Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 09:04 Diego Maradona er elskaður og dáður í heimalandinu sem og í Napoli á Ítalíu. afp/Luis ROBAYO Diego Maradona virðist hafa búið við hræðilegar aðstæður síðustu dagana sem hann lifði. Þetta hefur komið fram í réttarhöldunum yfir læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hann síðustu ævidaga hans. Réttarhöldin yfir sjömenningunum hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir að orðið Maradona að bana með slæmri meðferð. Maradona lést þann 25. nóvember 2020, sextugur að aldri. Í réttarhöldunum var meðal annars greint frá niðrandi ummælum sem einn læknirinn lét falla um Maradona í WhatsApp skilaboðum. „Feiti maðurinn deyr á endanum,“ skrifaði taugasérfræðingurinn Leopoldo Luque. Þá er því haldið fram að Maradona hafi verið smúlaður með vatnsbunu í staðinn fyrir að fara með hann í sturtu. Maradona gekkst undir aðgerð á heila í byrjun nóvember 2020. Luque framkvæmdi aðgerðina. Eftir að Maradona var útskrifaður af spítala var hann í umsjón lækna og hjúkrunarfólks í íbúð sem hann leigði í Tigre. Maradona fór ekki vel með sig og ástand hans var slæmt en saksóknari í máli hans segir að með réttri meðhöndlun hefði hann getað lifað af. „Í hryllingshúsinu sem Diego Maradona lést í gerði enginn það sem hann átti að gera,“ sagði saksóknarinn, Patricio Ferrari. Sálfræðingurinn Griselda Morel, sem aðstoðaði ungan son Maradonas, heimsótti hann í Tigre og sagði að honum hefði verið gefið áfengi ef hann biði um það og að töflur hafi verið muldar út í bjórinn hans. Hún sagði jafnframt að Maradona hefði verið með hálfgerðu óráði og talað í ímyndaðan síma. Fernando Burlando, lögfræðingur dætra Maradonas, Dölmu og Gianinnu, sagði að komið hafi verið fram við argentínska goðið eins og dýr og hann hafi hreinlega verið myrtur. Sérfræðingar telja að Maradona hafi látist í svefni milli klukkan fjögur og sex að morgni 25. nóvember. Talið er að hann hafi fundist um klukkan hálf eitt og því kannaði enginn ástand hans í lengri tíma. Réttarhöldin munu standa fram í júlí en um hundrað manns munu bera vitni. Ef sjömenningarnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm. Fótbolti Argentína Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Fótbolti Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sport Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Fótbolti Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Tuchel skammaði Foden og Rashford Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Sló met Rashford og varð sá yngsti Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Skoraði í fyrsta landsleiknum „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Pedersen framlengir við Val Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Sjá meira
Réttarhöldin yfir sjömenningunum hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir að orðið Maradona að bana með slæmri meðferð. Maradona lést þann 25. nóvember 2020, sextugur að aldri. Í réttarhöldunum var meðal annars greint frá niðrandi ummælum sem einn læknirinn lét falla um Maradona í WhatsApp skilaboðum. „Feiti maðurinn deyr á endanum,“ skrifaði taugasérfræðingurinn Leopoldo Luque. Þá er því haldið fram að Maradona hafi verið smúlaður með vatnsbunu í staðinn fyrir að fara með hann í sturtu. Maradona gekkst undir aðgerð á heila í byrjun nóvember 2020. Luque framkvæmdi aðgerðina. Eftir að Maradona var útskrifaður af spítala var hann í umsjón lækna og hjúkrunarfólks í íbúð sem hann leigði í Tigre. Maradona fór ekki vel með sig og ástand hans var slæmt en saksóknari í máli hans segir að með réttri meðhöndlun hefði hann getað lifað af. „Í hryllingshúsinu sem Diego Maradona lést í gerði enginn það sem hann átti að gera,“ sagði saksóknarinn, Patricio Ferrari. Sálfræðingurinn Griselda Morel, sem aðstoðaði ungan son Maradonas, heimsótti hann í Tigre og sagði að honum hefði verið gefið áfengi ef hann biði um það og að töflur hafi verið muldar út í bjórinn hans. Hún sagði jafnframt að Maradona hefði verið með hálfgerðu óráði og talað í ímyndaðan síma. Fernando Burlando, lögfræðingur dætra Maradonas, Dölmu og Gianinnu, sagði að komið hafi verið fram við argentínska goðið eins og dýr og hann hafi hreinlega verið myrtur. Sérfræðingar telja að Maradona hafi látist í svefni milli klukkan fjögur og sex að morgni 25. nóvember. Talið er að hann hafi fundist um klukkan hálf eitt og því kannaði enginn ástand hans í lengri tíma. Réttarhöldin munu standa fram í júlí en um hundrað manns munu bera vitni. Ef sjömenningarnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm.
Fótbolti Argentína Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Fótbolti Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sport Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Fótbolti Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Tuchel skammaði Foden og Rashford Valkostum Arnars fjölgar fyrir seinni leikinn mikilvæga Sló met Rashford og varð sá yngsti Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Skoraði í fyrsta landsleiknum „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Fá ekki að taka þátt á HM félagsliða Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Alisson fór meiddur af velli vegna höfuðmeiðsla Jóhann Berg tók fullan þátt í æfingu dagsins Pedersen framlengir við Val Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir Taldar mun meiri líkur á að Ísland falli niður í C-deild Jóhann Berg kallaður inn í landsliðið Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Ærðust og fögnuðu með steinhissa Henry Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Sjá meira