Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 11:38 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Getty/Kayla Bartkowsk Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum. „Svo það sé á hreinu er frumvarp Repúblikana hræðilegur kostur,“ sagði Schumer. „En ég tel það enn verri kost að leyfa Donald Trump að taka sér enn meiri völd með því að stöðva rekstur ríkisins.“ Til að samþykkja fjárlagafrumvarp þeirra munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá átta Demókrötum í öldungadeildinni. Schumer er einungis annar tveggja sem hafa sagst ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu en samkvæmt Washington Post sagði hann fyrr í vikunni að ólíklegt væri að þessi átta atkvæði væru til staðar. Færa Trump vald þingsins á silfurfati Umrætt fjárlagafrumvarp er mjög umdeilt en orðlag í því er mjög loðið og myndi veita Trump umboð varðandi það hvernig fjármunum ríkisins yrði varið. Þingið á að stýra fjárútlátum úr ríkisbuddunni en þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lúffað mjög fyrir Trump á því sviði frá því hann tók við embætti forseta. Demókratar hafa lýst frumvarpinu sem óútfylltri ávísun sem Repúblikanar vilji gefa Trump. Það er að segja að Trump og ríkisstjórn hans myndu geta flutt peninga sem þingið vilji vera til sérstakra verkefna, í allt önnur verkefni sem Trump hefur meiri áhuga á. Gagnrýnendur segja að Repúblikanar séu í raun að færa Trump vald þingsins á silfurfati. Verði frumvarpið samþykkt yrði það í þriðja sinn á þessu fjárlagaári sem þingmenn samþykkja tímabundið fjárlagafrumvarp, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekkert hefur gengið í að gera frumvarp til langs tíma vegna naums meirihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni og deilna innan flokksins. Þetta nýja frumvarp myndi tryggja fjármagn til ríkisreksturs út september. Undir miklum þrýstingi Þó Repúblikanar séu í meirihluta í báðum deildum þingsins og Repúblikani sitji í Hvíta húsinu, hafa þingmenn flokksins og málpípur varið miklu púðri undanfarna daga í að kenna Demókrötum um, komi til þess að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Schumher segir öldungadeildarþingmenn undir miklum þrýstingi frá Demókrötum í fulltrúadeildinni og kjósendum um að styðja ekki frumvarpið. Einungis einn þingmaður Demókrataflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu þegar það fór gegnum fulltrúadeildina. Þessi þrýstingur er meðal annars til kominn vegna aðgerða Trumps og Elons Musk þegar kemur að því að leggja niður opinberar stofnanir og segja opinberu starfsfólki upp í þúsunda tali. Schumer segir þó að komi til stöðvunar ríkisreksturs muni Trump geta farð í enn meira niðurrif stofnana og sagt upp enn fleira fólki. Schumer hefur varað Demókrata við því að Repúblikanar vilji stöðva rekstur ríkisins og telji sig geta kennt Demókrötum um það. Stöðvunin gæti staðið yfir í marga mánuði og gert Trump-liðum mun auðveldar að segja fólki upp og loka stofnunum. Í frétt Punchbowl News segir að líklegt sé að Demókratar muni að endingu hjálpa Repúblikönum að koma frumvarpinu gegnum þingið en umfangsmiklar deilur eigi sér stað innan flokksins. Demókratar höfðu krafist þess að þingið setti hömlur á Musk, Doge og Trump en svo virðist sem þeir hafi alfarið gefist upp. Nú eru þeir sagðir munnhöggvast sín á milli. Blaðamenn PN, sem sérhæfa sig í fréttaflutningi af þinginu vestanhafs, segja Demókrata hafa klúðrað málinu algerlega. Þeir hafi ekki beitt þeim vopnum sem þeir höfðu nægjanlega vel og á engum tímapunkti hafi þeim tekist að setja pressu á Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
„Svo það sé á hreinu er frumvarp Repúblikana hræðilegur kostur,“ sagði Schumer. „En ég tel það enn verri kost að leyfa Donald Trump að taka sér enn meiri völd með því að stöðva rekstur ríkisins.“ Til að samþykkja fjárlagafrumvarp þeirra munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá átta Demókrötum í öldungadeildinni. Schumer er einungis annar tveggja sem hafa sagst ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu en samkvæmt Washington Post sagði hann fyrr í vikunni að ólíklegt væri að þessi átta atkvæði væru til staðar. Færa Trump vald þingsins á silfurfati Umrætt fjárlagafrumvarp er mjög umdeilt en orðlag í því er mjög loðið og myndi veita Trump umboð varðandi það hvernig fjármunum ríkisins yrði varið. Þingið á að stýra fjárútlátum úr ríkisbuddunni en þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lúffað mjög fyrir Trump á því sviði frá því hann tók við embætti forseta. Demókratar hafa lýst frumvarpinu sem óútfylltri ávísun sem Repúblikanar vilji gefa Trump. Það er að segja að Trump og ríkisstjórn hans myndu geta flutt peninga sem þingið vilji vera til sérstakra verkefna, í allt önnur verkefni sem Trump hefur meiri áhuga á. Gagnrýnendur segja að Repúblikanar séu í raun að færa Trump vald þingsins á silfurfati. Verði frumvarpið samþykkt yrði það í þriðja sinn á þessu fjárlagaári sem þingmenn samþykkja tímabundið fjárlagafrumvarp, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekkert hefur gengið í að gera frumvarp til langs tíma vegna naums meirihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni og deilna innan flokksins. Þetta nýja frumvarp myndi tryggja fjármagn til ríkisreksturs út september. Undir miklum þrýstingi Þó Repúblikanar séu í meirihluta í báðum deildum þingsins og Repúblikani sitji í Hvíta húsinu, hafa þingmenn flokksins og málpípur varið miklu púðri undanfarna daga í að kenna Demókrötum um, komi til þess að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Schumher segir öldungadeildarþingmenn undir miklum þrýstingi frá Demókrötum í fulltrúadeildinni og kjósendum um að styðja ekki frumvarpið. Einungis einn þingmaður Demókrataflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu þegar það fór gegnum fulltrúadeildina. Þessi þrýstingur er meðal annars til kominn vegna aðgerða Trumps og Elons Musk þegar kemur að því að leggja niður opinberar stofnanir og segja opinberu starfsfólki upp í þúsunda tali. Schumer segir þó að komi til stöðvunar ríkisreksturs muni Trump geta farð í enn meira niðurrif stofnana og sagt upp enn fleira fólki. Schumer hefur varað Demókrata við því að Repúblikanar vilji stöðva rekstur ríkisins og telji sig geta kennt Demókrötum um það. Stöðvunin gæti staðið yfir í marga mánuði og gert Trump-liðum mun auðveldar að segja fólki upp og loka stofnunum. Í frétt Punchbowl News segir að líklegt sé að Demókratar muni að endingu hjálpa Repúblikönum að koma frumvarpinu gegnum þingið en umfangsmiklar deilur eigi sér stað innan flokksins. Demókratar höfðu krafist þess að þingið setti hömlur á Musk, Doge og Trump en svo virðist sem þeir hafi alfarið gefist upp. Nú eru þeir sagðir munnhöggvast sín á milli. Blaðamenn PN, sem sérhæfa sig í fréttaflutningi af þinginu vestanhafs, segja Demókrata hafa klúðrað málinu algerlega. Þeir hafi ekki beitt þeim vopnum sem þeir höfðu nægjanlega vel og á engum tímapunkti hafi þeim tekist að setja pressu á Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira