Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2025 11:34 Púllarar rændu sigrinum og hlupu á brott með forystu til Liverpool-borgar fyrir seinni leikinn. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. Það er eitthvað hrífandi við fullkomnlega útpælt, skipulagt, vel útfært rán. Þar af leiðandi hefur Hollywood myndað heilt genre í kringum fyrirbærið. Ocean‘s myndirnar, Italian Job, Snatch, Baby Driver og að manni finnst sirka 90 prósent bíómynda Jasons Statham. Stuldurinn sem átti sér stað í Parísarborg í gær var hins vegar alls ekki á þann máta. Þar var búðarglugginn í hátískuverslun borgarinnar brotinn, þýfið hirt og hlaupið með það á brott. Bradley Barcola með lýsandi tilburði fyrir ítrekuð vonbrigði PSG-manna í gærkvöld.Getty/Rico Brouwer Það er skilgreiningin á smash and grab-ráni, sem er ef til vill hægt að þýða sem stútað og stolið (slöpp þýðing en það stuðlar). Enginn glamúr eða töffarapælingar. Rúðunni er smallað og keyrt á brott. Það verður seint gerð bíómynd um slíkan stuld. Bretar nota hugtakið smash and grab gjarnan í fótboltalegu samhengi yfir ákveðna tegund sigra. Sigur Liverpool á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær uppfyllti öll skilyrðin. Útilið. Það segir sig sjálft að þú brýst ekki inn og rænir eigið heimili. Sigrar sem þessir vinnast á útivelli. Mark skorað seint. Ekki nauðsynlegt skilyrði, getur verið einöngruð sókn sem er í andstæðu við gang leiksins, en mark Liverpool féll undir bæði. 1-0 sigrar. Leikurinn þarf helst að enda 1-0. Hann mætti fara 2-0 en þá þarf seinna markið að grípa fyrirsagnir. Markið sem stráir salti í sárin. Markið má ekki vera hvernig sem er. Það þarf helst að vera eftir skyndisókn. Föst leikatriði sleppa til, en eru aðgengilegri kostur. Því fallegra sem markið er, þeim mun fjær ferðu frá skilgreiningu sigurs á grundvelli þess að stúta og stela.* Margur myndi segja að sigurmark Harvey Elliott undir lok leiks í gær hafi verið fullkomnlega óverðskuldað og að sigurinn sé ósanngjarn. Og það er líklega alveg hárrétt. Harvey Elliott braut hjörtu PSG-manna í gær með sigurmarki í lokin.Getty/Rico Brouwer Stuðningsmenn Liverpool hefðu líklega einhverjir þegið þægilegri sigur, betri frammistöðu, minna stress. Við Íslendingar þekkjum þetta frá gullaldartíð karlalandsliðsins. Líklega tjékka allflestir stórir sigrar liðsins á árunum 2014-2018 í boxin að ofan. Og það er bara svo miklu skemmtilegra að vinna leiki eftir 90 mínútur af stressi með neglurnar nagaðar ofan í kjúkur. Ósanngjarnt og óverðskuldað skiptir engu máli. Í svona augnabliki felst fegurðin við íþróttina. Liverpool og PSG mætast aftur næsta þriðjudag, 11. mars, og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. *Lauslega þýdd skilgreining fótboltaklisjumeistarans Adams Hurrey, úr bókinni Extra Time Beckons, Penalties Loom: How to Use (and Abuse) The Language of Football (2024). Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Utan vallar Fótbolti Tengdar fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. 6. mars 2025 08:02 Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
Það er eitthvað hrífandi við fullkomnlega útpælt, skipulagt, vel útfært rán. Þar af leiðandi hefur Hollywood myndað heilt genre í kringum fyrirbærið. Ocean‘s myndirnar, Italian Job, Snatch, Baby Driver og að manni finnst sirka 90 prósent bíómynda Jasons Statham. Stuldurinn sem átti sér stað í Parísarborg í gær var hins vegar alls ekki á þann máta. Þar var búðarglugginn í hátískuverslun borgarinnar brotinn, þýfið hirt og hlaupið með það á brott. Bradley Barcola með lýsandi tilburði fyrir ítrekuð vonbrigði PSG-manna í gærkvöld.Getty/Rico Brouwer Það er skilgreiningin á smash and grab-ráni, sem er ef til vill hægt að þýða sem stútað og stolið (slöpp þýðing en það stuðlar). Enginn glamúr eða töffarapælingar. Rúðunni er smallað og keyrt á brott. Það verður seint gerð bíómynd um slíkan stuld. Bretar nota hugtakið smash and grab gjarnan í fótboltalegu samhengi yfir ákveðna tegund sigra. Sigur Liverpool á Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gær uppfyllti öll skilyrðin. Útilið. Það segir sig sjálft að þú brýst ekki inn og rænir eigið heimili. Sigrar sem þessir vinnast á útivelli. Mark skorað seint. Ekki nauðsynlegt skilyrði, getur verið einöngruð sókn sem er í andstæðu við gang leiksins, en mark Liverpool féll undir bæði. 1-0 sigrar. Leikurinn þarf helst að enda 1-0. Hann mætti fara 2-0 en þá þarf seinna markið að grípa fyrirsagnir. Markið sem stráir salti í sárin. Markið má ekki vera hvernig sem er. Það þarf helst að vera eftir skyndisókn. Föst leikatriði sleppa til, en eru aðgengilegri kostur. Því fallegra sem markið er, þeim mun fjær ferðu frá skilgreiningu sigurs á grundvelli þess að stúta og stela.* Margur myndi segja að sigurmark Harvey Elliott undir lok leiks í gær hafi verið fullkomnlega óverðskuldað og að sigurinn sé ósanngjarn. Og það er líklega alveg hárrétt. Harvey Elliott braut hjörtu PSG-manna í gær með sigurmarki í lokin.Getty/Rico Brouwer Stuðningsmenn Liverpool hefðu líklega einhverjir þegið þægilegri sigur, betri frammistöðu, minna stress. Við Íslendingar þekkjum þetta frá gullaldartíð karlalandsliðsins. Líklega tjékka allflestir stórir sigrar liðsins á árunum 2014-2018 í boxin að ofan. Og það er bara svo miklu skemmtilegra að vinna leiki eftir 90 mínútur af stressi með neglurnar nagaðar ofan í kjúkur. Ósanngjarnt og óverðskuldað skiptir engu máli. Í svona augnabliki felst fegurðin við íþróttina. Liverpool og PSG mætast aftur næsta þriðjudag, 11. mars, og verður leikurinn sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. *Lauslega þýdd skilgreining fótboltaklisjumeistarans Adams Hurrey, úr bókinni Extra Time Beckons, Penalties Loom: How to Use (and Abuse) The Language of Football (2024).
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Utan vallar Fótbolti Tengdar fréttir „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. 6. mars 2025 08:02 Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hyllingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Sjá meira
„Við vorum mikið betri en Liverpool“ Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. 6. mars 2025 08:02
Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33
Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20
Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53