íþróttir, er það ekki?“ Þáttinn má finna í heild sinni í vefsjónvarpi Stöðvar 2 en þættirnir eru sýndir á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldum.
Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi KR Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira