„Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. mars 2025 13:02 Luis Enrique er sigurviss fyrir kvöldið, enda yfirspilaði lið hans Liverpool í síðustu viku. Getty/Antonio Borga Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, er fullur sjálfstrausts fyrir leik liðs hans við Liverpool á Anfield í kvöld. Um er að ræða síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Liverpool fyrir leik liðanna 1-0 en PSG hafði algjöra yfirburði í París síðasta miðvikudag. Harvey Elliott stakk rýtingi í hjarta stuðningsmanna PSG með marki undir lok leiks. PSG var með algjöra yfirburði allan leikinn en frammistaða Alisson Becker í marki Liverpool var á meðal þeirra betri sem sést hafa í keppninni. Búast má við frábrugðnum leik í kvöld þar sem Liverpool á til að skapa sérstaka stemningu á Anfield á Meistaradeildarkvöldum. Þeir rauðklæddu vilja vafalaust sýna betri frammistöðu en í síðustu viku. Luis Enrique, þjálfari PSG, er hins vegar fullur sjálfstrausts. „Jafnvel þó við séum undir eftir fyrri leikinn munum við spila okkar eigin leik frá byrjun. Þrátt fyrir úrslitin í París hefðum við ekki viljað spila neitt öðruvísi,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í gær. „Það eina í stöðunni er að vinna og það er það sem keyrir okkur áfram. Ég held að það komi Arne Slot ekki á óvart hvernig við stillum upp, rétt eins og ég hef ákveðnar hugmyndir um það hvernig hann mun stilla upp,“ segir Enrique sem telur að sigurlið kvöldsins fari alla leið í úrslit. „Ég mun ekki gefa upp hvernig við nálgumst leikinn, en við munum sjá tvö af bestu liðum Evrópu sem eru bæði fær um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Og ég tel að liðið sem fer áfram muni fara alla leið,“ segir Enrique enn fremur. Leikur Liverpool og PSG er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Á einhvern ótrúlegan hátt vann Liverpool fyrir leik liðanna 1-0 en PSG hafði algjöra yfirburði í París síðasta miðvikudag. Harvey Elliott stakk rýtingi í hjarta stuðningsmanna PSG með marki undir lok leiks. PSG var með algjöra yfirburði allan leikinn en frammistaða Alisson Becker í marki Liverpool var á meðal þeirra betri sem sést hafa í keppninni. Búast má við frábrugðnum leik í kvöld þar sem Liverpool á til að skapa sérstaka stemningu á Anfield á Meistaradeildarkvöldum. Þeir rauðklæddu vilja vafalaust sýna betri frammistöðu en í síðustu viku. Luis Enrique, þjálfari PSG, er hins vegar fullur sjálfstrausts. „Jafnvel þó við séum undir eftir fyrri leikinn munum við spila okkar eigin leik frá byrjun. Þrátt fyrir úrslitin í París hefðum við ekki viljað spila neitt öðruvísi,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í gær. „Það eina í stöðunni er að vinna og það er það sem keyrir okkur áfram. Ég held að það komi Arne Slot ekki á óvart hvernig við stillum upp, rétt eins og ég hef ákveðnar hugmyndir um það hvernig hann mun stilla upp,“ segir Enrique sem telur að sigurlið kvöldsins fari alla leið í úrslit. „Ég mun ekki gefa upp hvernig við nálgumst leikinn, en við munum sjá tvö af bestu liðum Evrópu sem eru bæði fær um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Og ég tel að liðið sem fer áfram muni fara alla leið,“ segir Enrique enn fremur. Leikur Liverpool og PSG er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33
Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34
Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20
Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53