Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. mars 2025 21:05 Mest er ekið á sauðfé og ekki síst í Austur Skaftafellssýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af því hvað ekið er mikið á búfé í umdæminu með tilheyrandi skemmdum á bílum og dauðum skepnum, aðallega sauðfé. Á árunum 2014 til 2024 var ekið 1550 sinnum á búfé með tilheyrandi tjónum. Það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki Lögreglunnar á Suðurlandi enda mörg málin, sem þarf að sinna. Eitt af þeim er vandræðaástand, sem skapast oft vegna lausagöngu búfjár en samkvæmt tölum, sem Grétar Már, varðstjóri á Höfn í Hornafirði hefur tekið saman þá var ekið 1550 sinnum á búfé á árunum 2014 til 2024. Mest er ekið á búfé á vegunum í Austur Skaftafellssýslu. „Síðan 2014 þá eru þetta orðnir 1550 gripir sem hafi verið tilkynntir eða komið inn á okkar borð. Þetta er mikill fjöldi eða eins og þrjú stór fjárbú,” segir Grétar Már og bætir við. „Það sem ég hef verið að taka saman eru aðallega sauðfé en það er svo mikið við vegina, sérstaklega þarna í austur sýslunni og það er líka verið að keyra á hross og hreindýr en langmest sauðfé og það er það sem við höfum svolítið áhyggjur af.” Grétar Már segir að í langflestum tilfellum þegar ekið er á búfé drepist það strax. En erum við að tala um ógætilegan akstur ökumanna eða hvað? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held bara og maður hefur séð það að skepnurnar stökkva bara upp á veginn. Við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum, sem eru ekki vanir svona í umferðinni.” Grétar Már Þorkelsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi á Höfn í Hornafirði, sem hefur tekið saman hvað það hefur verið ekið oft á búfé á árunum 2014 til 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ráðleggingar á Grétar Már vegna lausagöngu búfjár við vegi? „Bara að girða í raun og veru.” Og þetta í blálokin frá varðstjóranum. „Passið ykkur bara á kindunum í vor og akið varlega,” segir Grétar Már. Mikið tjón verður oft á ökutækjum eftir að ekið hefur verið á búfé.Aðsend Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Sauðfé Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki Lögreglunnar á Suðurlandi enda mörg málin, sem þarf að sinna. Eitt af þeim er vandræðaástand, sem skapast oft vegna lausagöngu búfjár en samkvæmt tölum, sem Grétar Már, varðstjóri á Höfn í Hornafirði hefur tekið saman þá var ekið 1550 sinnum á búfé á árunum 2014 til 2024. Mest er ekið á búfé á vegunum í Austur Skaftafellssýslu. „Síðan 2014 þá eru þetta orðnir 1550 gripir sem hafi verið tilkynntir eða komið inn á okkar borð. Þetta er mikill fjöldi eða eins og þrjú stór fjárbú,” segir Grétar Már og bætir við. „Það sem ég hef verið að taka saman eru aðallega sauðfé en það er svo mikið við vegina, sérstaklega þarna í austur sýslunni og það er líka verið að keyra á hross og hreindýr en langmest sauðfé og það er það sem við höfum svolítið áhyggjur af.” Grétar Már segir að í langflestum tilfellum þegar ekið er á búfé drepist það strax. En erum við að tala um ógætilegan akstur ökumanna eða hvað? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held bara og maður hefur séð það að skepnurnar stökkva bara upp á veginn. Við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum, sem eru ekki vanir svona í umferðinni.” Grétar Már Þorkelsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi á Höfn í Hornafirði, sem hefur tekið saman hvað það hefur verið ekið oft á búfé á árunum 2014 til 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ráðleggingar á Grétar Már vegna lausagöngu búfjár við vegi? „Bara að girða í raun og veru.” Og þetta í blálokin frá varðstjóranum. „Passið ykkur bara á kindunum í vor og akið varlega,” segir Grétar Már. Mikið tjón verður oft á ökutækjum eftir að ekið hefur verið á búfé.Aðsend
Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Sauðfé Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira