Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Lillý Valgerður Pétursdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 7. mars 2025 18:57 Vísir/Lýður Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á sögulegum neyðarfundi í Brussel í gær til að ræða öryggis og varnarmál í Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eftir að hann tók við embætti gert ráðamönnum í Evrópu ljóst að þeir geti ekki reitt sig á sama hátt á Bandaríkin og áður þegar kemur að varnarmálum heldur þurfi að efla sínar varnir sjálfir. Vendingarnar hafa verið tíðar í heimsmálunum undanfarið og margir uggandi. Í vikunni frystu Bandaríkin alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna eftir hitafund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í vikunni áður. Í dag hótaði Trump svo Rússum bæði refsiaðgerðum og tollum eftir árásir þeirra á Úkraínu í nótt. Hann sagðist þó jafnframt trúa að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji frið. Evrópusambandið telur að bregðast þurfi breyttri stöðu og tilkynnti í gær að rúmir 118 þúsund milljarðar króna verði settir í varnarmál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í morgun fjarfund með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands þar sem farið var yfir hvernig þetta fjármagn verði notað. „Þetta eru auðvitað lönd sem eru í NATO líka og ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ segir Kristrún. Trump hefur sagt til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en 2 prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Varnarsamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld. Kristrún segir yfirlýsingar Trump undanfarið ekki hafa áhrif á hana. „Varnarsamningurinn stendur sterkt og við eigum í góðum samskiptum við Bandaríkin. Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ segir hún. Þá þurfi Íslendingar að vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað. Við höfum ákveðið verk að vinna. Við getum styrkt okkur. Við getum styrkt okkur í gegnum Landhelgisgæslunnar. Við getum styrkt okkur í gegnum lögregluna. Þannig það skiptir máli fyrir okkur að sýna að við töku stöðuna alvarlega,“ segir Kristrún. NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á sögulegum neyðarfundi í Brussel í gær til að ræða öryggis og varnarmál í Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eftir að hann tók við embætti gert ráðamönnum í Evrópu ljóst að þeir geti ekki reitt sig á sama hátt á Bandaríkin og áður þegar kemur að varnarmálum heldur þurfi að efla sínar varnir sjálfir. Vendingarnar hafa verið tíðar í heimsmálunum undanfarið og margir uggandi. Í vikunni frystu Bandaríkin alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna eftir hitafund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í vikunni áður. Í dag hótaði Trump svo Rússum bæði refsiaðgerðum og tollum eftir árásir þeirra á Úkraínu í nótt. Hann sagðist þó jafnframt trúa að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji frið. Evrópusambandið telur að bregðast þurfi breyttri stöðu og tilkynnti í gær að rúmir 118 þúsund milljarðar króna verði settir í varnarmál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í morgun fjarfund með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands þar sem farið var yfir hvernig þetta fjármagn verði notað. „Þetta eru auðvitað lönd sem eru í NATO líka og ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ segir Kristrún. Trump hefur sagt til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en 2 prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Varnarsamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld. Kristrún segir yfirlýsingar Trump undanfarið ekki hafa áhrif á hana. „Varnarsamningurinn stendur sterkt og við eigum í góðum samskiptum við Bandaríkin. Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ segir hún. Þá þurfi Íslendingar að vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað. Við höfum ákveðið verk að vinna. Við getum styrkt okkur. Við getum styrkt okkur í gegnum Landhelgisgæslunnar. Við getum styrkt okkur í gegnum lögregluna. Þannig það skiptir máli fyrir okkur að sýna að við töku stöðuna alvarlega,“ segir Kristrún.
NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira