Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 11:38 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Getty/Kayla Bartkowsk Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum. „Svo það sé á hreinu er frumvarp Repúblikana hræðilegur kostur,“ sagði Schumer. „En ég tel það enn verri kost að leyfa Donald Trump að taka sér enn meiri völd með því að stöðva rekstur ríkisins.“ Til að samþykkja fjárlagafrumvarp þeirra munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá átta Demókrötum í öldungadeildinni. Schumer er einungis annar tveggja sem hafa sagst ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu en samkvæmt Washington Post sagði hann fyrr í vikunni að ólíklegt væri að þessi átta atkvæði væru til staðar. Færa Trump vald þingsins á silfurfati Umrætt fjárlagafrumvarp er mjög umdeilt en orðlag í því er mjög loðið og myndi veita Trump umboð varðandi það hvernig fjármunum ríkisins yrði varið. Þingið á að stýra fjárútlátum úr ríkisbuddunni en þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lúffað mjög fyrir Trump á því sviði frá því hann tók við embætti forseta. Demókratar hafa lýst frumvarpinu sem óútfylltri ávísun sem Repúblikanar vilji gefa Trump. Það er að segja að Trump og ríkisstjórn hans myndu geta flutt peninga sem þingið vilji vera til sérstakra verkefna, í allt önnur verkefni sem Trump hefur meiri áhuga á. Gagnrýnendur segja að Repúblikanar séu í raun að færa Trump vald þingsins á silfurfati. Verði frumvarpið samþykkt yrði það í þriðja sinn á þessu fjárlagaári sem þingmenn samþykkja tímabundið fjárlagafrumvarp, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekkert hefur gengið í að gera frumvarp til langs tíma vegna naums meirihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni og deilna innan flokksins. Þetta nýja frumvarp myndi tryggja fjármagn til ríkisreksturs út september. Undir miklum þrýstingi Þó Repúblikanar séu í meirihluta í báðum deildum þingsins og Repúblikani sitji í Hvíta húsinu, hafa þingmenn flokksins og málpípur varið miklu púðri undanfarna daga í að kenna Demókrötum um, komi til þess að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Schumher segir öldungadeildarþingmenn undir miklum þrýstingi frá Demókrötum í fulltrúadeildinni og kjósendum um að styðja ekki frumvarpið. Einungis einn þingmaður Demókrataflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu þegar það fór gegnum fulltrúadeildina. Þessi þrýstingur er meðal annars til kominn vegna aðgerða Trumps og Elons Musk þegar kemur að því að leggja niður opinberar stofnanir og segja opinberu starfsfólki upp í þúsunda tali. Schumer segir þó að komi til stöðvunar ríkisreksturs muni Trump geta farð í enn meira niðurrif stofnana og sagt upp enn fleira fólki. Schumer hefur varað Demókrata við því að Repúblikanar vilji stöðva rekstur ríkisins og telji sig geta kennt Demókrötum um það. Stöðvunin gæti staðið yfir í marga mánuði og gert Trump-liðum mun auðveldar að segja fólki upp og loka stofnunum. Í frétt Punchbowl News segir að líklegt sé að Demókratar muni að endingu hjálpa Repúblikönum að koma frumvarpinu gegnum þingið en umfangsmiklar deilur eigi sér stað innan flokksins. Demókratar höfðu krafist þess að þingið setti hömlur á Musk, Doge og Trump en svo virðist sem þeir hafi alfarið gefist upp. Nú eru þeir sagðir munnhöggvast sín á milli. Blaðamenn PN, sem sérhæfa sig í fréttaflutningi af þinginu vestanhafs, segja Demókrata hafa klúðrað málinu algerlega. Þeir hafi ekki beitt þeim vopnum sem þeir höfðu nægjanlega vel og á engum tímapunkti hafi þeim tekist að setja pressu á Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
„Svo það sé á hreinu er frumvarp Repúblikana hræðilegur kostur,“ sagði Schumer. „En ég tel það enn verri kost að leyfa Donald Trump að taka sér enn meiri völd með því að stöðva rekstur ríkisins.“ Til að samþykkja fjárlagafrumvarp þeirra munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá átta Demókrötum í öldungadeildinni. Schumer er einungis annar tveggja sem hafa sagst ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu en samkvæmt Washington Post sagði hann fyrr í vikunni að ólíklegt væri að þessi átta atkvæði væru til staðar. Færa Trump vald þingsins á silfurfati Umrætt fjárlagafrumvarp er mjög umdeilt en orðlag í því er mjög loðið og myndi veita Trump umboð varðandi það hvernig fjármunum ríkisins yrði varið. Þingið á að stýra fjárútlátum úr ríkisbuddunni en þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lúffað mjög fyrir Trump á því sviði frá því hann tók við embætti forseta. Demókratar hafa lýst frumvarpinu sem óútfylltri ávísun sem Repúblikanar vilji gefa Trump. Það er að segja að Trump og ríkisstjórn hans myndu geta flutt peninga sem þingið vilji vera til sérstakra verkefna, í allt önnur verkefni sem Trump hefur meiri áhuga á. Gagnrýnendur segja að Repúblikanar séu í raun að færa Trump vald þingsins á silfurfati. Verði frumvarpið samþykkt yrði það í þriðja sinn á þessu fjárlagaári sem þingmenn samþykkja tímabundið fjárlagafrumvarp, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekkert hefur gengið í að gera frumvarp til langs tíma vegna naums meirihluta Repúblikana í fulltrúadeildinni og deilna innan flokksins. Þetta nýja frumvarp myndi tryggja fjármagn til ríkisreksturs út september. Undir miklum þrýstingi Þó Repúblikanar séu í meirihluta í báðum deildum þingsins og Repúblikani sitji í Hvíta húsinu, hafa þingmenn flokksins og málpípur varið miklu púðri undanfarna daga í að kenna Demókrötum um, komi til þess að stöðva þurfi rekstur ríkisins. Schumher segir öldungadeildarþingmenn undir miklum þrýstingi frá Demókrötum í fulltrúadeildinni og kjósendum um að styðja ekki frumvarpið. Einungis einn þingmaður Demókrataflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu þegar það fór gegnum fulltrúadeildina. Þessi þrýstingur er meðal annars til kominn vegna aðgerða Trumps og Elons Musk þegar kemur að því að leggja niður opinberar stofnanir og segja opinberu starfsfólki upp í þúsunda tali. Schumer segir þó að komi til stöðvunar ríkisreksturs muni Trump geta farð í enn meira niðurrif stofnana og sagt upp enn fleira fólki. Schumer hefur varað Demókrata við því að Repúblikanar vilji stöðva rekstur ríkisins og telji sig geta kennt Demókrötum um það. Stöðvunin gæti staðið yfir í marga mánuði og gert Trump-liðum mun auðveldar að segja fólki upp og loka stofnunum. Í frétt Punchbowl News segir að líklegt sé að Demókratar muni að endingu hjálpa Repúblikönum að koma frumvarpinu gegnum þingið en umfangsmiklar deilur eigi sér stað innan flokksins. Demókratar höfðu krafist þess að þingið setti hömlur á Musk, Doge og Trump en svo virðist sem þeir hafi alfarið gefist upp. Nú eru þeir sagðir munnhöggvast sín á milli. Blaðamenn PN, sem sérhæfa sig í fréttaflutningi af þinginu vestanhafs, segja Demókrata hafa klúðrað málinu algerlega. Þeir hafi ekki beitt þeim vopnum sem þeir höfðu nægjanlega vel og á engum tímapunkti hafi þeim tekist að setja pressu á Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira