Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Lovísa Arnardóttir, Jón Þór Stefánsson, Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. mars 2025 10:06 Tveir menn hafa verið leiddir fyrir dómara. Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem, samkvæmt heimildum, er talinn hafa verið notaður til að ferja mann á sjötugsaldri frá Þorlákshöfn og til Reykjavíkur þar sem gengið var í skrokk á honum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. Maður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma í gærmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum eftir að þeim hafði verið tilkynnt að hann hefði horfið af heimili sínu á mánudagskvöld og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu grunaði lögreglu snemma að um frelsissviptingu væri að ræða. Sjá einnig: Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að alls hafi átta verið handtekin í málinu. Fimm voru handtekin um hádegisbil í gær og svo þrjú seinni partinn eða um kvöldið. Þremur var sleppt úr haldi að skýrslutöku lokinni. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að rannsókn beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við málið, Stefán Blackburn og nítján ára gamall karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Í fréttum í gær var talað um að maðurinn hefði verið tekinn á leikvöll í Gufunesi. Það hefur þó ekki verið staðfest af lögreglu. Aðeins kemur fram í þeirra tilkynningu að maðurinn hafi fundist í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Margdæmdur ofbeldismaður Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en líkt og áður hefur verið greint frá hafa lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra einnig komið að henni. Umfangsmikil leit fór fram í gær í Kópavogi að lokinni eftirför lögreglunnar. Einn var handtekinn í kjölfar eftirfarar og svo leitaði lögregla að konu sem var handtekin um klukkan 21. Sjá einnig: Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Einn þeirra sem hefur verið handtekinn er margdæmdur ofbeldismaður. Þá hafa einhverjir í hópnum samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu vikur og mánuði. Málið er þó aðeins sagt tengjast fjárkúgun. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Maður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma í gærmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum eftir að þeim hafði verið tilkynnt að hann hefði horfið af heimili sínu á mánudagskvöld og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu grunaði lögreglu snemma að um frelsissviptingu væri að ræða. Sjá einnig: Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að alls hafi átta verið handtekin í málinu. Fimm voru handtekin um hádegisbil í gær og svo þrjú seinni partinn eða um kvöldið. Þremur var sleppt úr haldi að skýrslutöku lokinni. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að rannsókn beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við málið, Stefán Blackburn og nítján ára gamall karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Í fréttum í gær var talað um að maðurinn hefði verið tekinn á leikvöll í Gufunesi. Það hefur þó ekki verið staðfest af lögreglu. Aðeins kemur fram í þeirra tilkynningu að maðurinn hafi fundist í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Margdæmdur ofbeldismaður Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en líkt og áður hefur verið greint frá hafa lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra einnig komið að henni. Umfangsmikil leit fór fram í gær í Kópavogi að lokinni eftirför lögreglunnar. Einn var handtekinn í kjölfar eftirfarar og svo leitaði lögregla að konu sem var handtekin um klukkan 21. Sjá einnig: Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Einn þeirra sem hefur verið handtekinn er margdæmdur ofbeldismaður. Þá hafa einhverjir í hópnum samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu vikur og mánuði. Málið er þó aðeins sagt tengjast fjárkúgun. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Lögreglumál Ölfus Kópavogur Reykjavík Manndráp í Gufunesi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira