Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2025 08:52 Andreas Babler, leiðtogi Jafnaðarmanna, Christian Stocker frá Þjóðarflokknum og Beate Meinl-Reisinger, leiðtogi Neos, á fréttamannafundinum í gær. AP Leiðtogar þriggja miðjuflokka í Austurríki hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, fimm mánuðum eftir þingkosningar fóru fram í landinu. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum og hlaut flest atkvæði í kosningunum, stendur utan nýrrar stjórnar. Leiðtogar Þjóðarflokksins (ÖVP), Jafnaðarmannaflokksins (SPÖ) og Neos-flokksins greindu frá stjórnarmynduninni á fréttamannafundi í gær. Þar var greint fá áætlunum nýrrar stjórnar um að berja niður verðbólgu, að koma á sérstöku leiguþaki og strangari reglum um innflytjendur, sérstaklega hvað varðar fjölskyldusameiningar. Þá stendur til að koma á banni við að stúlkur yngri en fjórtán ára klæðist hijab. Christian Stocker, leiðtogi Þjóðarflokksins, sagði stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa verið erfiðar og að leiðtogar flokkanna hafi skynjað óþreyju austurríski þjóðarinnar eftir nýrri stjórn. Aldrei hafa stjórnarmyndunarviðræður tekið svo langan tíma í Austurríki frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stocker sagði leiðtogana þó ánægða og stolta af samkomulaginu og að „málamiðlun væri austurrísk dyggð“. Um er að ræða fyrsta þriggja flokka stjórn landsins frá fimmta áratug síðustu aldar, en flokkarnir þrír eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Frelsisflokkurinn hlaut 28,8 prósenta fylgi í þingkosningunum og bætti við sig fylgi. Leiðtogar Frelsisflokksins reyndu að fá aðra flokka til samstarfs en þær stjórnarmyndunarviðræður sigldu í strand fyrr í mánuðinum. Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Leiðtogar Þjóðarflokksins (ÖVP), Jafnaðarmannaflokksins (SPÖ) og Neos-flokksins greindu frá stjórnarmynduninni á fréttamannafundi í gær. Þar var greint fá áætlunum nýrrar stjórnar um að berja niður verðbólgu, að koma á sérstöku leiguþaki og strangari reglum um innflytjendur, sérstaklega hvað varðar fjölskyldusameiningar. Þá stendur til að koma á banni við að stúlkur yngri en fjórtán ára klæðist hijab. Christian Stocker, leiðtogi Þjóðarflokksins, sagði stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa verið erfiðar og að leiðtogar flokkanna hafi skynjað óþreyju austurríski þjóðarinnar eftir nýrri stjórn. Aldrei hafa stjórnarmyndunarviðræður tekið svo langan tíma í Austurríki frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Stocker sagði leiðtogana þó ánægða og stolta af samkomulaginu og að „málamiðlun væri austurrísk dyggð“. Um er að ræða fyrsta þriggja flokka stjórn landsins frá fimmta áratug síðustu aldar, en flokkarnir þrír eiga þó enn eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið. Frelsisflokkurinn hlaut 28,8 prósenta fylgi í þingkosningunum og bætti við sig fylgi. Leiðtogar Frelsisflokksins reyndu að fá aðra flokka til samstarfs en þær stjórnarmyndunarviðræður sigldu í strand fyrr í mánuðinum.
Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57