Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 17:03 Írakskir hermenn með fána ISIS eftir að Mosul var frelsuð undan oki vígamanna hryðjuverkasamtakanna. EPA/AHMED JALIL Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. Sögunni fylgdi að al-Qurashi hefði dáið í bardaga, en ekki var sagt við hverja eða hvenær. Fyrrverandi talsmaður bandalagsins gegn ISIS segist þó hafa heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur af vígamönnum HTS, systursamtaka al-Qaeda í Sýrlandi, og það hafi gerst í Idlib-héraði. EXCLUSIVE | Commenting on the killing of ISIL's Caliph.A reliable source reports initial info that he was killed four days ago by the other terrorist organization HTS in Idlib, NW Syria.OTH, he reported about an outstanding achievement by @SOJTF_LEVANT / @CJTFOIR, the ...— Mzahem Alsaloum (@Mzahem_Alsaloum) November 30, 2022 Hryðjuverkasamtökin hafa þegar fengið nýjan leiðtoga en sá er sagður heita Abu al-Hussein al-Husseini al-Qurashi. Samkvæmt frétt France24 vísar titillinn Qurashi í gamlan ættbálk spámannsins Múhammeðs en leiðtogi ISIS verður að geta rakið uppruna sinn til þess ættbálks, í það minnsta að nafninu til. Qurashi fyrri er fjórði leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem fellur á undanförnum árum en hann tók við af Maher al-Agal, sem felldur var í loftárás í Sýrlandi, nærri landamærum Tyrklands, í sumar. Sjá einnig: Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Vígamenn Íslamska ríkisins lögðu undir sig stóra hluta Sýrlands og Íraks árið 2014 og stofnuðu þar kalífadæmi. Fólk gekk til liðs við samtökin í massavís en þegar mest var réðu hryðjuverkasamtökin yfir átta milljónum manna. Kalífadæmið var þó fellt árið 2019 í átökum sem leidd voru að Írökum, sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjamönnum. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi. Sýrland Hernaður Tengdar fréttir Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. 4. nóvember 2022 14:40 Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. 6. október 2022 14:01 Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. 19. ágúst 2022 22:15 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Sjá meira
Sögunni fylgdi að al-Qurashi hefði dáið í bardaga, en ekki var sagt við hverja eða hvenær. Fyrrverandi talsmaður bandalagsins gegn ISIS segist þó hafa heimildir fyrir því að hann hafi verið felldur af vígamönnum HTS, systursamtaka al-Qaeda í Sýrlandi, og það hafi gerst í Idlib-héraði. EXCLUSIVE | Commenting on the killing of ISIL's Caliph.A reliable source reports initial info that he was killed four days ago by the other terrorist organization HTS in Idlib, NW Syria.OTH, he reported about an outstanding achievement by @SOJTF_LEVANT / @CJTFOIR, the ...— Mzahem Alsaloum (@Mzahem_Alsaloum) November 30, 2022 Hryðjuverkasamtökin hafa þegar fengið nýjan leiðtoga en sá er sagður heita Abu al-Hussein al-Husseini al-Qurashi. Samkvæmt frétt France24 vísar titillinn Qurashi í gamlan ættbálk spámannsins Múhammeðs en leiðtogi ISIS verður að geta rakið uppruna sinn til þess ættbálks, í það minnsta að nafninu til. Qurashi fyrri er fjórði leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem fellur á undanförnum árum en hann tók við af Maher al-Agal, sem felldur var í loftárás í Sýrlandi, nærri landamærum Tyrklands, í sumar. Sjá einnig: Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Vígamenn Íslamska ríkisins lögðu undir sig stóra hluta Sýrlands og Íraks árið 2014 og stofnuðu þar kalífadæmi. Fólk gekk til liðs við samtökin í massavís en þegar mest var réðu hryðjuverkasamtökin yfir átta milljónum manna. Kalífadæmið var þó fellt árið 2019 í átökum sem leidd voru að Írökum, sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjamönnum. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi.
Sýrland Hernaður Tengdar fréttir Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. 4. nóvember 2022 14:40 Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. 6. október 2022 14:01 Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. 19. ágúst 2022 22:15 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Sjá meira
Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. 4. nóvember 2022 14:40
Felldu enn einn háttsettan ISIS-liða Bandarískir sérsveitarmenn réðust í nótt til atlögu gegn háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Hermennirnir voru fluttir með þyrlum til þorpsins Muluk Saray, sem er skammt frá Qamishli og er á yfirráðasvæði Bashars al Assads, forseta Sýrlands. 6. október 2022 14:01
Einn Bítla ISIS dæmdur í lífstíðarfangelsi El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir. 19. ágúst 2022 22:15