Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2025 11:00 Aron Einar hefur eytt miklum tíma í endurhæfingu síðustu misseri. Will Palmer/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Athygli vakti að Aron Einar Gunnarsson hafi verið valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar fyrir komandi leiki karlalandsliðsins í fótbolta við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar. Misjafnar skoðanir eru á valinu. Aron Einar hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin ár og hefur ekki mikið leikið með landsliðinu, né heldur með félagsliðum. Aron samdi við uppeldisfélagið Þór á Akureyri síðasta sumar til að koma sér í leikform eftir mikil meiðsli. Hann spilaði sex leiki með liðinu og skoraði eitt mark í Lengjudeildinni frá ágúst fram í september. Síðasti leikur hans með Þór var við Dalvík/Reyni 8. september. Eftir það fór Aron til Katar og samdi við Al-Gharafa. Aron hefur ekki spilað með því liði í deildarkeppninni katörsku vegna regnla um fjölda erlendra leikmanna en spilað alla leiki liðsins í Meistaradeild Asíu. Þórður Einarsson, yfirþjálfari Þróttar.Mynd/Þróttur R. Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík, furðar sig á valinu á samfélagsmiðlinum X. „Fínn hópur & sjaldan verið eins erfitt að velja hóp en um þessar mundir. Margir góðir spilarar ekki valdir. Það skýtur því skökku við, raunar galið að Aron Einar hafi verið valinn. 731 mínúta af fótbolta síðan 2023. Þar af 6 leikir í Lengjunni(1 sigur)“ segir Þórður á X. Aron Einar hafi aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta með félagsliðum síðustu rúmu tvö árin. 438 þeirra mínútna voru í Meistaradeild Asíu með Al-Gharafa síðustu mánuði, en hinar 293 mínúturnar með Þór í Lengjudeildinni síðasta sumar. Aron spilaði sex af sjö leikjum Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu. Fyrsti leikurinn var í Al-Ain 10. janúar en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan það tapaði 4-2 fyrir Al-Ahli 17. febrúar síðastliðinn. Aron Einar liggur svekktur á vellinum í Svartfjallalandi í nóvember. Hann neyddist meiddur af velli eftir 20 mínútur.Stöð 2 Sport Aron Einar var með landsliðinu í síðasta landsliðsglugga Åge Hareide en fór meiddur af velli eftir aðeins 20 mínútna leik í 2-0 sigri Íslands á Svartfjallalandi þann 16. nóvember síðastliðinn. Það var 104. landsleikur fyrrum landsliðsfyrirliðans, sem jafnaði þar með leikjafjölda Rúnars Kristinssonar. Aron Einar vantar níu leiki til að ná Birki Bjarnasyni, sem er leikjahæstur í sögu landsliðsins með 113 landsleiki. Það var eini leikur Arons í Þjóðadeildinni en hann spilaði þrjá leiki í undankeppni EM 2024. Hann skoraði þrjú af fimm landsliðsmörkum sínum í 7-0 sigri á Liechtenstein í mars 2023, undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Þá spilaði hann síðustu tíu mínúturnar í 4-0 sigri á Liectenstein í október sama ár og spilaði síðasta hálftímann í 4-2 tapi fyrir Slóvakíu í nóvember 2023. Það eru síðustu landsleikir Arons Einars, utan 20 mínútnanna við Svartfjallaland í nóvember í fyrra. Hvað sagði Arnar um valið? Arnar Gunnlaugsson tók stóra ákvörðun fyrir komandi landsleikjaglugga. Hann svipti Aron Einar fyrirliðabandinu. Orri Steinn Óskarsson er nýr landsliðsfyrirliði þrátt fyrir ungan aldur og Hákon Arnar Haraldsson varafyrirliði. Ný gullkynslóð leikmanna leiði þannig liðið áfram, samkvæmt Arnari. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta.Vísir/Sigurjón Hann valdi Aron Einar þrátt fyrir það í hópinn en tveir aðrir leikmenn af hans kynslóð eru fjarverandi. Þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru ekki í standi til að taka þátt gegn Kósóvó. Í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Arnar mikilvægt að Aron yrði fulltrúi fyrri gullkynslóðar í hópnum. „Ég held að þetta snúist um að hann sé fit. Hann hefur náð góðri æfingatörn síðustu mánuði og spilað fáa, en erfiða leiki í Meistaradeild Asíu. Ég hef spjallað við hann reglulega og hann er mjög spenntur og hungraður. Mér fannst mikilvægt að hafa sterka viðveru frá þessari kynslóð í þessum hópi. Þú vilt hafa gott jafnvægi í hvaða hópi sem er. Mér finnst þessi hópur hafa gott jafnvægi í aldri og hæfileikum,“ sagði Arnar. Arnar sagði jafnframt í viðtali við Fótbolti.net í gær að Aron Einar þyrfti ekki að bera fyrirliðaband til að vera leiðtogi innan hópsins. Hann miðli af sinni reynslu til annarra í hópnum. Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sá leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars. Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Aron Einar hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin ár og hefur ekki mikið leikið með landsliðinu, né heldur með félagsliðum. Aron samdi við uppeldisfélagið Þór á Akureyri síðasta sumar til að koma sér í leikform eftir mikil meiðsli. Hann spilaði sex leiki með liðinu og skoraði eitt mark í Lengjudeildinni frá ágúst fram í september. Síðasti leikur hans með Þór var við Dalvík/Reyni 8. september. Eftir það fór Aron til Katar og samdi við Al-Gharafa. Aron hefur ekki spilað með því liði í deildarkeppninni katörsku vegna regnla um fjölda erlendra leikmanna en spilað alla leiki liðsins í Meistaradeild Asíu. Þórður Einarsson, yfirþjálfari Þróttar.Mynd/Þróttur R. Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík, furðar sig á valinu á samfélagsmiðlinum X. „Fínn hópur & sjaldan verið eins erfitt að velja hóp en um þessar mundir. Margir góðir spilarar ekki valdir. Það skýtur því skökku við, raunar galið að Aron Einar hafi verið valinn. 731 mínúta af fótbolta síðan 2023. Þar af 6 leikir í Lengjunni(1 sigur)“ segir Þórður á X. Aron Einar hafi aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta með félagsliðum síðustu rúmu tvö árin. 438 þeirra mínútna voru í Meistaradeild Asíu með Al-Gharafa síðustu mánuði, en hinar 293 mínúturnar með Þór í Lengjudeildinni síðasta sumar. Aron spilaði sex af sjö leikjum Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu. Fyrsti leikurinn var í Al-Ain 10. janúar en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan það tapaði 4-2 fyrir Al-Ahli 17. febrúar síðastliðinn. Aron Einar liggur svekktur á vellinum í Svartfjallalandi í nóvember. Hann neyddist meiddur af velli eftir 20 mínútur.Stöð 2 Sport Aron Einar var með landsliðinu í síðasta landsliðsglugga Åge Hareide en fór meiddur af velli eftir aðeins 20 mínútna leik í 2-0 sigri Íslands á Svartfjallalandi þann 16. nóvember síðastliðinn. Það var 104. landsleikur fyrrum landsliðsfyrirliðans, sem jafnaði þar með leikjafjölda Rúnars Kristinssonar. Aron Einar vantar níu leiki til að ná Birki Bjarnasyni, sem er leikjahæstur í sögu landsliðsins með 113 landsleiki. Það var eini leikur Arons í Þjóðadeildinni en hann spilaði þrjá leiki í undankeppni EM 2024. Hann skoraði þrjú af fimm landsliðsmörkum sínum í 7-0 sigri á Liechtenstein í mars 2023, undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Þá spilaði hann síðustu tíu mínúturnar í 4-0 sigri á Liectenstein í október sama ár og spilaði síðasta hálftímann í 4-2 tapi fyrir Slóvakíu í nóvember 2023. Það eru síðustu landsleikir Arons Einars, utan 20 mínútnanna við Svartfjallaland í nóvember í fyrra. Hvað sagði Arnar um valið? Arnar Gunnlaugsson tók stóra ákvörðun fyrir komandi landsleikjaglugga. Hann svipti Aron Einar fyrirliðabandinu. Orri Steinn Óskarsson er nýr landsliðsfyrirliði þrátt fyrir ungan aldur og Hákon Arnar Haraldsson varafyrirliði. Ný gullkynslóð leikmanna leiði þannig liðið áfram, samkvæmt Arnari. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta.Vísir/Sigurjón Hann valdi Aron Einar þrátt fyrir það í hópinn en tveir aðrir leikmenn af hans kynslóð eru fjarverandi. Þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru ekki í standi til að taka þátt gegn Kósóvó. Í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Arnar mikilvægt að Aron yrði fulltrúi fyrri gullkynslóðar í hópnum. „Ég held að þetta snúist um að hann sé fit. Hann hefur náð góðri æfingatörn síðustu mánuði og spilað fáa, en erfiða leiki í Meistaradeild Asíu. Ég hef spjallað við hann reglulega og hann er mjög spenntur og hungraður. Mér fannst mikilvægt að hafa sterka viðveru frá þessari kynslóð í þessum hópi. Þú vilt hafa gott jafnvægi í hvaða hópi sem er. Mér finnst þessi hópur hafa gott jafnvægi í aldri og hæfileikum,“ sagði Arnar. Arnar sagði jafnframt í viðtali við Fótbolti.net í gær að Aron Einar þyrfti ekki að bera fyrirliðaband til að vera leiðtogi innan hópsins. Hann miðli af sinni reynslu til annarra í hópnum. Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sá leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars. Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira