Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2025 23:01 Dean Huijsen hefur skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni. Annað þeirra kom í 3-0 sigri Bournemouth á Old Trafford. EPA-EFE/PETER POWELL Hinn 19 ára Dean Huijsen, leikmaður Bournemouth, er einn mest spennandi miðvörður Evrópu þessa dagana. Hann er nú orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool. Fæddur í Amsterdam en alinn upp á Spáni og spilaði með akademíu Malaga áður en Juventus bankaði á dyrnar þegar hann var 16 ára gamall. Var lánaður til Roma á síðasta ári og sagði José Mourinho, þáverandi þjálfari Rómverja, að um væri að ræða einn efnilegasta miðvörð Evrópu. BREAKING: Bournemouth have confirmed the signing of teenage defender Dean Huijsen from Juventus 📝 pic.twitter.com/h1pthUh9sV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 30, 2024 Roma hafði hins vegar ekki efni á að kaupa hann sumarið 2024 og því stökk Bournemouth til. Það er ákvörðun sem félagið sér ekki eftir í dag. Hann kostaði 15 milljónir punda – 2,6 milljarða íslenskra króna – sem er ekki mikið þegar um er að ræða lið í ensku úrvalsdeildinni. Reikna má fastlega með að Bournemouth tvö- eða þrefaldi þá upphæð verði hann seldur í sumar. Verandi fæddur í Amsterdam þá lék miðvörðurinn með yngri landsliðum Hollands þangað til hann var valinn í U-21 árs landsliðs Spánar á síðasta ári. Síðan hefur hann leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landslið Spánar og hefur nú verið valinn í A-landsliðið fyrir komandi verkefni. Born in the Netherlands. Moved to Spain aged 5.Aged 16, transferred from Malaga to Juventus.Transferred to AFC Bournemouth this summer, earning all the plaudits in his 1st Premier League season.Called up to the Spain senior squad aged 19 👏Dean Huijsen is a prospect 🌟 pic.twitter.com/Cuh1Js95RU— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 18, 2025 Það myndi án efa hjálpa til að spila fyrir lið á Spáni og vitað er að Real Madríd hefur lengi fylgst með Huijsen. Þar pirra menn sig eflaust á því að kaupa hann ekki „ódýrt“ síðasta sumar þar sem ljóst er að hann mun nú kosta fúlgur fjár. Sky Sports greinir frá því að Liverpool sé einnig með Huijsen á óskalista sínum. Leikmaðurinn Dean Huijsen er allt sem stórlið Evrópu vilja sjá í miðverði. Hann getur notað báða fætur, með góðar sendingar og staðsetningar en hikar þó ekki við að henda sér í tæklingar sé þess þörf. Þrátt fyrir ungan aldur er hann nokkuð líkamlega sterkur og einstaklega klókur. Hann er stór ástæða þess að Bournemouth er í bullandi baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera í 10. sæti sem stendur. Þegar níu umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni er liðið aðeins fjórum stigum á eftir Manchester City í 5. sæti. Hver veit nema Huijsen verði áfram á Suðurströnd Englands fari svo að Bournemouth endi í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Fæddur í Amsterdam en alinn upp á Spáni og spilaði með akademíu Malaga áður en Juventus bankaði á dyrnar þegar hann var 16 ára gamall. Var lánaður til Roma á síðasta ári og sagði José Mourinho, þáverandi þjálfari Rómverja, að um væri að ræða einn efnilegasta miðvörð Evrópu. BREAKING: Bournemouth have confirmed the signing of teenage defender Dean Huijsen from Juventus 📝 pic.twitter.com/h1pthUh9sV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 30, 2024 Roma hafði hins vegar ekki efni á að kaupa hann sumarið 2024 og því stökk Bournemouth til. Það er ákvörðun sem félagið sér ekki eftir í dag. Hann kostaði 15 milljónir punda – 2,6 milljarða íslenskra króna – sem er ekki mikið þegar um er að ræða lið í ensku úrvalsdeildinni. Reikna má fastlega með að Bournemouth tvö- eða þrefaldi þá upphæð verði hann seldur í sumar. Verandi fæddur í Amsterdam þá lék miðvörðurinn með yngri landsliðum Hollands þangað til hann var valinn í U-21 árs landsliðs Spánar á síðasta ári. Síðan hefur hann leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landslið Spánar og hefur nú verið valinn í A-landsliðið fyrir komandi verkefni. Born in the Netherlands. Moved to Spain aged 5.Aged 16, transferred from Malaga to Juventus.Transferred to AFC Bournemouth this summer, earning all the plaudits in his 1st Premier League season.Called up to the Spain senior squad aged 19 👏Dean Huijsen is a prospect 🌟 pic.twitter.com/Cuh1Js95RU— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 18, 2025 Það myndi án efa hjálpa til að spila fyrir lið á Spáni og vitað er að Real Madríd hefur lengi fylgst með Huijsen. Þar pirra menn sig eflaust á því að kaupa hann ekki „ódýrt“ síðasta sumar þar sem ljóst er að hann mun nú kosta fúlgur fjár. Sky Sports greinir frá því að Liverpool sé einnig með Huijsen á óskalista sínum. Leikmaðurinn Dean Huijsen er allt sem stórlið Evrópu vilja sjá í miðverði. Hann getur notað báða fætur, með góðar sendingar og staðsetningar en hikar þó ekki við að henda sér í tæklingar sé þess þörf. Þrátt fyrir ungan aldur er hann nokkuð líkamlega sterkur og einstaklega klókur. Hann er stór ástæða þess að Bournemouth er í bullandi baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera í 10. sæti sem stendur. Þegar níu umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni er liðið aðeins fjórum stigum á eftir Manchester City í 5. sæti. Hver veit nema Huijsen verði áfram á Suðurströnd Englands fari svo að Bournemouth endi í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira