Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Lovísa Arnardóttir skrifar 9. mars 2025 17:42 Frá vinstri á myndinni eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands og svo Elon Musk eigandi Tesla og SpaceX. Vísir/EPA Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Póllandi að þakka fyrir sig í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X og að enginn hefði hótað að loka á tengingu Úkraínumanna við Starlink netþjónustuna. Það sagði hann í tilefni af því að Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, svaraði Elon Musk á sama miðli eftir að Musk sagði í færslu á sama miðli að Úkraína yrði sambandslaus ef hann myndi slökkva á Starlink. „Bara að skálda,“ segir Rubio í færslunni sinni og segir engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínu við Starlink eins og Sikorski talaði um í sinni færslu. Marco Rubio sagði engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínumanna við Starlink. X „Og segðu takk því án Starlink hefði Úkraína tapað þessu stríði fyrir löngu og Rússar væru komnir að landamærunum við Pólland núna,“ segir Rubio. Greiða milljónir árlega fyrir þjónustuna Sikorski bendir á það í sinni færslu að pólsk yfirvöld greiði um 50 milljónir Bandaríkjadala árlega fyrir Starlink í Úkraínu. Þá segir hann Pólland neyðast til að leita annað eftir slíkri þjónustu ef SpaceX reynist vera óáreiðanlegur þjónustuveitandi. Sikorski svaraði Musk á samfélagsmiðlinum X. X Musk sagði í sinni færslu að hann hefði skorað Vladimír Pútín á hólm og að Starlink væri meginstoð í úkraínska hernum. „Fremsta línan þeirra myndi falla saman ef ég myndi slökkva á því,“ sagði Musk og að hann væri orðinn þreyttur á pattstöðu sem Úkraína myndi á endanum tapa og kallaði eftir friði. Musk sagðist hafa skorað Pútín á hólm. X Pólland Bandaríkin SpaceX Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Elon Musk Tengdar fréttir Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Það sagði hann í tilefni af því að Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, svaraði Elon Musk á sama miðli eftir að Musk sagði í færslu á sama miðli að Úkraína yrði sambandslaus ef hann myndi slökkva á Starlink. „Bara að skálda,“ segir Rubio í færslunni sinni og segir engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínu við Starlink eins og Sikorski talaði um í sinni færslu. Marco Rubio sagði engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínumanna við Starlink. X „Og segðu takk því án Starlink hefði Úkraína tapað þessu stríði fyrir löngu og Rússar væru komnir að landamærunum við Pólland núna,“ segir Rubio. Greiða milljónir árlega fyrir þjónustuna Sikorski bendir á það í sinni færslu að pólsk yfirvöld greiði um 50 milljónir Bandaríkjadala árlega fyrir Starlink í Úkraínu. Þá segir hann Pólland neyðast til að leita annað eftir slíkri þjónustu ef SpaceX reynist vera óáreiðanlegur þjónustuveitandi. Sikorski svaraði Musk á samfélagsmiðlinum X. X Musk sagði í sinni færslu að hann hefði skorað Vladimír Pútín á hólm og að Starlink væri meginstoð í úkraínska hernum. „Fremsta línan þeirra myndi falla saman ef ég myndi slökkva á því,“ sagði Musk og að hann væri orðinn þreyttur á pattstöðu sem Úkraína myndi á endanum tapa og kallaði eftir friði. Musk sagðist hafa skorað Pútín á hólm. X
Pólland Bandaríkin SpaceX Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Elon Musk Tengdar fréttir Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48