Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 08:50 Vígamenn Íslamska ríkisins í Írak á árum áður. AFP/Al-Furqan Media Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu. Árásin mun hafa verið gerð þann 13. mars í samvinnu með leyniþjónustu og öryggissveitum Íraks og í samvinnu við héraðastjórn Kúrda í Írak. Í tilkynningu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu segir að eftir árásina hafi hermenn verið sendir á vettvang og þeir hafi fundið Abu Khadijah og hinn manninn klædda sprengjuvestum og með mörg vopn meðferðis. Kennsl voru borin á líkið með því að bera lífsýni saman við önnur sýni sem safnað var í áhlaupi sem leiðtoginn er sagður hafa sloppið naumlega frá. „Abu Khadijah var einn af mikilvægustu meðlimum Íslamska ríkisins á heimsvísu,“ er haft eftir herforingjanum Michael Erik Kurilla. „Við halda áfram að fella hryðjuverkamenn og brjóta áfram niður samtök þeirra sem ógna heimalandi okkar og bandamönnum.“ CENTCOM Forces Kill ISIS Chief of Global Operations Who Also Served as ISIS #2On March 13, U.S. Central Command forces, in cooperation with Iraqi Intelligence and Security Forces, conducted a precision airstrike in Al Anbar Province, Iraq, that killed the Global ISIS #2 leader,… pic.twitter.com/rWeEoUY7Lw— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði fyrstur frá dauða Abu Khadijah í gær. Hann sagði að Írakar myndu áfram sigra myrkraöfl og hryðjuverkasamtök og sagði að vígamaðurinn hefði verið einhver hættulegasti maður Íraks og heimsins. Donald Trump, forseti, tjáði sig um dauða Abu Khadijah í nótt. Hann sagði vígamanninn hafa verið eltan uppi og að endir hafi verið bundinn á „aumkunarvert“ líf hans. Trump sagði hryðjuverkaleiðtogann hafa verið felldan í gær, föstudag, en hið rétta er að árásin var gerð á fimmtudag. Tíð dauðsföll leiðtoga Frá því bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ og felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda Íslamska ríkisins, í áhlaupi í Sýrlandi árið 2019, hafa leiðtogar hryðjuverkasamtakanna ekki verið langlífir. Þeir hafa verið felldir í áhlaupum og loftárásum, hver á fætur öðrum, á undanförnum árum. Núverandi leiðtogi Íslamska ríkisins kallast Abu Hafs al-Hashimi al-Qurashi og varð hann kalífi í ágúst 2023. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir honum síðan þá. Samhliða þessari þróun hefur þungamiðja starfsemi hryðjuverkasamtakanna færst í auknu mæli til Afríku. Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Sjá meira
Árásin mun hafa verið gerð þann 13. mars í samvinnu með leyniþjónustu og öryggissveitum Íraks og í samvinnu við héraðastjórn Kúrda í Írak. Í tilkynningu frá yfirmönnum herafla Bandaríkjanna á svæðinu segir að eftir árásina hafi hermenn verið sendir á vettvang og þeir hafi fundið Abu Khadijah og hinn manninn klædda sprengjuvestum og með mörg vopn meðferðis. Kennsl voru borin á líkið með því að bera lífsýni saman við önnur sýni sem safnað var í áhlaupi sem leiðtoginn er sagður hafa sloppið naumlega frá. „Abu Khadijah var einn af mikilvægustu meðlimum Íslamska ríkisins á heimsvísu,“ er haft eftir herforingjanum Michael Erik Kurilla. „Við halda áfram að fella hryðjuverkamenn og brjóta áfram niður samtök þeirra sem ógna heimalandi okkar og bandamönnum.“ CENTCOM Forces Kill ISIS Chief of Global Operations Who Also Served as ISIS #2On March 13, U.S. Central Command forces, in cooperation with Iraqi Intelligence and Security Forces, conducted a precision airstrike in Al Anbar Province, Iraq, that killed the Global ISIS #2 leader,… pic.twitter.com/rWeEoUY7Lw— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 15, 2025 Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði fyrstur frá dauða Abu Khadijah í gær. Hann sagði að Írakar myndu áfram sigra myrkraöfl og hryðjuverkasamtök og sagði að vígamaðurinn hefði verið einhver hættulegasti maður Íraks og heimsins. Donald Trump, forseti, tjáði sig um dauða Abu Khadijah í nótt. Hann sagði vígamanninn hafa verið eltan uppi og að endir hafi verið bundinn á „aumkunarvert“ líf hans. Trump sagði hryðjuverkaleiðtogann hafa verið felldan í gær, föstudag, en hið rétta er að árásin var gerð á fimmtudag. Tíð dauðsföll leiðtoga Frá því bandarískir hermenn duttu í „lukkupottinn“ og felldu Abu Bakr al-Baghdadi, stofnanda Íslamska ríkisins, í áhlaupi í Sýrlandi árið 2019, hafa leiðtogar hryðjuverkasamtakanna ekki verið langlífir. Þeir hafa verið felldir í áhlaupum og loftárásum, hver á fætur öðrum, á undanförnum árum. Núverandi leiðtogi Íslamska ríkisins kallast Abu Hafs al-Hashimi al-Qurashi og varð hann kalífi í ágúst 2023. Tiltölulega lítið hefur farið fyrir honum síðan þá. Samhliða þessari þróun hefur þungamiðja starfsemi hryðjuverkasamtakanna færst í auknu mæli til Afríku.
Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Sjá meira