Þrjú banaslys á fjórum dögum Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2025 19:01 Fjögur banaslys hafa orðið í umferðinni á sautján dögum, þar af þrjú á síðustu fjórum dögum. Vísir/Vilhelm Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar síðastliðinn þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag, tveimur vikum síðar, varð alvarlegt slys við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegar eitt. Þar skullu rúta og jepplingur saman og lést barn á öðru aldursári sem var um borð í jepplingnum. Fjögur banaslys hafa orðið á rúmum tveimur og hálfri viku. Vísir/Sara Í gær varð svo annað alvarlegt slys við Flúðir. Tveir bílar skullu saman og lést þar einn maður, búsettur í Hrunamannahrepp. Upp úr hádegi í dag lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Fjórir voru um borð í bílunum. Þrír þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og sá fjórði var úrskurðaður látinn á vettvangi. „Það virðist vera að tvö ökutæki koma úr gagnstæðum áttum og rekast saman með þessum afleiðingum. Allt tiltækt lið kallað til frá öllu Austurlandi,“ segir Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi. Í öðrum bílnum voru tveir ferðamenn og í hinum tveir Íslendingar. Aðstæður á vettvangi voru góðar, bjart og vegurinn var þurr. „Vegurinn er enn þá lokaður og verður lokaður fram á kvöld á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Þó að björgunaraðgerðum sé lokið er vettvangsrannsóknin eftir og er í gangi,“ segir Hjalti. Fréttastofa hefur engar upplýsingar um hvernig aðdragandi hinna slysanna þriggja var, eða hvernig aðstæður voru á vettvangi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir þennan árstíma þó geta verið hættulegan í umferðinni. Ökumenn eigi það til að vanmeta aðstæður í björtu vetrarveðri. „Það er líka oft launhált á þessum árstíma. Sólbráðin sem oft er á malbiki frýs að næturlagi og svo er bara bráðnun á snjó og klaka og vegum svolítið ójöfn. Stundum eru hálkublettir, til dæmis þar sem sólin nær ekki að skína á veginn,“ segir Haraldur. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur.Vísir/Lýður Ökumenn þurfi að fara varlega. „Það er kannski einmitt við þessar aðstæður sem er mikilvægt að passa sig vel,“ segir Haraldur. Samgöngur Samgönguslys Veður Umferðaröryggi Lögreglumál Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Borgarbyggð Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar síðastliðinn þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag, tveimur vikum síðar, varð alvarlegt slys við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegar eitt. Þar skullu rúta og jepplingur saman og lést barn á öðru aldursári sem var um borð í jepplingnum. Fjögur banaslys hafa orðið á rúmum tveimur og hálfri viku. Vísir/Sara Í gær varð svo annað alvarlegt slys við Flúðir. Tveir bílar skullu saman og lést þar einn maður, búsettur í Hrunamannahrepp. Upp úr hádegi í dag lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Fjórir voru um borð í bílunum. Þrír þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og sá fjórði var úrskurðaður látinn á vettvangi. „Það virðist vera að tvö ökutæki koma úr gagnstæðum áttum og rekast saman með þessum afleiðingum. Allt tiltækt lið kallað til frá öllu Austurlandi,“ segir Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi. Í öðrum bílnum voru tveir ferðamenn og í hinum tveir Íslendingar. Aðstæður á vettvangi voru góðar, bjart og vegurinn var þurr. „Vegurinn er enn þá lokaður og verður lokaður fram á kvöld á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Þó að björgunaraðgerðum sé lokið er vettvangsrannsóknin eftir og er í gangi,“ segir Hjalti. Fréttastofa hefur engar upplýsingar um hvernig aðdragandi hinna slysanna þriggja var, eða hvernig aðstæður voru á vettvangi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir þennan árstíma þó geta verið hættulegan í umferðinni. Ökumenn eigi það til að vanmeta aðstæður í björtu vetrarveðri. „Það er líka oft launhált á þessum árstíma. Sólbráðin sem oft er á malbiki frýs að næturlagi og svo er bara bráðnun á snjó og klaka og vegum svolítið ójöfn. Stundum eru hálkublettir, til dæmis þar sem sólin nær ekki að skína á veginn,“ segir Haraldur. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur.Vísir/Lýður Ökumenn þurfi að fara varlega. „Það er kannski einmitt við þessar aðstæður sem er mikilvægt að passa sig vel,“ segir Haraldur.
Samgöngur Samgönguslys Veður Umferðaröryggi Lögreglumál Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Borgarbyggð Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira