„Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 23:36 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir verið að taka skref í átt að nýju fangelsi að Stóra-Hrauni. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra segir að verið sé að stíga skref í dómsmálaráðuneytinu sem miða að því að byggja nýtt fangelsi á Stóra-Hrauni. Því „ófremdarástandi sem teiknaðist upp á vakt Sjálfstæðisflokksins“ muni þá ljúka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort ekki stæði til að halda áfram með uppbyggingu fangelsisins á Stóra-Hrauni sem Framkvæmdasýsla ríkiseigna hefur lagt grunninn að. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði og sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir uppbyggingu nýs fangelsis í fjármálaáætlun. Nýtt fangelsi straumhvörf í íslensku fullnustukerfi Fangelsið nýja yrði að sögn Guðrúnar að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða og gæti hýst allt að hundrað fanga jafnframt sem mögulegt væri að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Hún segir að fullyrða megi að uppbygging fangelsis á Stóra-Hrauni muni valda straumhvörfum í íslensku fullnustukerfi. Fangelsismál vanrækt Þorbjörg segir í svari sínu við fyrirspurn Guðrúnar að fangelsismálin hefðu verið vanrækt á tíma Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. „Staðreyndin er sú að fangelsismálin, rétt eins og löggæslan í landinu og margir grundvallarmálaflokkar; grunnþjónustan í landinu, frumskylda ríkisins, mættu afgangi. Þeir mættu afgangi vegna þess að útlendingamálin tóku allan tíma síðustu ríkisstjórnar. Staðan var svo slæm í íslensku samhengi að dómar, jafnvel í alvarlegum sakamálum, fyrndust,“ segir hún. Dökk skýrsla Ríkisendurskoðunar Hún bendir jafnframt á „dökka skýrslu“ frá Ríkisendurskoðun sem sýni fram á það að menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot en voru ekki kallaðir til afplánunar dóma þeirra vegna þess að fangelsismálin hafi verið í slíkum ólestri í mörg ár. „Ég held að ég sé búin að vera í embætti núna í einhverjar sjö, átta vikur og er farin að skoða fangelsismálin og forveri minn í dómsmálaráðuneytinu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að uppbygging þar sé ekki áfram í kortunum,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort ekki stæði til að halda áfram með uppbyggingu fangelsisins á Stóra-Hrauni sem Framkvæmdasýsla ríkiseigna hefur lagt grunninn að. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði og sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir uppbyggingu nýs fangelsis í fjármálaáætlun. Nýtt fangelsi straumhvörf í íslensku fullnustukerfi Fangelsið nýja yrði að sögn Guðrúnar að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða og gæti hýst allt að hundrað fanga jafnframt sem mögulegt væri að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Hún segir að fullyrða megi að uppbygging fangelsis á Stóra-Hrauni muni valda straumhvörfum í íslensku fullnustukerfi. Fangelsismál vanrækt Þorbjörg segir í svari sínu við fyrirspurn Guðrúnar að fangelsismálin hefðu verið vanrækt á tíma Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. „Staðreyndin er sú að fangelsismálin, rétt eins og löggæslan í landinu og margir grundvallarmálaflokkar; grunnþjónustan í landinu, frumskylda ríkisins, mættu afgangi. Þeir mættu afgangi vegna þess að útlendingamálin tóku allan tíma síðustu ríkisstjórnar. Staðan var svo slæm í íslensku samhengi að dómar, jafnvel í alvarlegum sakamálum, fyrndust,“ segir hún. Dökk skýrsla Ríkisendurskoðunar Hún bendir jafnframt á „dökka skýrslu“ frá Ríkisendurskoðun sem sýni fram á það að menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot en voru ekki kallaðir til afplánunar dóma þeirra vegna þess að fangelsismálin hafi verið í slíkum ólestri í mörg ár. „Ég held að ég sé búin að vera í embætti núna í einhverjar sjö, átta vikur og er farin að skoða fangelsismálin og forveri minn í dómsmálaráðuneytinu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að uppbygging þar sé ekki áfram í kortunum,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira