„Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. mars 2025 17:41 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, bregst við skrifum Dagnýja Hængsdóttur Köhler, ömmu drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á Menningarnótt. Sigurjón/aðsend Allt of fá úrræði eru til staðar fyrir börn í miklum vanda að sögn umboðsmanns barna. Mikil bið er eftir þjónustu sem komi í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í þegar vandinn kemur upp. Barnamálaráðherra tekur undir og boðar úrbætur. Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra og hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu, tjáði sig um málið voðalega Í aðsendri grein á Vísi í gær. Í greininni gagnrýndi hún það kerfi sem er við lýði hér á landi þegar það kemur að því að grípa börn með áföll og sagði barnavernd hafa gripið of vægt inn í mál dóttursonar síns sem hafi búið við bagalegar uppeldisaðstöður. Þurfi að grípa fyrr inn í Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, tekur undir skrif Dagnýjar og segir mikilvægt að grípa börn sem hafa orðið fyrir áföllum. „Mig langar að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru mína dýpstu samúð en já ég er sammála því að það þurfi að grípa mun fyrr inn. Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa og úrræði fyrir börn í vanda hafa ekki verið nægilega góð og það er eitthvað sem við þurfum að fara bæta. Við erum að vinna í þessum málum og þetta er það sem er í forgangi hjá mér sem barnamálaráðherra og hjá þessari ríkisstjórn það er farsæld barna.“ Ásthildur tekur jafnframt fram að það þurfi að grípa fyrr inn í og stytta biðlista til að minnka líkurnar á því að harmleikir sem þessir eigi sér stað. „Ég held að það þurfi að styrkja barnavernd og þau úrræði sem þau hafa til að grípa inn í, virkilega mikið. Börn þurfa að vera í forgangi og það þarf að grípa inn í eins fljótt og hægt er.“ Skortur á fjölbreytni í úrræðum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að óháð þessu umrædda máli séu allt of fá úrræði til staðar fyrir börn í miklum vanda. Of mörg mál komi upp á ári hverju. „Við höfum líka verið að fylgjast með því reglubundið, þessari miklu bið eftir þjónustu. Bið fyrir börn á öllum aldri alveg lítil börn og það er bið eftir þjónustu sem er nauðsynleg og þessi bið kemur í veg fyrr að það se hægt að grípa í vandann þegar hann kemur upp.“ Mikilvægt sé að grípa inn í hjá börnum áður en vandinn vex um of. Hún tekur fram að ekki sé hægt að setja öll börn undir sama hatt í kerfinu. „Ég held að það þurfi að huga að margvíslegum hópi barna með fjölbreyttan vanda og það þarf fjölbreytt úrræði og það kannski skortir stundum fjölbreytni í úrræðum, að þú getir fengið þá sérhæfingu sem þau þurfa.“ Styðja þurfi enn frekar við barnaverndarþjónustu um allt land og setja börn í forgang. Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Börn og uppeldi Fíkn Heilbrigðismál Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra og hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu, tjáði sig um málið voðalega Í aðsendri grein á Vísi í gær. Í greininni gagnrýndi hún það kerfi sem er við lýði hér á landi þegar það kemur að því að grípa börn með áföll og sagði barnavernd hafa gripið of vægt inn í mál dóttursonar síns sem hafi búið við bagalegar uppeldisaðstöður. Þurfi að grípa fyrr inn í Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, tekur undir skrif Dagnýjar og segir mikilvægt að grípa börn sem hafa orðið fyrir áföllum. „Mig langar að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru mína dýpstu samúð en já ég er sammála því að það þurfi að grípa mun fyrr inn. Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa og úrræði fyrir börn í vanda hafa ekki verið nægilega góð og það er eitthvað sem við þurfum að fara bæta. Við erum að vinna í þessum málum og þetta er það sem er í forgangi hjá mér sem barnamálaráðherra og hjá þessari ríkisstjórn það er farsæld barna.“ Ásthildur tekur jafnframt fram að það þurfi að grípa fyrr inn í og stytta biðlista til að minnka líkurnar á því að harmleikir sem þessir eigi sér stað. „Ég held að það þurfi að styrkja barnavernd og þau úrræði sem þau hafa til að grípa inn í, virkilega mikið. Börn þurfa að vera í forgangi og það þarf að grípa inn í eins fljótt og hægt er.“ Skortur á fjölbreytni í úrræðum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að óháð þessu umrædda máli séu allt of fá úrræði til staðar fyrir börn í miklum vanda. Of mörg mál komi upp á ári hverju. „Við höfum líka verið að fylgjast með því reglubundið, þessari miklu bið eftir þjónustu. Bið fyrir börn á öllum aldri alveg lítil börn og það er bið eftir þjónustu sem er nauðsynleg og þessi bið kemur í veg fyrr að það se hægt að grípa í vandann þegar hann kemur upp.“ Mikilvægt sé að grípa inn í hjá börnum áður en vandinn vex um of. Hún tekur fram að ekki sé hægt að setja öll börn undir sama hatt í kerfinu. „Ég held að það þurfi að huga að margvíslegum hópi barna með fjölbreyttan vanda og það þarf fjölbreytt úrræði og það kannski skortir stundum fjölbreytni í úrræðum, að þú getir fengið þá sérhæfingu sem þau þurfa.“ Styðja þurfi enn frekar við barnaverndarþjónustu um allt land og setja börn í forgang.
Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Börn og uppeldi Fíkn Heilbrigðismál Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira