Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 07:46 Sigmar segir Vilhjálm hafa talað ógætilega um málið. Það tíðkast ekki í alvöru lýðræðisríkjum að stjórnmálamenn „rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð“. Þetta segir Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og þingmaður Viðreisnar, í aðsendri grein á Vísi undir fyrirsögninni „Við erum ekki Rússland“. Tilefni skrifanna er möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á „byrlunarmálinu“ svokallaða og ákall eftir því að málið verði rannsakað af sérstakri þingnefnd. Sigmar segir afar fátítt að sérstök rannsóknarnefnd sé skipuð til að fara ofan í mál og óhætt sé að fullyrða að í þeim tilvikum, sem séu fimm talsins, hafi verið um stærri samfélagslegri hagsmuni að ræða en séu undir í byrlunarmálinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þurfi að vanda sig. „Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina,“ segir Sigmar. Í umræddu máli verði um að ræða pólitíska ákvörðun að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum, og samskipti þeirra við heimildarmenn. „Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum.“ Lögregla hafi nú þegar rannsakað málið, um langt skeið. „Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati,“ segir Sigmar og vísar þar til Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Þetta segir Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og þingmaður Viðreisnar, í aðsendri grein á Vísi undir fyrirsögninni „Við erum ekki Rússland“. Tilefni skrifanna er möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á „byrlunarmálinu“ svokallaða og ákall eftir því að málið verði rannsakað af sérstakri þingnefnd. Sigmar segir afar fátítt að sérstök rannsóknarnefnd sé skipuð til að fara ofan í mál og óhætt sé að fullyrða að í þeim tilvikum, sem séu fimm talsins, hafi verið um stærri samfélagslegri hagsmuni að ræða en séu undir í byrlunarmálinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þurfi að vanda sig. „Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina,“ segir Sigmar. Í umræddu máli verði um að ræða pólitíska ákvörðun að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum, og samskipti þeirra við heimildarmenn. „Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum.“ Lögregla hafi nú þegar rannsakað málið, um langt skeið. „Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati,“ segir Sigmar og vísar þar til Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira