Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 09:59 Frá geimskotinu í gærkvöldi. SpaceX Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. Geimfararnir fjórir sem sendir voru út í geim í gær, þau Anne McClain og Nichole Ayers frá Bandaríkjunum, Takuya Onishi frá Japan og Kirill Peskov, frá Rússlandi, eru nú á braut um jörðu um borð í Dragon geimfari SpaceX og eiga að tengjast geimstöðinni í kvöld. Have a great time in space, y'all! #Crew10 lifted off from @NASAKennedy at 7:03pm ET (2303 UTC) on Friday, March 14. pic.twitter.com/9Vf7VVeGev— NASA (@NASA) March 14, 2025 Það mun gera þeim Butch Wilmore og Suni Williams kleift að snúa aftur til jarðar á næstunni og stendur til að það gerist á miðvikudaginn. Wilmore og Williams hafa verið strandaglópar í geimstöðinni í um níu mánuði en upprunalega átti geimferð þeirra einungis að taka átta daga. Þeim var skotið til geimstöðvarinnar um borð í Starliner geimfarið Boeing í júní en nokkrar bilanir áttu sér stað um borð í geimfarinu og var það því sent tómt aftur til jarðarinnar í september. Tæknilega séð hefur enginn verið fastur um borð í geimstöðinni þar sem þar hefur alltaf verið geimfar fyrir geimfarana til að nota í neyðartilfellum. Í september voru svo sendir tveir geimfarar til geimstöðvarinnar og eiga þeir að snúa aftur með Wilmore og Williams í næstu viku. Crew-10 on-orbit pic.twitter.com/PlHtPi4Dzh— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2025 Kallaði danskan geimfara „þroskaheftan“ Donald Trump, forseti, og Elon Musk, eigandi SpaceX, hafa notað ævintýri Wilmore og Williams í pólitískum tilgangi og skammast yfir því að þeim hafi ekki verið komið heim fyrr. Þegar Musk hélt því fram í síðasta mánuði að ríkisstjórn Joes Biden hefði haldið þeim í geimnum af pólitískum ástæðum mótmælti danskur geimfari sem hefur tvisvar sinnum farið til geimstöðvarinnar því og benti á að löngu væri ákveðið að þau myndu snúa aftur með geimfarinu sem sent var í september og að þó Trump hefði verið við völd í meira en mánuð hefðu þeir ekki sent geimfar til að sækja þau. Því svaraði Musk með því að kalla Andreas Mogensen, danska geimfarann, „þroskaheftan“. Geimfararnir fjórir sem lögðu af stað til geimstöðvarinnar í gær.AFP/Gregg Newton Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar hafa þau Wilmore og Williams ávallt sagt að þau styðji þær ákvarðanir sem hafa verið teknar um veru þeirra í geimnum. Þau hafa bæði búið áður í geimstöðinni og hafa á undanförnum mánuðum unnið við viðgerðir og vísindastörf, svo eitthvað sé nefnt. Williams fór í geimgöngu og varð þar með sú kona sem farið hefur í flestar geimgöngur, alls níu. Bandaríkin Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Donald Trump Elon Musk Boeing SpaceX Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Geimfararnir fjórir sem sendir voru út í geim í gær, þau Anne McClain og Nichole Ayers frá Bandaríkjunum, Takuya Onishi frá Japan og Kirill Peskov, frá Rússlandi, eru nú á braut um jörðu um borð í Dragon geimfari SpaceX og eiga að tengjast geimstöðinni í kvöld. Have a great time in space, y'all! #Crew10 lifted off from @NASAKennedy at 7:03pm ET (2303 UTC) on Friday, March 14. pic.twitter.com/9Vf7VVeGev— NASA (@NASA) March 14, 2025 Það mun gera þeim Butch Wilmore og Suni Williams kleift að snúa aftur til jarðar á næstunni og stendur til að það gerist á miðvikudaginn. Wilmore og Williams hafa verið strandaglópar í geimstöðinni í um níu mánuði en upprunalega átti geimferð þeirra einungis að taka átta daga. Þeim var skotið til geimstöðvarinnar um borð í Starliner geimfarið Boeing í júní en nokkrar bilanir áttu sér stað um borð í geimfarinu og var það því sent tómt aftur til jarðarinnar í september. Tæknilega séð hefur enginn verið fastur um borð í geimstöðinni þar sem þar hefur alltaf verið geimfar fyrir geimfarana til að nota í neyðartilfellum. Í september voru svo sendir tveir geimfarar til geimstöðvarinnar og eiga þeir að snúa aftur með Wilmore og Williams í næstu viku. Crew-10 on-orbit pic.twitter.com/PlHtPi4Dzh— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2025 Kallaði danskan geimfara „þroskaheftan“ Donald Trump, forseti, og Elon Musk, eigandi SpaceX, hafa notað ævintýri Wilmore og Williams í pólitískum tilgangi og skammast yfir því að þeim hafi ekki verið komið heim fyrr. Þegar Musk hélt því fram í síðasta mánuði að ríkisstjórn Joes Biden hefði haldið þeim í geimnum af pólitískum ástæðum mótmælti danskur geimfari sem hefur tvisvar sinnum farið til geimstöðvarinnar því og benti á að löngu væri ákveðið að þau myndu snúa aftur með geimfarinu sem sent var í september og að þó Trump hefði verið við völd í meira en mánuð hefðu þeir ekki sent geimfar til að sækja þau. Því svaraði Musk með því að kalla Andreas Mogensen, danska geimfarann, „þroskaheftan“. Geimfararnir fjórir sem lögðu af stað til geimstöðvarinnar í gær.AFP/Gregg Newton Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar hafa þau Wilmore og Williams ávallt sagt að þau styðji þær ákvarðanir sem hafa verið teknar um veru þeirra í geimnum. Þau hafa bæði búið áður í geimstöðinni og hafa á undanförnum mánuðum unnið við viðgerðir og vísindastörf, svo eitthvað sé nefnt. Williams fór í geimgöngu og varð þar með sú kona sem farið hefur í flestar geimgöngur, alls níu.
Bandaríkin Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Donald Trump Elon Musk Boeing SpaceX Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira