Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 08:41 Einar Þorsteinsson segir sorglegt að nýr meirihluti ætli ekki að ganga til samstarfs við Alvotech, eða önnur fyritæki, um uppbyggingu leikskóla. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri segist hafa gengið inn í samning sem hafði sambærileg ákvæði og í samningi Dags B. Eggertssonar forvera hans og annarra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu þegar hann tók við embætti borgarstjóra. Launin séu auðvitað há en ábyrgðin og vinnan sé mikil. Fram kom í fréttum í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði sem borgarstjóri og fyrir stjórnarsetu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til samanburðar er forsætisráðherra með um 2,8 milljónir í laun og forseti Íslands með 3,9 milljónir. „Það sem er óvenjulegt við laun núverandi borgarstjóra er að hann gegnir formennsku í stjórn sambandsins og þar eru dálítið há laun fyrir stjórnarformennskuna,“ segir Einar og að það sé líka gríðarleg vinna. Einar fór yfir launamálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg hægt að hafa skoðun á því að fólk eigi ekki að hafa svona há laun og nefnir borgarstjóra, forsætisráðherra og forseta Íslands. Það verði þó á sama tíma að líta til þess að til þessa fólks eru gerðar miklar kröfur. „Ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta,“ segir Einar. Mikilvægt að sitja í stjórn Slökkviliðs Hann fór aðeins yfir hlutverk borgarstjóra, og annarra bæjarstjóra, í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin reki slökkviliðið og fari fyrir það á þessum fundum auk almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Einar segir þetta skipta miklu máli. Einar ræddi einnig leikskólamálin í Bítinu en tilkynnt var í vikunni að nýr meirihluti í Reykjavík ætli ekki að styðja við uppbyggingu nýrra leikskóla innan vinnustaða Alvotech er eitt þeirra fyrirtækja sem hafði hafið samstarf við borgina um byggingu nýrra leikskóla. Einar sagði Arion einnig stefna að uppbyggingu dagforeldraúrræðis og Landspítalinn hafi sýnt þessu samstarfi áhuga. Einar sagði hugmyndina að helmingur barnanna á til dæmis leikskólanum sem Alvotech ætlar að byggja ætti að vera frá Reykjavík, því hverfi sem leikskólinn er í, og hinn helmingurinn börn starfsmanna fyrirtækisins. Fyrirtækið legði til leikskólann sjálfan, húsnæðið og aðstöðuna, en Reykjavík hefði svo borgað með hverju barni eins og það gerir í öðrum leikskólum, einkareknum og þeim sem þau reka sjálf. „Þetta var okkar leið til að skjóta fleiri stoðum og prófa eitthvað nýtt,“ segir Einar og að það hafi ekki verið hagnaðarsjónarmið að baki þessu. Fyrirtækin væru að leggja orðspor sitt undir í þessu verkefni. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta sé ljóst að þau myndu ekki fá greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. „Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Einar og að nýr meirihluti þurfi að svara foreldrum „af hverju þau eru ekki tilbúin að taka í útrétta hönd“. Hann segist hafa tekið leikskólamálin í sínar hendur þegar hann tók við sem borgarstjóri, því hann taldi þetta ganga of hægt, þau hafi búið til plan um einingahús á lóðum þar sem eru leikskólar fyrir. „Þetta plan er tímasett, tilbúið og fjármagnað og er á fullum gangi,“ segir Einar en að þó það verði fullklárað við lok kjörtímabils verði enn 300 börn á biðlista við lok þess. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Alvotech Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Bítið Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði sem borgarstjóri og fyrir stjórnarsetu í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til samanburðar er forsætisráðherra með um 2,8 milljónir í laun og forseti Íslands með 3,9 milljónir. „Það sem er óvenjulegt við laun núverandi borgarstjóra er að hann gegnir formennsku í stjórn sambandsins og þar eru dálítið há laun fyrir stjórnarformennskuna,“ segir Einar og að það sé líka gríðarleg vinna. Einar fór yfir launamálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir alveg hægt að hafa skoðun á því að fólk eigi ekki að hafa svona há laun og nefnir borgarstjóra, forsætisráðherra og forseta Íslands. Það verði þó á sama tíma að líta til þess að til þessa fólks eru gerðar miklar kröfur. „Ég ætla ekki að fella neina dóma um þetta,“ segir Einar. Mikilvægt að sitja í stjórn Slökkviliðs Hann fór aðeins yfir hlutverk borgarstjóra, og annarra bæjarstjóra, í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin reki slökkviliðið og fari fyrir það á þessum fundum auk almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Einar segir þetta skipta miklu máli. Einar ræddi einnig leikskólamálin í Bítinu en tilkynnt var í vikunni að nýr meirihluti í Reykjavík ætli ekki að styðja við uppbyggingu nýrra leikskóla innan vinnustaða Alvotech er eitt þeirra fyrirtækja sem hafði hafið samstarf við borgina um byggingu nýrra leikskóla. Einar sagði Arion einnig stefna að uppbyggingu dagforeldraúrræðis og Landspítalinn hafi sýnt þessu samstarfi áhuga. Einar sagði hugmyndina að helmingur barnanna á til dæmis leikskólanum sem Alvotech ætlar að byggja ætti að vera frá Reykjavík, því hverfi sem leikskólinn er í, og hinn helmingurinn börn starfsmanna fyrirtækisins. Fyrirtækið legði til leikskólann sjálfan, húsnæðið og aðstöðuna, en Reykjavík hefði svo borgað með hverju barni eins og það gerir í öðrum leikskólum, einkareknum og þeim sem þau reka sjálf. „Þetta var okkar leið til að skjóta fleiri stoðum og prófa eitthvað nýtt,“ segir Einar og að það hafi ekki verið hagnaðarsjónarmið að baki þessu. Fyrirtækin væru að leggja orðspor sitt undir í þessu verkefni. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta sé ljóst að þau myndu ekki fá greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. „Mér finnst þetta sorglegt,“ segir Einar og að nýr meirihluti þurfi að svara foreldrum „af hverju þau eru ekki tilbúin að taka í útrétta hönd“. Hann segist hafa tekið leikskólamálin í sínar hendur þegar hann tók við sem borgarstjóri, því hann taldi þetta ganga of hægt, þau hafi búið til plan um einingahús á lóðum þar sem eru leikskólar fyrir. „Þetta plan er tímasett, tilbúið og fjármagnað og er á fullum gangi,“ segir Einar en að þó það verði fullklárað við lok kjörtímabils verði enn 300 börn á biðlista við lok þess.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Alvotech Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Leikskólar Bítið Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent