Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar 17. mars 2025 07:32 Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. Óhætt er að fullyrða að þær rannsóknir hafi verið um stærri samfélagslega hagsmuni en hér eru undir, með fullri virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi. Í þessu mál þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að vanda sig sérstaklega vel. Í henni sitja stjórnmálamenn og í alvöru lýðræðisríkjum tíðkast það ekki að stjórnmálamenn rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð. Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina. Það var í það minnsta ferlið á síðasta kjörtímabili þegar skipuð var rannsóknarnefnd vegna snjóflóðanna í Súðavík. Með öðrum orðum, í þessu tilfelli er það pólitísk ákvörðun að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum og samskipti þeirra við heimildarmenn. Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum. Í þessu samhengi er líka algert grundvallaratriði að lögregla hefur nú þegar rannsakað þetta tiltekna mál. Vel og lengi. Árum saman voru blaðamenn til rannsóknar og niðurstaðan varð sú ekki þótti ástæða til að ákæra þá fyrir byrlun, símaþjófnað, dreifingu kynlífsefnis eða annað misjafnt. Vantaði samt ekkert upp á ásakanir um slíkt í opinberri umræðu. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati. Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. Óhætt er að fullyrða að þær rannsóknir hafi verið um stærri samfélagslega hagsmuni en hér eru undir, með fullri virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi. Í þessu mál þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að vanda sig sérstaklega vel. Í henni sitja stjórnmálamenn og í alvöru lýðræðisríkjum tíðkast það ekki að stjórnmálamenn rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð. Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina. Það var í það minnsta ferlið á síðasta kjörtímabili þegar skipuð var rannsóknarnefnd vegna snjóflóðanna í Súðavík. Með öðrum orðum, í þessu tilfelli er það pólitísk ákvörðun að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum og samskipti þeirra við heimildarmenn. Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum. Í þessu samhengi er líka algert grundvallaratriði að lögregla hefur nú þegar rannsakað þetta tiltekna mál. Vel og lengi. Árum saman voru blaðamenn til rannsóknar og niðurstaðan varð sú ekki þótti ástæða til að ákæra þá fyrir byrlun, símaþjófnað, dreifingu kynlífsefnis eða annað misjafnt. Vantaði samt ekkert upp á ásakanir um slíkt í opinberri umræðu. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati. Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun