Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. desember 2024 14:39 Mótmælendur krefjast þess að ný stjórnvöld standi við loforð um að standa vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutahópa. EPA/Hasan Belal Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa. Myndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir hettuklædda vígamenn kveikja í jólatré sem sett hafði verið upp í bænum Suqaylabiyah en íbúar hans eru að mestu kristnir. Annað myndband hefur einnig verið birt á vegum Hayat Tahrir al-Sham, uppreisnarhópsins sem stepyti ríkisstjórn Assad-fjölskyldunnar af stóli fyrr í mánuðinum og fer nú með völdin í stærstum hluta Sýrlands, þar sem lofað er að þeim stóðu að verknaðinum verði refsað. Samkvæmt umfjöllun Guardian báru erlendir vígamenn á vegum íslamistasamtakanna Ansar al-Tawhid ábyrgð á ódæðinu. „Trénu verður komið aftur upp og það tendrað strax í fyrramálið,“ hefur Guardian eftir trúarleiðtoga innan hreyfingarinnar. Hayat Tahrir al-Sham, sem á rætur að rekja til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hefur lofað að minnihlutahópar njóti verndar nýrra stjórnvalda. Sjá einnig: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Ahmed al-Sharaa, leiðtogi Hayat Tahrir al-Sham, hefur sagst staðráðinn í því að sameina mismunandi fylkingar og hersveitir Sýrlands í eitt og heitið kosningum á næsta ári. Hann segir þó enn of snemmt að segja til um framtíð sýrlenskra stjórnvalda. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum náðist samkomulag milli ýmsra stríðandi fylkinga í dag og er stefnt að því að leysa upp vígahópa víða um landið. Markmiðið sé að sameina hópana í varnarmálaráðuneyti en óvíst er með framhaldið. Margir vígahópanna hafa gjörólíka sýn á framtíð landsins og takist það markmið er langt uppbyggingarferli framundan eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Sýrland Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Myndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir hettuklædda vígamenn kveikja í jólatré sem sett hafði verið upp í bænum Suqaylabiyah en íbúar hans eru að mestu kristnir. Annað myndband hefur einnig verið birt á vegum Hayat Tahrir al-Sham, uppreisnarhópsins sem stepyti ríkisstjórn Assad-fjölskyldunnar af stóli fyrr í mánuðinum og fer nú með völdin í stærstum hluta Sýrlands, þar sem lofað er að þeim stóðu að verknaðinum verði refsað. Samkvæmt umfjöllun Guardian báru erlendir vígamenn á vegum íslamistasamtakanna Ansar al-Tawhid ábyrgð á ódæðinu. „Trénu verður komið aftur upp og það tendrað strax í fyrramálið,“ hefur Guardian eftir trúarleiðtoga innan hreyfingarinnar. Hayat Tahrir al-Sham, sem á rætur að rekja til hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hefur lofað að minnihlutahópar njóti verndar nýrra stjórnvalda. Sjá einnig: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Ahmed al-Sharaa, leiðtogi Hayat Tahrir al-Sham, hefur sagst staðráðinn í því að sameina mismunandi fylkingar og hersveitir Sýrlands í eitt og heitið kosningum á næsta ári. Hann segir þó enn of snemmt að segja til um framtíð sýrlenskra stjórnvalda. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum náðist samkomulag milli ýmsra stríðandi fylkinga í dag og er stefnt að því að leysa upp vígahópa víða um landið. Markmiðið sé að sameina hópana í varnarmálaráðuneyti en óvíst er með framhaldið. Margir vígahópanna hafa gjörólíka sýn á framtíð landsins og takist það markmið er langt uppbyggingarferli framundan eftir þrettán ára borgarastyrjöld.
Sýrland Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11
Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. 16. desember 2024 14:09
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51