Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. mars 2025 08:41 Liðar úr öryggissveit sýrlensku ríkisstjórnarinnar. EPA Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga. Tölurnar eru fengnar frá mannréttindaráði um málefni Sýrlands, sem starfa frá Bretlandi. BBC hefur eftir þeim að fleiri hundruðir manna hafi flúið heimili sín á svæðinu, þar sem Alavítar eru í meirihluta. Alavítar eru valdamikill trúarhópur múslima sem Assad fyrrverandi forseti tilheyrir, en þeir eru um 10 prósent þjóðarinnar. Alavítar eru shía- múslimar, en mikill meirihluti Sýrlendinga err Súnní - múslimar. Sjá einnig: Mannskæð átök í Sýrlandi Fleiri en þúsund látnir í átökunum Rúmlega þúsund manns hafa týnt lífinu í átökunum undanfarna daga, og eru átökin þau mannskæðustu síðan uppreisnarmenn steyptu Assad af stóli í desember. Tugir fyrrverandi hermanna úr ríkisstjórn Assads eru látnir, 125 úr öryggissveitum nýrra stjórnvalda, og 148 uppreisnarmenn úr röðum Alavíta. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Sýrlands segir að ríkisstjórnin hafi endurheimt stjórn yfir landsvæðinu, eftir ósvífnar árásir Alavíta gegn öryggissveitum ríkisstjórnarinnar. Sýrland Tengdar fréttir Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Starfandi ríkisstjórn uppreisnarmanna í Sýrlandi segir að stuðningsmenn forsetans fyrrverandi Bashar al-Assad, hafi drepið fjórtán hermenn innanríkisráðuneytisins í skyndiárás í vesturhluta landsins seint í gær. 26. desember 2024 08:54 Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa. 24. desember 2024 14:39 Vara við upprisu ISIS Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar. 20. desember 2024 15:02 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tölurnar eru fengnar frá mannréttindaráði um málefni Sýrlands, sem starfa frá Bretlandi. BBC hefur eftir þeim að fleiri hundruðir manna hafi flúið heimili sín á svæðinu, þar sem Alavítar eru í meirihluta. Alavítar eru valdamikill trúarhópur múslima sem Assad fyrrverandi forseti tilheyrir, en þeir eru um 10 prósent þjóðarinnar. Alavítar eru shía- múslimar, en mikill meirihluti Sýrlendinga err Súnní - múslimar. Sjá einnig: Mannskæð átök í Sýrlandi Fleiri en þúsund látnir í átökunum Rúmlega þúsund manns hafa týnt lífinu í átökunum undanfarna daga, og eru átökin þau mannskæðustu síðan uppreisnarmenn steyptu Assad af stóli í desember. Tugir fyrrverandi hermanna úr ríkisstjórn Assads eru látnir, 125 úr öryggissveitum nýrra stjórnvalda, og 148 uppreisnarmenn úr röðum Alavíta. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Sýrlands segir að ríkisstjórnin hafi endurheimt stjórn yfir landsvæðinu, eftir ósvífnar árásir Alavíta gegn öryggissveitum ríkisstjórnarinnar.
Sýrland Tengdar fréttir Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Starfandi ríkisstjórn uppreisnarmanna í Sýrlandi segir að stuðningsmenn forsetans fyrrverandi Bashar al-Assad, hafi drepið fjórtán hermenn innanríkisráðuneytisins í skyndiárás í vesturhluta landsins seint í gær. 26. desember 2024 08:54 Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa. 24. desember 2024 14:39 Vara við upprisu ISIS Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar. 20. desember 2024 15:02 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41
Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Starfandi ríkisstjórn uppreisnarmanna í Sýrlandi segir að stuðningsmenn forsetans fyrrverandi Bashar al-Assad, hafi drepið fjórtán hermenn innanríkisráðuneytisins í skyndiárás í vesturhluta landsins seint í gær. 26. desember 2024 08:54
Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa. 24. desember 2024 14:39
Vara við upprisu ISIS Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar. 20. desember 2024 15:02